Browsed by
Tag: Barça

Heimamenn eða Mannheimamenn ?>

Heimamenn eða Mannheimamenn

Óli Stef og félagar Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað til Barcelona blundaði í mér sú hugmynd að það gæti værið gaman að skella sér á handboltaleik. Ég viðraði þessa hugmynd við nokkra vinnufélaga og aðra félaga með það fyrir augum að fá einhvern með mér á leik. Ég nennti ekki einn. Viðbrögðin sem ég fékk við þeirri hugmynd minni voru að jafnaði eitthvað á þessa leið: Handbolti, er það einhvers konar íþrótt? Það leið því ekki á löngu…

Read More Read More

Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs. Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja…

Read More Read More