Browsed by
Tag: Barcelona

Heimamenn eða Mannheimamenn ?>

Heimamenn eða Mannheimamenn

Óli Stef og félagar Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað til Barcelona blundaði í mér sú hugmynd að það gæti værið gaman að skella sér á handboltaleik. Ég viðraði þessa hugmynd við nokkra vinnufélaga og aðra félaga með það fyrir augum að fá einhvern með mér á leik. Ég nennti ekki einn. Viðbrögðin sem ég fékk við þeirri hugmynd minni voru að jafnaði eitthvað á þessa leið: Handbolti, er það einhvers konar íþrótt? Það leið því ekki á löngu…

Read More Read More

Innrás spænska hersins ?>

Innrás spænska hersins

Götuskreyting í tilefni Festa Major de Gràcia. Ég horfði á skriðdrekann aka yfir engið. Spænski fáninn blakti við hún aftan við fallbyssuna. Sprengjudrunur rufu kyrrðina. Spænski herinn var að gera innrás. Ég opnaði augun og horfði upp í hvítmálað svefnherbergisloftið. Engið var horfið. Skriðdrekinn var horfinn. Sprengjudrunurnar lágu ennþá í loftinu. Ég leit á klukkuna. Hún var rétt rúmlega átta. Ég nuddaði stírurnar úr augunum. Hlutirnir voru smám saman að skýrast í kollinum á mér. Sprengjudrunurnar tengdust ekki innrás spænska…

Read More Read More

Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs. Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja…

Read More Read More

19a Cursa CEC a Collserola ?>

19a Cursa CEC a Collserola

Ofan við Barcelona eru að öllu jöfnu hæðir. Í dag var þar fjall. Ég tók þátt í nítjánda fjallahlaupi Ferðafélags Katalóníu um Collserola fjallgarðinn. Undirbúningurinn fyrir hlaupið var heldur skrykkjóttur og lengi vel tvísýnt um þáttöku. Á þriðjudaginn í þarsíðustu viku reyndi ég að halda í við ofurmaraþonhlaupara og hljóp allt of hratt. Um síðustu helgi varð ég að láta mér stuttan hlaupasprett nægja því ég hafði ekki náð að jafna mig eftir þriðjudaginn. Ég ákvað því að taka það…

Read More Read More

Cursa Bombers 2009 ?>

Cursa Bombers 2009

Á undanförnum árum hef ég verið að rannsaka hvernig skilyrði henta mér best til þess að ná árangri í langhlaupum. Niðurstöður rannsókna minna eru eftirfarandi. 1) Þjálfun er betri en þjálfunarleysi. 2) Mér finnst rigningin góð. 3) Auðveldara er að ná metnaðarlausum markmiðum heldur en metnaðarfullum markmiðum. Það er næsta víst að þessar niðurstöður muni valda straumhvörfum í íþróttaheiminum. Ég tók í dag þátt í hinu árlega Cursa Bombers hlaupi. Með það fyrir augum að hámarka árangur minn þá hagaði…

Read More Read More