Browsed by
Category: Óflokkað

Spænsk biðraðafræði ?>

Spænsk biðraðafræði

Á undanförnum mánuðum hef ég eytt all nokkrum klukkutímum í hinum og þessum biðröðum á Spáni. Þó að biðraðirnar séu jafn misjafnar eins og þær eru margar þá er eitt forvintilegt mynstur sem er sameiginleg með mörgum biðraðanna. Mynstrið lýsir sér þannig að tvær biðraðir myndast fyrir utan dyr hálftíma til klukkutíma áður en dyrnar opnast. Fyrir utan dyrnar eru engar leiðbeiningar sem gefa til kynna að tvær biðraðir skulu myndast. Því síður eru nokkrar leiðbeiningar sem gefa til kynna…

Read More Read More

Æfingabúðir ?>

Æfingabúðir

Til þess að undirbúa mig sem best fyrir hlaup morgundagsins þá skrapp ég í tveggja daga æfingabúðir til Andorra. Þar tók ég þátt í stöngu prógrammi til þess að búa mig sem best undir hlaupið. Undirbúningurinn fólst að mestu leyti í því að borða góðan mat til þess að fylla vöðvana af orku. Auk þess gætti ég mig vel á því að drekka nóg af rauðvíni til þess að halda vöðvunum mjúkum.  Á milli mála hlustaði ég á fyrirlestra um…

Read More Read More

Páskahjól ?>

Páskahjól

Páskadagur er tilvalinn til þess að liggja í leti uppi í sófa og borða páskaegg. Þar sem að ég átti ekkert páskaegg þá ákvað ég þess í stað að skella mér í hjólatúr. Ég hjólaði norður frá Barcelona meðfram ánni Besós. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum ægifagurt landslag — nema ef svo einkennilega vildi til að fólk teldi brotajárnshauga, múrsteinaverksmiðjur og geymslusvæði ekki til einstakra náttúruperla. Smám saman varð léttiðnaðurinn léttari og léttari og trjánum fjölgaði. Eftir að hafa…

Read More Read More

Myndasúpa ?>

Myndasúpa

Þó að ég starfi sem vísindamaður þá er ekki þar með sagt að ég sé alla daga að fást við einhver geimvísindi. Já sæll! Eigum við að ræða það eitthvað eða? Í gær leit dagsins ljós myndasúpan — mitt fyrsta opinberlega framlag til vísindanna sem starfmaður Yahoo! Research. Um er að ræða leik sem við nokkrir vinnufélagarnir settum saman á hakkdegi (e. hack day) Yahoo! fyrr í vetur. Það er að segja, við höfðum 24 tíma til þess að búa…

Read More Read More

He perdido un … uhh … ehh … filling ?>

He perdido un … uhh … ehh … filling

Ég varð fyrir því óláni að missa fyllingu úr tönn. Ég skellti mér því til tannlæknis í dag til þess að láta líta á málið. Þó svo að spænskunámskeiðið mitt gangi vel þá erum við ekki búin að fara í gegnum orðaforðann sem tengist tannviðgerðum. Það verður að ég held ekki fyrr en í þarnæstu viku — milli þess sem við lærum orðaforðann sem tengist mjaðmaliðsaðgerðum og því að skipta um neðri spindilkúlu vinstra megin í 1984 árgerð af Subaru…

Read More Read More

Hættur að borða súpu með gaffli ?>

Hættur að borða súpu með gaffli

Eftir átta mánaða óformleaga leit fann ég í gær búð hér í Barcelónu sem selur grænt karrí, kóskósmjólk og tælensk hrísgrjón. Í tilefni þessa fundar skrapp ég á markaðinn í dag og keypti ég mér smáhumar (langostino), græna- og rauða papriku og bauaspírur. Útkoman úr þessum verslunarferðum var dásamlegur hádegismatur í dag — smáhumar í grænu karrí. Í sömu búð og ég keypti karríið græna keypti ég mér matarprjóna. Nú get ég loksins hætt þeim heldur hallærislega sið að borða…

Read More Read More

Spænska fyrir aula ?>

Spænska fyrir aula

Eftir að hafa búið á Spáni í rúma sjö mánuði finnst mér kominn tími á að fara að læra smá spænsku. Hingað til hefur spænskukunnátta mín einskorðast við að geta pantað mér mat á veitingastöðum. Það má því segja að spænskukunnátta mín sé upp á þó nokkra fiska (rape, bacalao, salmón, taún, sardinas, merluza, o.s.frv.). Hins vegar er ekki hægt að segja að spænskukunnátta mín sé upp á marga fiska. Ég skráði mig um daginn á byrjendanámskeið í spænsku. Eða…

Read More Read More

Kortagleypir ?>

Kortagleypir

Ég fékk mér hádegismat í dag, sem og aðra daga. Á leiðinni á veitingastað dagsins ákvað ég að skreppa í hraðbanka til þess að geta borgað fyrir matinn. Viðutan eins og ég er þá setti ég kortið mitt hugsunarlítið í þar til gerða rauf og sleppti. Ég er nú vanur því að eftir að ég sleppi kortinu þá sé vél sem tekur við því. Í dag var öldin önnur. Engin var vélin til þess að taka á móti kortinu. Þess…

Read More Read More

Lífið er saltfiskur ?>

Lífið er saltfiskur

Ég bjó í tuttugu og fjögur ár á Íslandi án þess að elda nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég fann aldrei hjá mér sérstaka löngun til þess að matreiða slíkan fisk. Eftir að hafa búið í þrjá og hálfan mánuð í Barcelona fannst mér það synd og skömm að hafa búið hér í svo langan tíma án þess að matreiða nokkru sinni íslenskan saltfisk. Ég eldaði íslenskan saltfisk í kvöldmatinn fyrir mig og foreldrana. Matreiðslan gekk prýðisvel. Ég bauð upp á…

Read More Read More

Laugardagsrúnturinn ?>

Laugardagsrúnturinn

Ég hélt mig innan borgarmarkanna á laugardagshjólarúntnum að þessu sinni. Ég hjólaði um vinstrihluta borgarinnar. Leiðin lá niður að og upp á Montjuic og til baka. Stuttur og áreynslulítill túr þessa helgina. Meðfylgjandi myndir endurspegla nokkuð vel það sem fyrir augu bar á leiðinni.