Um skynsemi
Um síðustu helgi skrapp ég í bæinn til þess að kaupa mér yfirhöfn. Eftir að hafa pínt mig í nokkrar búðir þá fann ég í Zöru yfirhöfn sem mér leist nokkuð vel á. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég ákveðið að kaupa flíkina án tafar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri kannski skynsamlegt að hugsa sig tvisvar um; kíkja á hvað væri á boðstólum í öðrum verslunum; og taka síðan að vel yfirlögðu ráði…