Browsed by
Category: Óflokkað

Fúll á móti gamall karl ?>

Fúll á móti gamall karl

Ég lauk í dag við að rýna greinar fyrir SIGIR 2005 ráðstefnuna. Þegar ég hafði sent minn dóm þá fékk ég að sjá dóma samrýnenda minna. Það gilti um allar greinarnar að ég var sá rýnir sem lægstu einkunnir gaf. Annað hvort er ég einstaklega kröfuharður rýnir eða ég er einfaldlega orðinn fúll á móti gamall karl. Ég er sannfærður um að fyrri staðhæfingin sé sönn. Ég er hins vegar nokkuð viss um að greinarhöfundarnir muni trúa seinni skýringunni. Það…

Read More Read More

Á skautum neðan sjávarmáls ?>

Á skautum neðan sjávarmáls

Ég fór á skauta í dag ásamt nokkrum vinum mínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fer á skauta hér í Hollandi. Þetta var að öllum líkindum jafnframt í fyrsta sinn sem ég fer á skauta undir sjávarmáli. Ég var búinn að gleyma því hvað það getur verið gaman á skautum. Ég stóð mig barasta nokkuð vel, þrátt fyrir að hafa ekki farið nema um það bil þrisvar sinnum á skauta síðustu tuttugu árin. Ég datt þó nokkrum sinnum….

Read More Read More

Snjór, snjókast og snjókarl ?>

Snjór, snjókast og snjókarl

Það var allt á kafi í snjó þegar ég vaknaði í morgun. Ég iðaði allur í skinninu. Í tilefni dagsins ákvað ég að skilja hjólið eftir heima og ganga í vinnuna. Á leiðinni æfði ég mig í snjókasti. Snjórinn var hæfilega blautur til að búa til fína snjóbota. Eitthvað var hann hins vegar áttavilltur, snjórinn, því að fæstir snjóboltarnir rötuðu þangað sem ég miðaði. Allavegana ekki til að byrja með. Snjórinn á háskólalóðinni var svolítið betri. Ég gat hitt nokkur…

Read More Read More

Nýtt skráasafn ?>

Nýtt skráasafn

Í dag bjó ég til skráasafn. Það væri nú ekki í frásögur færandi nema vegna þess að skráasafnið heitir því skemmtilega nafni "thesis". Dagurinn í dag verður því lengi í minnum hafður sem dagurinn þegar ég byrjaði formlega á því að skrifa doktorsritgerðina mína. Vinnuheiti ritgerðarinnar er "bs-thesis". Skammstöfunin "bs" er sveigjanleg. Hvernig ég túlkana hana fer eftir því í hvernig skapi ég er. Á góðum dögum mun hún standa fyrir "brain storming". En miðað við gang mála undanfarna mánuði…

Read More Read More

Vetrarhörkur ?>

Vetrarhörkur

Nú ganga heilmiklar vetrarhörkur yfir Holland. Það kynngir niður snjó. Það fer nú kannski ekki mikið fyrir snjónum í Amsterdam miðri. Hins vegar eru snjóþyngsli heldur meiri inn til sveita.  Ég þurfti að hjóla í gegnum allt að fimmtíu millimetra jafnfallinn snjó á leiðinni í vinnuna í morgun. Eins og venja er í þvílíku fannfergi þá fór umferð öll úr skorðum í morgun. Þegar mest var mældist lengd biðraða á hraðbrautum landsins fimmhundruðogsextíu kílómetrar. Fróðir menn segja að það sé…

Read More Read More

Kosningaskjálfti ?>

Kosningaskjálfti

Ég fékk í gær bréf frá borgaryfirvöldunum hér í bæ. Þau vildu undirbúa mig fyrir kosningarnar sem eru í nánd. Það er að segja kosningarnar í Írak. Þar sem að mikil spenna er í kringum kosningarnar þá verður ströng öryggisgæsla við alla kjörstaði. Það er því mikilvægt að ég sé vel upplýstur um þau öryggisatriði sem mig snerta. Hingað til hafði ég talið mig búa í nægilegri fjarlægð frá Írak til að ég væri nokkurn veginn úr skotlínu. Það vill…

Read More Read More

Ratleikur og upplýsingaleit ?>

Ratleikur og upplýsingaleit

Í morgun lá leiðin til Utrecht til að halda fyrirlestur á Hollensk-Belgísku upplýsingaleitarráðstefnunni. Þar sem að ég var fyrsti fyrirlesari dagsins þá ákvað ég að mæta tímanlega á svæðið, svona til vonar og vara ef að mér gengi erfiðlega að finna ráðstefnusalinn. Ég bjóst að vísu ekkert við að lenda á villigötum, enda voru leiðbeiningarnar skýrar. Ég þurfti bara að taka strætó 11 eða 12 frá aðalbrautarstöðinni í Utrect til De Uithof og þá væri ég kominn. Eða það hélt…

Read More Read More

Nýtt ár ?>

Nýtt ár

Eitt sinn sagði skáldið eitthvað á þessa leið: "Í Kollafirði og Keflavík; Það koma áramót". Það má því með sanni segja að áramót séu fjölþjóðlegur viðburður. Að þessu sinni upplifði ég sérlega fjölþjóðleg áramót. Nánar tiltekið upplifði ég fjórþjóðleg áramót. Ég hélt nefnilega upp á áramótin með Rússa, Eþíópíubúa og Úkraínumanni. Við hittumst heima hjá mér og borðuðum saman þríþjóðlega máltíð. Á borðum var hangikjöt, kartöflur, hvít sósa með grænum baunum, rauðkál, flatbrauð, eþíópískur lambakjötspottréttur og ristað brauð með sardínum…

Read More Read More

Washington D.C. II ?>

Washington D.C. II

Ég kom í síðustu viku til baka frá Bandaríkjunum. Ferðin var afar skemmtileg. Vikurnar tvær voru þó afar ólíkar. Fyrri vikuna gisti ég á hóteli skammt frá miðbæ Washington D.C. (að vísu í öðru fylki, rétt hinum megin við ána). Seinni vikuna gisti ég á móteli milli hraðbrauta og lestarteina. Á mótelinu gistu aðeins TRECers og TRUCKers. Áhugaverð blanda. Í menningunni í Washington kíkti ég á nokkur söfn (auk þess að sitja CIKM ráðstefnuna). Ég skrapp á Loft- og Geimferða…

Read More Read More

Washington D.C. ?>

Washington D.C.

Eftir morgunkaffið liggur leiðin út á flugvöll. Ég er á leiðinni í fyrirlestraferð um Bandaríkin. Ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og halda fyrirlestra. Eða svona næstum því. Ég mun eiginlega bara halda einn fyrirlestur. En ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Eða svona næstum því. Ég mun ferðast annað hvort vítt eða breitt um úthverfi Washington D.C. Fyrst dvel ég viku í Arlington, VA. Þar sæki ég ráðstefnu um upplýsinga- og þekkingarmeðhöndlun (Conference on Information…

Read More Read More