Browsed by
Category: Óflokkað

Pappakassar ?>

Pappakassar

Ég varð mér í gær úti um nokkra pappakassa og byrjaði að pakka saman mínu hafurtaski. Dagar mínir hér í Amsterdam verða brátt taldir. Það er kominn tími til að flytja sig um set — færa sig aftar í stafrófsröð borga í útlöndum. Ég fer þó ekki langt aftur í stafrófið. Ég mun setja stefnuna suður á bóginn. Nánar tiltekið til Spánar. Enn nánar tiltekið til Barcelona. Nánar get ég ekki tiltekið að sinni. Ég á nefnilega eftir að finna…

Read More Read More

Flásaga ?>

Flásaga

Andrew Losowsky er breskur blaðamaður, rithöfundur, og ljósmyndari. Undanfarin tvö á hefur hann unnið að verkefninu Flicktion: Doorbells of Florence sem fólst í því að taka ljósmyndir af dyrabjöllum í Flórens, setja myndirnar á flickr og skrifa smásögu um hverja mynd (flickr + fiction = flicktion). Verkefninu er nú lokið og hafa sögurnar verið gefnar út á bókarformi. Eftir að hafa notið þess að lesa nokkrar af flásögum (flickr smásögum) Andrews ákvað ég í morgun að spreyta mig á að…

Read More Read More

Ljósmyndaminni ?>

Ljósmyndaminni

Undanfarna daga hef ég af og til dundað mér við að flytja ljósmyndaalbúmin mín yfir í Flickr — smellið hér til þess að sjá afraksturinn. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við Flickr er hversu auðvelt er að koma myndunum sínum á kortið — það er að segja svo fremi sem maður veit hvar myndirnar voru teknar. Ég eyddi talsvert miklum tíma í það um helgina að reyna að staðsetja myndirnar mínar. Erfiðasta verkefnið var að koma Cagliari á…

Read More Read More

Jólabókarýni ?>

Jólabókarýni

Nú þegar jólin eru að baki er ekki úr vegi að rýna jólabækurnar. Ég las þrjár bækur í jólafríinu: Arnald, Yrsu og Ævar Örn. Yrsa og Ævar stóðu fyrir sínu. Þau töfruðu fram það sem af þeim var vænst. Þau reiddu fram sögur sem gott er að lesa í jólafríi. Áreynslulausa afþreyingu. Sagan hefst á fyrstu blaðsíðu og henni lýkur á þeirri síðustu. Þess á milli rennur sagan ljúft niður. Vel smurð af spennu. Að lestri loknum situr lesandinn eftir…

Read More Read More

Blogg ársins ?>

Blogg ársins

Í tilefni áramóta ákvað ég að kíkja á bloggfærslur ársins og taka saman hvað bar hæst á árinu. Helsta niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að ég bloggaði næstum ekkert á árinu. Þ.e. ég skrifaði einungis 23 bloggfærslur (þessi bloggfærsla er númer 24). Kannski að ég heiti því að blogga meira á nýju ári. Tvö viðfangsefni voru mér meira hugleikin en önnur á árinu. Sex af bloggfærslum ársins fjölluðu um hlaup og fjórar um doktorsritgerð. Önnur viðfangsefni komust ekki á blað…

Read More Read More

Bókaflóð ?>

Bókaflóð

Í dag jókst bókakostur minn um 170 bækur á einu bretti. Þar sem mér þykja bækur afar skemmtilegar þá var þetta kærkomin sending. Ég er nú samt ekki viss um að ég nenni að lesa allar þessar 170 bækur. Það vill hins vegar svo vel til að um er að ræða 170 eintök af sömu bókinni. Ég missi því ekki af miklu þó að ég lesi þær ekki allar. Satt best að segja er ég ekki viss um að ég…

Read More Read More

Hálf-harðsperrur ?>

Hálf-harðsperrur

Ó ó ó ó ó ó æ æ æ æ æ æ æ á á á á á á á. Ég er með harðsperrur. Þó að oft sé erfitt að leiða út orsakasamband frá fylgni þá tel ég næsta víst að harðsperrur dagsins tengist þátttöku minni í Amsterdam maraþoninu í gær — eða öllu heldur þátttöku minni í Amsterdam hálf-maraþoninu. Ég hljóp þar mitt fyrsta — opinbera — hálf-maraþon. Ég er nokkuð sáttur við mína frammistöðu í hlaupinu. Takmarkið var…

Read More Read More

Hyllingar á hlaupum ?>

Hyllingar á hlaupum

Eins og venjan er á laugardögum þá fór ég í morgun út að hlaupa. Á dagskránni voru átján kílómetrar. Er ég hafði hlaupið um stund velti ég því fyrir mér hvort ég hefði drukkið nógu mikinn vökva um morguninn. Eftir stutta umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega hefði ég ekki drukkið nógu mikið til þess að ná markmiði mínu. Ég var hræddur um að þorna upp áður en ég næði að hlaupa kílómetrana átján. Samt sem áður hélt…

Read More Read More

Myndarlegur töflufíkill ?>

Myndarlegur töflufíkill

Ég lagði í dag síðustu hönd á doktorsritgerðina mína. Í bili. Ég á eftir að leggja hendur á ritgerðina að nýju eftir um það bil sex vikur — þegar ég fæ svar frá andmælendum mínum varðandi það hvort ég megi verja ritið. Nú á síðustu dögum ritgerðarskrifanna hefur það runnið upp fyrir mér að ég er forfallinn töflufíkill. Í meginmáli ritgerðarinnar eru alls 62 töflur. Það er tafla á um það bil þriðju hverri síðu ritgerðarinnar. Auk þess er ég…

Read More Read More

Hagnýt doktorsritgerð ?>

Hagnýt doktorsritgerð

Undanfarið hefur mér þótt doktorsritgerðin mín helst til fræðileg. Ég hef óskað þess að gæti séð rannsóknarefnið frá hagnýtara sjónarhorni. Í dag var ég að ræða ritgerðina við annan leiðbeinandann minn. Allt í einu birtist ljót könguló sem skreið yfir skrifborðið mitt. Mér er afar illa við  köngulær og fann mig knúinn til að losna við óargardýrið. Ég greip því Kafla 4, rúllaði honum upp og notaði sem barefli til þess að kremja köngulóna. Það er því ljóst að ritgerðin…

Read More Read More