Sundknattleikur (taka 2)
Ég fór á mína aðra sundknattleiksæfingu í kvöld. Ég fór á mína fyrstu æfingu í júní síðastliðunum. Þá gekk nú ekki betur en svo að ég sprakk á limminu eftir upphitunina og gat ekki spilað neitt. Í þetta skipti var mér lofað að það væri enginn þjálfari á svæðinu og því fælist æfingin bara í að kasta bolta á milli og leika sér. Ég ætti að geta ráðið við það. Það var fámennt á æfingunni og við ákváðum að synda…