Browsed by
Category: Pælingar

Má ég gista hjá þér í nótt? ?>

Má ég gista hjá þér í nótt?

Ég gekk í gærkvöldi eftir stræti í Barcelona, á heimleið heim eftir að hafa spjallað við vin minn yfir bjór á kránni, þegar ung kona stöðvaði mig á förnum vegi. „Má ég gista hjá þér í nótt?“ spurði hún. Það tók mig nokkur andartök að melta spurninguna. Hún gekk á lagið og hélt áfram að flytja sitt mál. „Ég bý á götunni. Sef í anddyrum banka. Það er mjög hættulegt fyrir konur, þú veist. Má ég gista hjá þér? Bara…

Read More Read More

Mynnisleysi ?>

Mynnisleysi

Í morgun sat ég með rauðan penna í hönd og las yfir handrit að smásagnasafninu mínu. Neðst á einni blaðsíðunni kom ég auga á orðið mynnisleysi. Rauði penninn fór á flug og skipti ufsiloninu út fyrir einfaldari staf. Þó ég væri að vissu leyti sáttur við það að nú væri einni stafsetningarvillunni færra í handritinu þá sá ég samt sem áður á eftir mynnisleysinu.  Mér fannst eitthvað svo fallegt við orðið. Það væri synd að láta það fara til spillis….

Read More Read More

Er stysta röðin ávallt best? ?>

Er stysta röðin ávallt best?

Ég flaug í dag frá Barcelónu til Madrídar. Líkt og fyrri daginn þá spurði ég mig áleitinnar spurningar við innritunarborðið. Að þessu sinni spurði ég mig hvort stysta röðin væri ávallt sú besta. Ég spurði mig þessarar spurningar eftir að hafa valið stystu röðina við innritunarborðin. Við borðið stóðu kona og lítil stúlka. Fyrir framan mig í röðinni var portúgalskt par. Það var allt og sumt. Það gekk hægt að rita inn konuna og stúlkuna. Konan sem vann við innritunarborðið…

Read More Read More

Skilgreining á grænmetisætu ?>

Skilgreining á grænmetisætu

Ég heyrði yfir hádegismatnum áhugaverða skilgreiningu á grænmetisætu: ,,Grænmetisæta er hver sá sem hefur sérþarfir varðandi mataræði — til dæmis sá sem ekki borðar grænmeti.'' Í fyrstu fannst mér skilgreiningin vera algerlega út í hött. Þegar ég var búinn að melta hana í smá tíma þá fannst mér hún líkjast sjálfum mér — hún var ekki eins vitlaus og hún leit út fyrir að vera. Við þekkjum öll grænmetisætur sem borða samt ávexti. Flest þekkjum við grænmetisætur sem borða samt…

Read More Read More

Minni-hluta stjórn ?>

Minni-hluta stjórn

Ég get ekki sagt að ég sé mikill stuðningsmaður ríkisins. Mér finnst afar leiðinlegt að sjá hvernig ríkið virðist með engu móti geta staðist að vera með puttana í öllum sköpuðum — og vansköpuðum — hlutum. Oft er um að ræða afar stóra hluti eins og ríkisstyrktar risavirkjanir, rándýrar tónlistarhallir, mikilfenglegar sendiráðsbyggingr, rausnarlega félagslega aðstoð við hátekjufólk, kostnaðarsöm framboð í öryggisráð og svo framvegis. Það er mér því til mikillar gleði að loksins sé komin minni-hluta stjórn á Íslandi. Ég…

Read More Read More

Hvenær er best að finna hluti? ?>

Hvenær er best að finna hluti?

Fram til dagsins í dag hef ég verið á þeirri skoðun að eftir að hlutir týnast þá er jafnan nytsamlegt að finna þá aftur. Það gerðist í sjálfu sér ekkert í dag sem breytti þessari skoðun minni. Hins vegar komst ég að því í dag að til eru nytsamlegri atburðir en að finna hluti eftir að þeir týnast. Til dæmis er mun nytsamlegra að finna hluti áður en þeir týnast. Með því að finna hluti áður en þeir týnast er…

Read More Read More

Hjólaöryggi ?>

Hjólaöryggi

Að vanda brunaði ég á hjólinu niður Carrer del Torrent de les Flors í morgun á  leið minni í vinnuna.  Ég naut þess að láta ferskan morgun andvarann leika um hárið. Það var eitthvað dásamlega óvenjulega ferskt við andvarann. Eitthvað mjög undarlegt. Eitthvað grunsamlega undarlegt. Það var eitthvað eins og ekki átti að vera. Eftir nokkra sekúnda umhugsun rann það upp fyrir mér að ég hafði gleymt hjólahjálminum heima. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að hjóla hér í Barcelona…

Read More Read More