Ofsi
Ég lauk í gærkvöldi við að lesa Ofsa eftir Einar Kárason. Bókin er skáldsaga byggð á Íslandssögunni. Sagan er sögð frá sjónarhorni leikenda og gerenda í þeirri atburðarás sem fór af stað eftir að Gissur Þorvaldsson kom heim frá Noregi og reyndi að binda endi á Sturlunga-ó-öldina. Mér fannst þessi saga afar skemmtileg lesning. Það var gaman að lesa Íslandssöguna út frá persónulegu sjónarhorni. Meðan á lestrinum stóð þá gleymdi ég því gersamlega að þetta væri skáldsaga og trúði því…