Hvað ég gerði ekki í dag
Það er ekki á hverjum degi sem að ég fer á völlinn til að sjá Ajax spila. Nánar tiltekið er það á hverjum degi sem að ég fer ekki á völlinn til að sjá Ajax spila. Dagurinn í dag var svosem ekkert ólíkur öðrum hvað það varðar. Og þó. Í dag stóð nefnilega til að fara á völlinn. Fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá kínverskum kunningja mínum. Hann sagðist vera á leið til Amsterdam í nokkurra dag frí. Hann…