Browsed by
Category: Óflokkað

Miðaldir eða miðaldir ?>

Miðaldir eða miðaldir

Í ágústbyrjun kom út hér í Hollandi græna bókarkornið — bók sem inniheldur rétta ritun hollenskra orða. Bókin er gefin út af félagi hollenskra, belgískra og súrínamskra málfræðinga. Ekki eru allir á eitt sáttir varðandi hollenska stafsetningu. Margir eru ósáttir við nýju stafsetninguna. Til dæmis finnst mörgum að Miðaldir eigi að skrifa með stóru emmi. Fyrsta ágúst breyttist hins vegar opinber stafsetning Miðalda úr Miðöldum í miðaldir. Í dag kom út hvíta bókarkornið — svar óánægðra stafsetjara við græna bókarkorninu….

Read More Read More

Útlendingur frá framandi menningarheimi ?>

Útlendingur frá framandi menningarheimi

Í tilefni þess að ég hef nú búið í Hollandi í rúm fimm og hálft ár þá fannst mér við hæfi að leggja mat á það hversu vel ég hef náð að aðlagast hollensku samfélagi. M.ö.o. þá var ég í dag leiður á ritgerðarskrifum og ákvað því eyða nokkrum mínútum í að taka persónuleikapróf á netinu. Prófið nefnist De Nationale Inburgering Test og er eftirlíking prófs sem lagt er fyrir útlendinga sem sækja um hollenskt ríkisfang. Prófinu er ætlað að…

Read More Read More

Skothús í stað kirkju ?>

Skothús í stað kirkju

Ég gekk í dag frá dagsetningu fyrir doktorsvörnina mína. Vörnin mun fara fram fimmtudaginn 14. desember 2006 í De Doelenzaal. Að öllu jöfnu fara doktorsvarnir fram í Aula, lútherskri kirkju í bænum. Kirkjan sú var hins vegar fullbókuð í desember. Ég verð því að láta mér skothúsið nægja. Það er mikill léttir að hafa náð að negla niður þessa dagsetningu. Mér leist ekki á blikuna þegar ég fékk að vita að kirkjan væri fullbókuð í desember. Ég sá fram á…

Read More Read More

Roetersrun ?>

Roetersrun

Ég tók í dag þátt í fyrsta (árlega) Roetershlaupinu. Hlaupið var rúmlega fjóra hringi í kringum einn háskóla kampusinn. Alls fimm kílómetra. Erfiðasti hluti brautarinnar var yfir tvær heldur brattar brýr. Í upphafi hlaupsins var varað við því að bíl væri lagt upp við enda annarar brúarinnar. Það reyndist hins vegar mögulegt að fjarlægja bílinn í tæka tíð. Hins vegar gerðist það um miðbik hlaupsins að tankbíll mætti á svæðið til þess að fylla á byrgðir efnafræðideildarinnar. Það þurfti því…

Read More Read More

Orka = ½ massi · hraði² ?>

Orka = ½ massi · hraði²

Því er oft haldið fram fólk fyllist af orku eftir að það byrjar að hreyfa sig reglulega. Nú eru fjórtán vikur síðan ég byrjaði að fara reglulega út að hlaupa.  Síðan þá hef ég hlauðið að meðaltali 13,94 kílómetra á viku (miðgildi 14,6). Ég get þó ekki sagt að ég hafi fundið fyrir aukinni orku á þessum tíma. Þvert á móti finn ég fyrir aukinni þreytu. Kannski er ég barasta ekki nógu mikill massi.  Eða þá að ég hleyp ekki…

Read More Read More

Nýtt leikfang ?>

Nýtt leikfang

Það tók mig 13 mínútur og 17 sekúndur að hjóla þá 4,32 kílómetra sem eru á milli vinnunnar og heimilisins. Að meðaltali tók það mig 3 mínútur og 5 sekúndur að hjóla hvern kílómetra. Sneggsta kílómetrann hjólaði ég á 2 mínútum og 8 sekúndum. Meðal hjartsláttur á leiðinni var 128 slög á mínútu. Mesti hjartsláttur á leiðinni var 140 slög á mínútu. Enn hvað það er alltaf gaman að fá nýtt leikfang.

Málefnalegar persónuárásir ?>

Málefnalegar persónuárásir

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér varðandi stjórnmál þá er það málefnlaleg umræða. Það er miklu skemmtilegra ef stjórnmálin snúast um persónur, ímyndir og merkingarlausa orðaleppa. Ég skemmti mér því nokkuð vel þegar ég sá eftirfarandi sjónvarpsauglýsingu frá breska verkamannaflokknum. En þó svo að auglýsingin hafi verið skemmtileg þá fannst mér hún þó aðeins of málefnaleg.

Wikiii á íslensku ?>

Wikiii á íslensku

Fyrir nokkrum mánuðum síðan bjó ég til leitarvélina Wikiii. Wikiii er leitarvél fyrir alfræðiritið Wikipediu. Wikiii lætur sér ekki nægja að benda notendum sínum á réttar vefsíður heldur bendir Wikiii á réttan stað innan réttra vefsína. Það er að segja, þannig virkar leitarvélin allavegana ,,fræðilega séð". Það vantar smá fínstillingu svo að hún virki einnig þannig í raun. Fyrsta útgáfa vélarinnar leitaði einungis í ensku útgáfu Wikipediu. Um helgina hef ég endurbætt vélina. Nú einnig hægt að leita í íslensku…

Read More Read More

Hundrað kílómetrar ?>

Hundrað kílómetrar

Á um það bil eins og hálfs árs fresti tek ég mig til og byrja á heilsuátaki. Ég lýsi hreyfingarleysinu stríði á hendur. Ég kaupi mér nesti og nýja hlaupaskó og fer reglulega út að hlaupa. Þessi heilsuátök mín eiga það til að verða heldur skammvinn. Skammhlaup. Stríðið hefst með tveggja til þriggja vikna leiftursókn gegn hreyfingarleysinu. Stuttu síðar er skrifað undir friðarsamninga. Nýju hlaupaskórnir eru settir inn í skáp og ég legst upp í sófa og borða nestið. Laugardaginn…

Read More Read More