Um Dagbók Barkar ?>

Um Dagbók Barkar

Ég — Börkur Sigurbjörnsson — hóf að halda Dagbók Barkar í desember 2000 þegar ég flutti frá Reykjavík til Amsterdam til þess að hefja meistaranám í rökfræði. Fyrstu mánuðina var ég duglegur við að segja sögur af lífi Íslendings í útlöndum. Smám saman dró hins vegar úr færslutíðninni og í dag er dagbókin í dvala.

Dagbókin er ekki einu skrifin mín því á vefnum Urban Volcano má finna smásögur, örsögur og ljóð. Í sumum tilvikum hafa dagbókarskrifin einmitt verið kveikjan að skáldaðri sögu.