Browsed by
Category: Viðburðir

Ísland — Frakkland ?>

Ísland — Frakkland

Ég skrapp á tvo handboltaleiki í dag. Ég byrjaði á að sjá slaka Þjóðverja rúlla yfir enn slakari Makedóna. Síðari leikurinn var heldur meira spennandi þar sem ég sá Frakka merja nauman sigur á Íslendingum. Á milli leikja skellti ég mér á tapas stað til þess að safna orku fyrir átökin. Á leiðinni út af staðnum kom ég við á borði franskra stuðningsmanna og fékk lánaða hjá þeim andlitsmálningu sem ég notaði til þess að mála íslenskan fána á handarbakið….

Read More Read More

Innrás spænska hersins ?>

Innrás spænska hersins

Götuskreyting í tilefni Festa Major de Gràcia. Ég horfði á skriðdrekann aka yfir engið. Spænski fáninn blakti við hún aftan við fallbyssuna. Sprengjudrunur rufu kyrrðina. Spænski herinn var að gera innrás. Ég opnaði augun og horfði upp í hvítmálað svefnherbergisloftið. Engið var horfið. Skriðdrekinn var horfinn. Sprengjudrunurnar lágu ennþá í loftinu. Ég leit á klukkuna. Hún var rétt rúmlega átta. Ég nuddaði stírurnar úr augunum. Hlutirnir voru smám saman að skýrast í kollinum á mér. Sprengjudrunurnar tengdust ekki innrás spænska…

Read More Read More

Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs. Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja…

Read More Read More

Síðasta vika ?>

Síðasta vika

Eftir atburði síðustu viku get ég hiklaust mælt með … … að skella sér á Camp Nou og sjá Barça spila. Það er ekki amalegt að sjá leikmann með íslenskt blóð í æðum koma inn á sem varamaður og skora sigumark leiksins. Og þó. Nema kannski ef íslenska blóðið er rækilega útþynnt í líkama Jon Dahl Tomasson sem skorar sigurmark Villarreal á móti Barça. … að sjá The Cure spila á tónleikum í Palau Sant Jordi ásamt 20.000 öðrum áhagendum….

Read More Read More