Browsed by
Category: Óflokkað

Sundknattleikur (taka 2) ?>

Sundknattleikur (taka 2)

Ég fór á mína aðra sundknattleiksæfingu í kvöld. Ég fór á mína fyrstu æfingu í júní síðastliðunum. Þá gekk nú ekki betur en svo að ég sprakk á limminu eftir upphitunina og gat ekki spilað neitt. Í þetta skipti var mér lofað að það væri enginn þjálfari á svæðinu og því fælist æfingin bara í að kasta bolta á milli og leika sér. Ég ætti að geta ráðið við það. Það var fámennt á æfingunni og við ákváðum að synda…

Read More Read More

Viðtalshæfur ?>

Viðtalshæfur

Í dag leystist úr símanúmerarugli gærdagsins. Atvinnuviðtal gærdagsins fór því fram í dag. Það er þó á mörkunum að viðtalið ætti að kallast atvinnuviðtal. Bróðurparturinn líktist heldur munnlegu prófi í greiningu reiknirita. Þar má segja að sameinast hafi tvær athafnir sem ég er ekkert sérlega hrifinn af. Annars vegar að fara í munnlegt próf og hins vegar að tala í síma. Ekki bætti úr skák að ég hef lítið fengist við greiningu reinkirita síðan ég sat námskeiðið Greining reiknirita vorið…

Read More Read More

Fyrstu kynni ?>

Fyrstu kynni

Sagt er að fyrstu kynni séu afar mikilvæg. Þetta á ekki síst við um atvinnuviðtöl. Til dæmis ef um símaviðtal er að ræða er ekki vitlaust að taka upp tólið, kynna sig og bjóða kurteislega góðan daginn. Eftir góða byrjun er eftirleikurinn fáfengilegur. Ég átti bókað atvinnuviðtal klukkan átta í kvöld. Ég sat því heima í stofu með farsímann mér við hlið og beið þess að viðmælandi minn hringdi. Tíu mínútum fyrir átta ákvað ég af rælni að kíkja á…

Read More Read More

Endurkoma ?>

Endurkoma

Eftir að hafa lennt í basli með vefþjóninn minn hafa dagbókarskrif legið niðri um all langt skeið. Grey vefþjónninn átti  í vandræðum með að ráða við alla viagra sölumennina sem höfðu áhuga á að gera athugasemdir við dagbókarfærslunar mínar. Nú hef ég því ákveðið að færa dagbókina mína yfir á annan vefþjón. Vefþjón sem ég vona að sé betur í stakk búinn til að þola athugasemdir frá viagra sölumönnum. Mér er því ekkert að vanbúnaði að halda dagbókarskrifum áfram. Af …

Read More Read More

Hvenær kaupir maður hjól og hvenær kaupir maður ekki hjól ?>

Hvenær kaupir maður hjól og hvenær kaupir maður ekki hjól

Ég tók eftir því um daginn að afturdekkið á hjólinu mínu er tekið að slitna. Það má allteins fara að búast við að blaðran þrengi sér út um dekkið og springi með tilheyrandi hvelli. Það hefur því hvarlað að mér að gera eitthvað í málinu. Að öllu jöfnu myndi ég fara að huga að því að best væri að kaupa nýtt hjól (les. tiltölulega minna ónýtt hjól). Hins vegar er ég hikandi. Ég er alvarlega að hugsa um að láta…

Read More Read More

Hamingja í Hollandi ?>

Hamingja í Hollandi

Á föstudaginn lauk fjögurra vikna heimsókn minni til Íslands. Ég hélt til baka til Amsterdam. Las í dag frétt á mbl.is. Fréttin hermir að Hollendingar séu núna hamingjusamasta þjóð Evrópu. Ætli það sé endurkomu minni að þakka? Það er ekki gott að segja. Hins vegar minnir mig að í gamla daga, þegar ég bjó á Íslandi, þá hafi Íslendingar borið þennan titil. Ég var duglegur við fjallgöngu, sund og ferðalög fyrstu vikuna á Íslandi. Í tæpar tvær vikur þar á…

Read More Read More

Breyttir tímar ?>

Breyttir tímar

Langt er liðið síðan ég sá íslenska lansliðið í handknattleik spila. Raunar er all langt síðan ég sá handboltaleik seinast. Því var kippt í liðinn í dag. Margt hefur breyst í handboltaheiminum síðan ég sá til hans seinast. Íslendingar vinna Svía og meðalaldur sænska lansliðsins er undir sextugu. Ætli þetta séu óháðar breytur? Skrapp í fylgd jeppafólks upp að Hvítárvatni um helgina. Fengum okkur langa siglingu upp að löngum jökli. Mér tókst að ná mér í smá sólbruna og kvef…

Read More Read More

Uppfinning dagsins ?>

Uppfinning dagsins

Uppfinning dagsins er hiklaust sundskýluþurkunarvélin í Laugardalslauginni. Það er órtúlegt hversu jafn gagnlaus hlutur getur verið gagnlegur. Ég er ekki frá því að bjór-meðferðin í gær hafi svín-virkað. Ég var næstum laus við harðsperrur í morgun. Ég var meira að segja nógu hress til að skreppa í sund og synda kílómtetra.

Esja ?>

Esja

Eftir heldur slaka frammistöðu á sundknattleiksæfingu gærkvöldsins ákvað ég að finna eitthvað verðugra verkefni fyrir fætur mína en að sprikla í vatni. Ég ákvað því að skella mér á Esjuna í kvöld. Gangan gekk betur en ég bjóst við. Ég var ekki nema klukkutíma og fimmtíu sekúndur upp á Þverfellshorn. Það ku vera u.þ.b. fjórum mínútum og tíu sekúndum betri tími en í fyrrasumar. Það er hins vegar u.þ.b. fimm mínútum og fimmtíu sekúndum frá mínum besta tíma. Ég er…

Read More Read More

Sundknattleikur ?>

Sundknattleikur

Ég fór í kvöld á mína fyrstu sundknattleiksæfingu. Æfingin fór fram í innilauginni í Laugardal. Ég get nú ekki sagt að ég sjái fram á langan og farsælan sundknattleiksferil. Ég var nefnilega gersamlega búinn eftir að upphituninni lauk. Ég lét mér því nægja að horfa á þegar alvöru gamanið byrjaði. Eftir að hafa horft um stund þá skellti ég mér út í útilaugina og synti fimmhundruð metra. Hver veit nema ég gerist atvinnumaður í sundknattleiksupphitun. Og þó. Ég held ég…

Read More Read More