Browsed by
Category: Óflokkað

Um skynsemi ?>

Um skynsemi

Um síðustu helgi skrapp ég í bæinn til þess að kaupa mér yfirhöfn. Eftir að hafa pínt mig í nokkrar búðir þá fann ég í Zöru yfirhöfn sem mér leist nokkuð vel á. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég ákveðið að kaupa flíkina án tafar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri kannski skynsamlegt að hugsa sig tvisvar um; kíkja á hvað væri á boðstólum í öðrum verslunum; og taka síðan að vel yfirlögðu ráði…

Read More Read More

Ekki naga neglurnar ?>

Ekki naga neglurnar

Svo lengi sem ég get munað hafa móðir mín og systir tönnlast á því að ég ætti ekki að tönnlast á nöglunum mínum. Í gær barst þeim óvæntur liðsauki í baráttu sinni gegn naglaáti mínu. Leiðbeinandi minn ráðlagði mér að naga ekki neglurnar. Allavegana rétt á meðan ég héldi fyrirlestra. Hann sagði að ég hefði nagað neglurnar í fyrirlestri sem ég hélt fyrir vinnufélaga mína á mánudaginn. Honum fannst það ekkert sérlega smekklegt.

Gervigreind í lágum löndum ?>

Gervigreind í lágum löndum

Á fimmtudag og föstudag sótti ég sextándu belgísk-hollensku gervigreindar ráðstefnuna. Ráðstefnan var haldin í Groningen. Á þessum tveimur dögum fræddist ég heilmikið um lærdóm véla (e. machine learning). Ekki þó vegna þess að ég hafi hlusta á svo marga vélalærdóms fyrirlestra. Ástæðan var einfaldlega sú að ég ákvað að gista heima hjá mér á milli ráðstefnudaga. Ég eyddi því mörgum klukkutímum í lest milli Amsterdam og Groningen. Ég notaði tímann til að lesa vélalærdóms bók. Á föstudeginum hélt ég erindi…

Read More Read More

Bölvaðar elsku Flugleiðir ?>

Bölvaðar elsku Flugleiðir

Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá bölva ég Flugleiðum í hvert sinn sem ég skelli mér til Íslands. Mér finnst verðið oft helst til hátt. Ég hef kvartað yfir skorti á samkeppni. Í nóvember fer ég á tvær ráðstefnur í Washington. Ég keypti mér í dag flugfar vestur um haf. Ég var afar ánægður að þurfa ekki að versla við okrarana hjá Flugleiðum enda er næg samkeppni í flugi milli Amsterdam og Washington. Eftir að hafa leitað um stund á…

Read More Read More

Hjól, hálsmál og geitungur ?>

Hjól, hálsmál og geitungur

Í morgun varð ég fyrir stórskemmtilegri lífsreynslu (hún er alla vegana skemmtileg þegar ég lít til baka). Geitungi tókst að fljúga ofan í hálsmálið hjá mér þar sem ég hjólaði í vinnuna. Þar sem mér er ekkert sérlega vel við það að hafa geitunga innanklæða þá hófst ég strax handa við að gyrða skyrtuna og bolinn upp buxunum. Á sama tíma reyndi ég að stugga við geitungnum í þeirri von um að hann flygi niður og undan skyrtunni. Geitungurinn tók…

Read More Read More

Kominn heim frá Sardiníu ?>

Kominn heim frá Sardiníu

Ég kom í gær til baka til Amsterdam eftir tveggja vikna dvöl á eynni Sardiníu. Ferðin var sambland af skóla og sumarfríi. Í stuttu máli var ferðin bæði fróðleg og skemmtileg. Á næstu dögum ætla ég að reyna að skrifa í dagbókina útdrátt af sögu ferðarinnar. Alls skrifaði ég fimmtíuogsex blaðsíðna (A5) ferðasögu á meðan á ferðinni stóð. Ég veit hins vegar ekki hvort eða hvenær ég mun nenna að koma henni allri á tölvutækt form. Hér kemur alltént fyrsti…

Read More Read More

Eyjuhopp ?>

Eyjuhopp

Nú er ég búinn að pakka og er tilbúinn að halda af stað í eyjuhopp dagsins. Fyrst skrepp ég til Bretlandseyju. Þaðan tek ég svo flugið til Sardiníu. Fyrstu tvær næturnar verð ég í Cagliari. Á sunnudagskvöldið liggur leiðin á strandhótel í nágrenni við Pula. Þar verð ég í sumarskóla fram á föstudag. Hvað tekur við að sumarskólanum loknum er ekki ljóst. Ég hlýt að geta fundið upp á einhverju sniðugu.

Skin milli skúra ?>

Skin milli skúra

Kerfisstjórarnir komu tölvunni í gang í morgun. Sem betur fer virtust engin gögn hafa tapast. Það var því þungu fargi af mér létt. Ég treysti harða disknum þó ekki meira en svo að ég byrjaði strax á að afrita mikilvægustu gögnin mín yfir á aðra tölvu. Það virðist hafa verið góð ákvörðun hjá mér. Harði diskurinn gaf sig nefnilega á ný seinnipart dagsins. Nú má hins vegar mín vegna kasta disknum út í hafsauga því að mikilvægustu gögnin mín eru…

Read More Read More

Óblíðar móttökur ?>

Óblíðar móttökur

Það voru heldur óblíðar móttökurnar sem ég fékk við komuna til Amsterdam. Í póstkassanum heima beið mín bréf frá umsjónarmanni stúdentagarðanna. Þar var mér tilkynnt að borist hefðu kvartanir frá nágrönnum mínum vegna hávaða sem bærist frá íbúðinni minni. Kvartað var yfir að reglulega væru haldnar veislur sem stæðu langt fram á nótt. Veislurnar einkenndust af háværum umræðum á svölunum og ærandi tónlist. Af og til áttu veisluhöldin að hafa farið svo illilega úr böndunum að lögregla var kölluð á…

Read More Read More