Browsed by
Category: Óflokkað

Hvað ég gerði ekki í dag ?>

Hvað ég gerði ekki í dag

Það er ekki á hverjum degi sem að ég fer á völlinn til að sjá Ajax spila. Nánar tiltekið er það á hverjum degi sem að ég fer ekki á völlinn til að sjá Ajax spila. Dagurinn í dag var svosem ekkert ólíkur öðrum hvað það varðar. Og þó. Í dag stóð nefnilega til að fara á völlinn. Fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá kínverskum kunningja mínum. Hann sagðist vera á leið til Amsterdam í nokkurra dag frí. Hann…

Read More Read More

borkur.net í rusli ?>

borkur.net í rusli

Þetta var ekki góður dagur fyrir borkur.net. Í fyrsta lagi komst ég að því að ruslpóstburðarmenn eru að misnota nafnið. Þeir senda út rusl tölvupóst í nafni notenda með netföng af gerðinni eitthvaðbull (hjá) borkur.net. Gallinn er að öll svörin við þessum bréfum berast til mín. Ég fæ því u.þ.b. fimm bréf á klukkutíma frá póstþjónum sem vilja tilkynna mér að hitt og þetta netfang sé ekki til. Seinna klandrið sem borkur.net komst í var mér að kenna. Ég ætlaði…

Read More Read More

Í vinnu á ný ?>

Í vinnu á ný

Ég mætti til vinnu rúmlega hálf átta í morgun, tæplega sólarhring of seint. Töfin orsakaðist af því að sunnudagsflugið til Amsterdam var fellt niður. Í sárabætur fékk ég tvær flugferðir í stað einnar. Ég notfærði mér þær báðar í gær. Sú fyrri var frá Keflavík til Köben og sú seinni frá Köben til Amsterdam. Austur Amsterdambúar Í dag var sendur út tölvupóstur til starfsmanna Amsterdamháskóla til að vara við gengi Austur Amsterdambúa sem gengi lausum hala um háskólasvæðið, rændi, léti…

Read More Read More

Afsakið hlé ?>

Afsakið hlé

Það var mikið og gleðilegt stökk sem ég tók þegar ég tók tæknina í mína þágu og byrjaði að nota sérhæfð dagbókarfærslutól til að færa dagbókina mína. Forritunarmálið perl var notaði til að smíða þessi tól. Einhverra hluta vegna þá hætti vefþjónninn minn að styðja perl um daginn. Mig grunar að ástæðan sé sú að spammarar hafi náð of góðum árangri í misnota þessi dagbókargerðartól. Ég hef því ekki getað notað tólin til að færa dagbókina undanfarið. Ég hef ekki…

Read More Read More

Hvað borða fiskar? ?>

Hvað borða fiskar?

Hvað borða fiskar? Ég snéri mér við í sætinu og leit á vinnufélaga minn sem stóð í dyragættinni. Hvað átti maðurinn við? Þessi spurning kom svo flatt upp á mig að ég kom ekki upp nokkru orði. Vinnufélaginn taldi því réttast að skýra mál sitt betur. Meðleigjandi hans hafði farið í vikufrí og skilið eftir miða þar sem hún bað hann að gefa fisknum sínum að borða. Vinnufélaginn reyndist hafa litla reynslu af fiskeldi. Sjálfur er ég óttarlegur þorskur þegar…

Read More Read More

Aldurinn færist yfir ?>

Aldurinn færist yfir

Ég fékk að sjá það svart á hvítu að ég er að eldast. Ég fékk í dag bréf frá sjúkratryggingafélaginu mínu. Þar var mér tilkynnt að þar sem að ég hafði færst upp um einn aldursflokk þá þyrfti ég um næstu mánaðamót að borga fjórum evrum hærra iðgjald en ég þurfti að gera um síðustu mánaðamót.

Fyrirlestur undirbúinn ?>

Fyrirlestur undirbúinn

Ég er afskaplega feginn að þurfa ekki að kenna mikið. Mér finnst miklu skemmtilegra að vinna að rannsóknum. Á fimmtudagin þarf ég hins vegar að sjá um kennslu í kúrsi um upplýsingaleit. Ég er búinn að eyða síðustu tveimur dögum í að setja saman fyrirlesturinn.  Verkið er langt komið en því er ekki lokið. Ég ætti að vera löngu búinn að þessu, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ég kenndi sambærilegt námstefni í maí. Fræðilega séð hefði ég…

Read More Read More

Stóri kuldaboli ?>

Stóri kuldaboli

Ég horfði á hinn margumrædda [mbl] þátt Horizon á BBC. Þetta var áhugaverður þáttur um sveiflur í veðurfari. Farið var vel yfir það hvernig hlý og köld tímaskeið hafa í gegnum tíðina skipst á. Mesta púðrinu var eytt í að skýra hvernig hækkandi hitastig jarðar getur hægt á Golfstraumnum og hvernig hæging á Golfstraumnum hefur (af og til í gegnum tíðina) orsakað ofurkulda á pólsvæðum en ofurþurrk við miðbaug. Gott og vel. Eins og góðri heimildarmynd sæmir var gefið í…

Read More Read More

Kökubakstur ?>

Kökubakstur

Í vinnunni eru miðvikudagsmorgnar kökumorgnar. Þar gefst starfsmönnum tækifæri til að gefa vinnufélögum sínum köku ef þeir telja sérstakt tilefni til. Mér fannst tími til kominn að ég gæfi vinnufélögum mínum köku. Ég ákvað því að baka. Baksturinn gekk eins og í sögu. Svona eins og í sögunni um dýrin í Hálsaskógi. Byrjum á byrjuninni. Ég skrapp út í búð til að kaupa hráefni. Þegar þangað var komið mundi ég eftir því að Hollendingar virðast ekki vera mikið fyrir að…

Read More Read More

Kaffiskyr ?>

Kaffiskyr

Fyrir um það bil einum mánuði fékk ég þá fáránlegu hugmynd að hætta að drekka kaffi um helgar. Ég var ekki sáttur við það hversu líkamlega ég var háður koffíni og vildi reyna að lemja á fíkninni. Nú er senn á enda fjórða kaffilausa helgin í röð. Síðustu fjórar helgar hef ég ekki drukkið svo mikið sem einn dropa af kaffi. Þetta kaffiskírlífi (mmm hvað ég væri til í kaffiskyr núna) hefur kostað sitt. Helgarnar hafa einkennst af hausverk og…

Read More Read More