Páfinn allur
Hingað til hef ég verið kaþólskari en páfinn þegar kemur að því að vefa. Ég hef alltaf þrjóskast við og neitað að nota annarra manna tól við vefsmíðar. Nú hef ég tekið siðaskiptum. Svo sannarlega kominn tími til.
Hingað til hef ég verið kaþólskari en páfinn þegar kemur að því að vefa. Ég hef alltaf þrjóskast við og neitað að nota annarra manna tól við vefsmíðar. Nú hef ég tekið siðaskiptum. Svo sannarlega kominn tími til.
Ég horfði á spurningaþáttinn "Hvernig þá?" (h. Hoe zo). Í þættinum keppast þáttakendur við að svara spurningum um vísindaleg málefni. Í sjónvarpssal eru einnig vísindamenn sem ræða rétt svör. Það helsta sem að ég lærði af því að horfa á þátt kvöldsins var að fólk gerir ekki einungis upp á milli handa sinna og fóta. Fólk notar einnig heldur annað augað en hitt. Hið sama gildir um eyrun. Eftir þáttin tók ég prófið:Hversu örvhenntur ert þú? Svo virðist vera að…
Ég var orðinn leiður á að geta ekki sett fæturna upp á stofuborð. Ég skrapp því í IKEA til þess að kaupa stofuborð. Fyrst ég var í húsgagnaverslun á annað borð þá ákvað ég að kippa með einu stykki svefnsófa, einu sjónvarpsborði og skrifborðsstól. Í verslunarleiðangri mínum komst ég að því að ég er algerlega vonlaus lagermaður. Eftir að hafa sagt starfsmanni IKEA hvað ég vildi kaupa, fékk ég í hendurnar tiltektarseðil sem tilgreindi nákvæmlega hvar á lagernum einstaka hluti…
Fundi slitið. Niðurstaða fékkst. Ég mun vera á launaskrá Amsterdamháskóla í allt að þrjú ár enn. Þá ætti ég að hafa lokið við að skrifa doktorsritgerð mína.
Nú er bráðum komið ár frá því að ég byrjaði í doktorsnámi við Amsterdamháskóla. Á morgun funda ég með leiðbeinendunum mínum. Þar verður litið yfir farinn veg og lagt mat á það hvernig mér hefur gengið undanfarið ár. Í framhaldi að fundinum getur háskólinn annað hvort sagt: "Þú ert órakaður auli, innskeifur með hor, hærður undir höndum og á fingrunum er slor. Þú ert stirðlæs og þú stamar og ert með stórt og forljótt nef. Þú veist það elsku vinur…
Ég fékk í gær lánaða tvo borðstofustóla og borðstofuskáp. Ég er svo heppinn að vinnufélagi minn á meira af húsgögnum en hann getur með góðu móti komið fyrir heima hjá sér. Ég fæ því að geyma herlegheitin um óákveðinn tíma. Annar stólanna var að vísu ekki bólstraður. Það fylgdi hins vegar áklæði með stólnum og ég þrufti bara að skella því á. Ég skellti mér í það verk þegar ég kom heim úr vinnunni í dag. Þó (les því) að…
Héðan frá Amsterdam er stutt til Þýskalands. Það er ekki nema sex tíma lestarferð til Hamborgar. Ég hef því ákveðið að skella mér á morgun í sex tíma lestarferð til Þýskalands og horfa þar á landsleikinn á laugardaginn. Ég ætla að vísu ekki til Hamborgar. Ég er á leiðinni til Saarbruecken. Ég fer því ekki á völlinn heldur læt mér nægja að horfa á sjónvarpsútsendingu. Þýskalandsferðin er ekki einungis farin til að horfa á fótbolta. Aðal ástæða ferðarinnar er að…
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær að ég leit á dagatalið í gær og hugsaði með mér:"fjórði október … ég hef séð hann einhvers staðar áður". Það var ekki fyrr en eftir mikla umhugsun að mér varð ljóst að ég hafði séð fjórða október nákvæmlega ári áður. Fjórði október tvöþúsundogtvö var enginn venjulegur dagur. Á þeim degi varði ég meistararitgerðina mína. Nú er því liðinn ár og dagur síðan ég gat talist…
Skortur á auglýsendum getur sett strik í reikninginn fyrir rekstur sjónvarpsstöðva. Hér í Hollandi hafa sex sjónvarpstöðvar nýverið orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna fjölda auglýsenda. Auglýsendurnir voru að vísu ekki of fáir. Þeir voru of margir. Þessar stöðvar voru sektaðar fyrir að senda úr of mikið að auglýsingum. Í Hollandi er bannað að senda úr meira en tólf mínútur af auglýsingum á hverjum klukkutíma. Mér finnst þessi löggjöf út í hött. Ég skil vel að sjónvarpsstöðvar vilji maka krókinn á…
Í gurnnskóla fékk ég 10 í bókfærslu. Nú er öldin önnur. Ég man minn bókfærslufífil fegri. Ég hef umturnast í hálfgert bókfærslufífl. Að minnsta kosti stend ég mig ekki í stykkinu við að færa daga mína í bók. Nú ætla ég að reyna að gera yfirbót. Undanfarið hafa átt sér breytingar á mínum högum. Þó sérstaklega mínum heimahögum. Ég flutti úr mínu átta fermetra herbergi í yfir þrjátíu fermetra íbúð. Í fyrsta sinn á þeim tæpu þremur árum sem ég…