Browsed by
Category: Sprikl

Cursa de la Mercè 2008 ?>

Cursa de la Mercè 2008

Ég tók í dag þátt í þrítugasta Merce hlaupinu. Hlaupnir voru tíu kílómetrar um götur Barcelona. Ég hafði sett mér það markmið að bæta minn besta árangur um rúma mínútu og hlaupa á innan við 48 mínútum. Þar sem ég er búinn að vera óvenjulega duglegur við að hlaupa undanfarinn mánuð þá taldi ég þetta raunhæft markmið. Á fimmtudaginn komust hins vegar öll mín plön í uppnám. Eiginkona aðal halupafélaga míns spurði mig hvort ég stefndi enn á að hlaupa…

Read More Read More

Hjól og sól ?>

Hjól og sól

Undanfarna viku hef ég fylgst spenntur með veðurspánni fyrir daginn í dag. Mig langaði nefnilega að skella mér í hjólatúr. Veðurspáin breyttist reglulega. Fyrst var spáð þrumuveðri. Seinna var spáð skúrum. Sólskin fylgdi í kjölfarið en breyttist svo í hálfskýjað. Í morgun bar spánum síðan ekki saman. Ein spáði sól en önnur rigningu. Ég tók meðaltalið af þessum tveimur spám og gerði ráð fyrir skýjuðu en þurru veðri. Þó svo að sólin hafi skinið í morgun þá ákvað því að…

Read More Read More

La 30a Cursa El Corte Inglés! ?>

La 30a Cursa El Corte Inglés!

Tók daginn snemma — miðað við að það var Sunnudagur — og var mættur niður á Katalóníu torg um níuleytið. Tilbúinn að taka þátt í Þrítugasta Kapphlaupi Ensku Hirðarinnar ásamt um það bil fimmtíu þúsund öðrum hlaupurum. La Cursa Corte Inglés er um margt sérkennilegt hlaup. Í fyrsta lagi er hlaupið ellefu kílómetrar — sem er heldur óvenjuleg vegalengd. Sér í lagi ef haft er í huga að hlaupið er ætlað sem skemmtiskokk. Í öðru lagi þá liggur hlaupið um…

Read More Read More

Cursa Bombers 2008 ?>

Cursa Bombers 2008

Klukkan hálf tíu var ég mættur á ráslínu tíunda slökkviliðsmanna hlaups Barcelona — Cursa Bombers 2008. Ég mætti snemma til að ná góðri stöðu á ráslínunni og þar með sleppa við hvað mestu traffíkina í byrjun hlaups. Markmiðið var að hlaupa kílómetrana tíu á fimmtíu mínútum. Fimmtíu mínútur er fínn tími til að stefna á. Sér í lagi vegna þess hversu fimm sinnum taflan er auðveld. Það er því tiltölulega auðvelt að reikna út við hvert kílómetra skilti hvernig hlaupinu…

Read More Read More

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum ?>

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum

Ég skrapp í dag og náði í skráningargögnin mín fyrir Cursa Bombers 2008. Eitt af því sem mér líkar vel við þetta hlaup er að það eru engin skráningarnúmer sem maður þarf að næla á sig. Þess í stað fær hver þáttakandi ekta Nike Fit Dry hlaupabol með áprenntuðu skráningarnúmeri. Þegar ég sótti bolinn minn og örflöguna þá áttaði ég mig á því að ég gerði svakaleg mistök. Ég gleymdi að taka með mér sönnun þess að ég hefði hlaupið…

Read More Read More

Tibidabo ?>

Tibidabo

Eftir að hafa um síðustu helgi ráðist á garðinn þar sem hann er hvað lægstur og hjólað um flatlendi þá var kominn tími á að lyfta hjólreiðunum á hærra plan. Ég skrapp því í dag ásamt vinnufélaga mínum upp á Tibidabo (512m). Eftir að hafa hjólað upp á toppinn settumst við niður og fengum okkur kaffi og croissant. Eftir kaffið fannst okkur of snemmt að snúa til baka til Barcelona. Við renndum okkur niður fjallið hinum megin — niður til…

Read More Read More

Sagan öll ?>

Sagan öll

Loksins hefur mér tekist að setja punktinn yfir i-ið í sögunni af Katalóníuhjólreiðunum. Síðustu tveir dagarnir eru komnir á netið. 22. september 2007:Olot — Figueres 23. september 2007: Figueres — Barcelona Bara að ég væri eins duglegur að blogga um nútíðina eins og þátíðina.

Sant Marcal de Montseny ?>

Sant Marcal de Montseny

Þá hef ég náð að vinna það stórvirki að skrá fyrsta hluta hjólaferðar minnar um Katalóníu. Sagan spannar — hvorki meira né minna — þrjá daga og lýsir dvöl minni í Montseny þjóðgarðinum. Sagan hefst á hjólaferðinni inn í þjóðgarðinn og lýsir svo tveimur fjallgöngum. 16. september 2007: Barcelona — Montseny 17. september 2007: Matagalls 18. september 2007: Les Agudes Auk þess hef ég sett nokkarar myndir frá Montseny á Flickr.

Dagbók færð aftur í tímann ?>

Dagbók færð aftur í tímann

Fyrir einum og hálfum mánuði síðan tók ég mér vikulangt sumarfrí. Ég skellti mér í vikulanga hjólaferð um Katalóníu. Áður en ég lagði af stað í ferðina lofaði ég nokkrum vandamönnum því að birta ferðasöguna á netinu. Ég stefni enn á það að standa við það loforð þó að skriftirnar gangi heldur hægt. Í dag náði ég þeim stórmerka áfanga að koma fyrsta sumarfríis deginum á netið Barcelona — Montserrat  (kort) auk þess sem ég skrifaði dagbókarfærslu sem er sjálfstætt…

Read More Read More

Barcelona — Montserrat (annar hluti) ?>

Barcelona — Montserrat (annar hluti)

Ég og vinnufélagi minn ákváðum að nota daginn til þess að reyna að ljúka við ákveðið verkefni sem við hófum fyrir einum og hálfum mánuði síðan (sjá dagbókarfærslu). Við ákváðum að reyna að klára hjólaferðina til Montserrat. Ferðin hófst við lestarstöðina í Les Fonts — á þeim stað sem hjólaferð okkar endaði forðum daga. Eins of áður fylgdum við merktri leið milli Barcelona og Montserrat (GR-6). Merkingarnar samanstanda af rauðum og hvítum línum sem eru af og til málaðar á…

Read More Read More