Browsed by
Category: Óflokkað

Afkastamikill í dag ?>

Afkastamikill í dag

Ég kom miklu í verk í dag. Ég byrjaði daginn á að breyta LCD skjánum á tölvunni minni í snertiskjá. Varð mér síðan úti um íbúðalán hjá Den Danske Bank á góðum kjörum, fann ástina, og seldi nokkrar Web 2.0 vefsíður. Annars fannst mér aprílgabbið hjá mbl nokkuð gott. Glætan að nokkuð lið gæti komist með tærnar þar sem Famarar hafa hælana.

Persónulegt met ?>

Persónulegt met

Nú er all langt síðan ég skrifaði seinast í dagbókina. Þá var ég staddur í Bandaríkjunum vegna atvinnuviðtals. Þó atvinnuviðtalið hafi gengið ágætlega (þ.e. þrjú af fjórum viðtölum gengu vel) þá var mér ekki boðið starfið sem ég sótti um. Þrátt fyrir að ferðin hafi ekki borið tilætlaðan árangur þá var alls ekki um fýluferð að ræða. Ég fékk "ókeypis" ferð til Bandaríkjanna; ég hafði tíma til að skoða mig um í Seattle; og  mikilvægast af öllu þá lét ég…

Read More Read More

Fyrirheitna landið ?>

Fyrirheitna landið

Klukkan er núna 19:30 PST (4:30 EST). Ég er enn vakandi. Ég á þó í mesta basli með að halda augunum opnum. Búinn að vera á fótum síða 6:30 EST í morgun. Ætla að reyna að þrauka í allavegana hálftíma lengur. Mikið er gott að hafa þrálaust net inni á hótelherbergi. Mér tókst að komast áfallalaust á hótelið í Bellevue, WA. Eftir að hafa tekið upp úr töskunni taldi ég best að yfirgefa hótelherbergið. Var hræddur um að sofna. Þess…

Read More Read More

Hálftímamismunaraðlögun ?>

Hálftímamismunaraðlögun

Mér tókst að halda mér vakandi nógu lengi til að horfa á Super Bowl á aðfaranótt mánudags. Síðan þá hefur mér tekist að halda áfram að fara seint að sofa. Hins vegar hefur mér gengið illa að sofa frameftir. Í morgun þurfti ég að fara á fund snemma og á morgun þarf ég fara tiltölulega snemma út á flugvöll. Mér hefur því einungis að hálfu leyti tekist að undirbúa mig fyrir tíma mismuninn milli Amsterdam og Seattle. Ég fer seint…

Read More Read More

Vonlaus óreglumaður ?>

Vonlaus óreglumaður

Það vill stundum til að líf fólks lendir í óreglu. Sólarhringnum er snúið við. Fólk fer seint að sofa og sefur lengi frameftir á daginn. Það getur verið afar erfitt að koma reglu á óregluna. Það getur reynst torvelt að velta sólarhringnum til baka. Ég á þessa stundina ekki við ofangreint vandamál að stríða. Þvert á móti. Síðustu daga hef ég árangurslaust reynt að koma óreglu á líf mitt. Ég hef reynt að fara seint að sofa. Ég hef reynt…

Read More Read More

Á réttri hillu ?>

Á réttri hillu

Eyddi deginum í að krukka í tölur, búa til súlurit, og greina gögn.  Tilgangurinn var að varpa ljósi á það hvernig notendur hegða þegar þeir nota XML leitarvélina mína. Ég tók mér þó smá frí frá súluritunum til að athuga hvort ég væri ekki örugglega á réttri hillu … Your Scholastic Strength Is Evaluating You are great at looking at many details and putting them all together. You are talented at detecting subtle trends, accuracy, and managing change. You should…

Read More Read More

Er Laxnes höfuðstaður Roklands? ?>

Er Laxnes höfuðstaður Roklands?

Ég er þessa dagana á ferðalagi um Rokland. Fararstjóri ferðarinnar er Hallgrímur Helgason. Þó ég sé að kynnast íbúum Roklands í fyrsta sinn þá kemur þessi þjóðflokkur mér kunnuglega fyrir sjónir. Fólkið hér minnir um margt á sögupersónur. Það er eins og klippt út úr sögu Halldórs Laxness. Mig rámar í að hafa séð viðtal Gísla Marteins við Hallgrím. Gísli spurði Hallgrím hvort hann þyrfti að bíða þess á morgnana að andinn kæmi yfir hann áður en hann gæti hafið…

Read More Read More

Rauð jól ?>

Rauð jól

Jólin eru tími kærleika og friðar. Á slíkum kærleikstímum er sælt að gefa. Því hlaupa Íslendingar upp til handa og fóta og gefa sínum nánustu fallegar gjafir. Efst á listanum eru frásagnir af ofbeldi, morðum og öðrum viðbjóði. Arnaldur selst sem aldrei fyrr. Það voru rauð jól í ár. Blóðrauð. Það er því hætt við því að margir Íslendingar hafi upplifað blöndu af kærleik og hryllingi um þessi jól. Þar er ég engin undantekning. Án þess að hika fór ég…

Read More Read More

Gleðileg jól ?>

Gleðileg jól

Dagbókin sendir hugheilar jólakveðjur til lesenda sinna nær og fjær með von um að jólasteikin renni ljúft niður. Fór í skötuboð í gærkveldi. Mikið er kæst skata vondur matur. Ekki skánar hún mikið við að henni sé kæft í bræddu spiki. Sem betur fer var ég vel undirbúinn fyrir máltíðina. Saddur. Ég renndi þó niður einu skötustykki. Bara til að hafa jólahrollvekju til að skrifa í dagbókina.