Spænsk biðraðafræði
Á undanförnum mánuðum hef ég eytt all nokkrum klukkutímum í hinum og þessum biðröðum á Spáni. Þó að biðraðirnar séu jafn misjafnar eins og þær eru margar þá er eitt forvintilegt mynstur sem er sameiginleg með mörgum biðraðanna. Mynstrið lýsir sér þannig að tvær biðraðir myndast fyrir utan dyr hálftíma til klukkutíma áður en dyrnar opnast. Fyrir utan dyrnar eru engar leiðbeiningar sem gefa til kynna að tvær biðraðir skulu myndast. Því síður eru nokkrar leiðbeiningar sem gefa til kynna…