Browsed by
Category: Sprikl

Svartavatn ?>

Svartavatn

Ég fékk mér heitt súkkulaði í Svissnesku Nýlendunni (Colonia Suiza) eftir að hafa lokið tveggja daga göngutúr upp að Svartavatni (Laguna Negra) í Nahuel Huapi þjóðgarðinum í argentínska hluta Norður Patagóníu. Gangan hófts daginn áður í útjaðri Svissnesku Nýlendunnar. Ég þrammaði í rólegheitunum eftir vel merktri leið í gegnum fallegan skóginn. Það má segja að ég hafi sniglast áfram með húsið mitt bakpokann minn á bakinu. Leiðin var í sjálfu sér ekkert strembin en þar sem ég var með um…

Read More Read More

Marxa Gràcia Montserrat ?>

Marxa Gràcia Montserrat

Ég hef það fyrir satt að hreyfing og útivera sé holl og góð fyrir líkama og sál. Það jafnast fátt við að fá sér hressandi göngutúr úti í náttúrinni, liðka líkamann og njóta útsýnisins. Ég er þó ekki viss um að göngutúr helgarinnar geti fallið undir þessa skilgreiningu á heilsubætandi hreyfingu. Göngutúrinn var heldur þreytandi, líkaminn tiltölulega striður í lokin og útsýnið af skornum skammti. Gangan hófst á ráðhústorgi Gràcia hverfis í Barcelona klukkan fimm síðdegis á laugardegi. Eftir að…

Read More Read More

Af hlaupum og töflureiknum ?>

Af hlaupum og töflureiknum

Frá mínu sjónarhorni var árið 2006 hlaupár. Í byrjun ársins skrapp ég í búð og keypti mér nýja hlaupaskó. Næstu mánuði fór ég reglulega út að hlaupa. Með fáum undantekningum þá hljóp ég þrisvar sinnum í viku og jók smám saman vegalengdina sem ég gat hlaupið samfellt. Þá um haustið kórónaði ég árið með því að hlaupa mitt fyrsta hálfmaraþon. Frá árinu 2006 hef ég farið all nokkrum sinnum út að skokka. Ég hef hlaupið ein fjögur hálfmaraþon og nokkur…

Read More Read More

Heimamenn eða Mannheimamenn ?>

Heimamenn eða Mannheimamenn

Óli Stef og félagar Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað til Barcelona blundaði í mér sú hugmynd að það gæti værið gaman að skella sér á handboltaleik. Ég viðraði þessa hugmynd við nokkra vinnufélaga og aðra félaga með það fyrir augum að fá einhvern með mér á leik. Ég nennti ekki einn. Viðbrögðin sem ég fékk við þeirri hugmynd minni voru að jafnaði eitthvað á þessa leið: Handbolti, er það einhvers konar íþrótt? Það leið því ekki á löngu…

Read More Read More

19a Cursa CEC a Collserola ?>

19a Cursa CEC a Collserola

Ofan við Barcelona eru að öllu jöfnu hæðir. Í dag var þar fjall. Ég tók þátt í nítjánda fjallahlaupi Ferðafélags Katalóníu um Collserola fjallgarðinn. Undirbúningurinn fyrir hlaupið var heldur skrykkjóttur og lengi vel tvísýnt um þáttöku. Á þriðjudaginn í þarsíðustu viku reyndi ég að halda í við ofurmaraþonhlaupara og hljóp allt of hratt. Um síðustu helgi varð ég að láta mér stuttan hlaupasprett nægja því ég hafði ekki náð að jafna mig eftir þriðjudaginn. Ég ákvað því að taka það…

Read More Read More

Tagamanent ?>

Tagamanent

Ég skrapp í dag í fjallgöngu. Fyrir valinu var fjallið Tagamanent (1059m) í Montseny þjóðgarðinum. Þetta var í annað sinn sem ég reyni við þetta fjall. Í fyrra skiptið var ég aðeins of utan við mig á göngunni og gleymdi að beygja til vinstri þegar ég átti að gera það. Úr varð að ég villtist í kjölfarið og varð að sætta við mig við að fá mér stefnulausan göngutúr um láglendi Montseny hálf sannfærður um að ég væri á rangri…

Read More Read More

Mulla’t i corre ?>

Mulla’t i corre

Mig hefur lengi dreymt um það að þeysa á ofsahraða eftri kappakstursbraut. Finna lyktina af brennandi gúmmíi. Finna vindinn leika um andlitið. Finna adrenalínið flæða um líkamann. Finna hjartað slá hraðar. Í dag lét ég drauminn rætast. Í dag vætti ég mig til styrktar MS sjúkdómnum. Ég tók þátt í hlaupinu Mulla’t i corre per l’esclerosi múltiple — Vættu þig og hlauptu til styrkar MS. Eftir því sem ég kemst næst tíðkast það hér í Katalóníunni að væta sig til…

Read More Read More

Cursa Bombers 2009 ?>

Cursa Bombers 2009

Á undanförnum árum hef ég verið að rannsaka hvernig skilyrði henta mér best til þess að ná árangri í langhlaupum. Niðurstöður rannsókna minna eru eftirfarandi. 1) Þjálfun er betri en þjálfunarleysi. 2) Mér finnst rigningin góð. 3) Auðveldara er að ná metnaðarlausum markmiðum heldur en metnaðarfullum markmiðum. Það er næsta víst að þessar niðurstöður muni valda straumhvörfum í íþróttaheiminum. Ég tók í dag þátt í hinu árlega Cursa Bombers hlaupi. Með það fyrir augum að hámarka árangur minn þá hagaði…

Read More Read More

XXIX Mitja marató L’Espirall ?>

XXIX Mitja marató L’Espirall

Ég fékk mér í dag hlaupatúr um vínhéraðið Penedés. Það er að segja ég tók þátt í XXIX Mitja marató L’Espirall — Espirall hálf maraþoninu. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi viðrað mjög vel … allavegna til vínræktar. Að minnsta kosti skrælnaði vínviðurinn ekkert sökum mikilla þurrka. Af reynslu minni hingað til hefur mér fundist spænskir veðurspámenn heldur svartsýnir. Þeir eiga það til að spá oftar rigningu heldur en þörf er á. Mynstrið er oftast…

Read More Read More

25a Mitja Marató Sant Cugat ?>

25a Mitja Marató Sant Cugat

Fyrir um það bil ári síðan gerði ég merkilega tilraun sem — þvert á mínar væntingar — sýndi fram á að það borgar sig að þjálfa líkamann áður en reynt er að setja persónuleg met í langhlaupum (sjá nánar hér). Ég mætti því í morgun í Sant Cugat hálf-maraþonið með rúmlega mánaðar langt þjálfunar tímabil á bakinu. Markmiðið var hið sama og í fyrra — bæta minn besta tíma (sem var þá einnig minn versti tími). Það var hins vegar…

Read More Read More