Ísland — Frakkland
Ég skrapp á tvo handboltaleiki í dag. Ég byrjaði á að sjá slaka Þjóðverja rúlla yfir enn slakari Makedóna. Síðari leikurinn var heldur meira spennandi þar sem ég sá Frakka merja nauman sigur á Íslendingum. Á milli leikja skellti ég mér á tapas stað til þess að safna orku fyrir átökin. Á leiðinni út af staðnum kom ég við á borði franskra stuðningsmanna og fékk lánaða hjá þeim andlitsmálningu sem ég notaði til þess að mála íslenskan fána á handarbakið….