Browsed by
Category: Óflokkað

Háskólinn (ekki) í Amsterdam ?>

Háskólinn (ekki) í Amsterdam

Ég kláraði í dag að pakka niður öllu skrifstofudótinu mínu. Um helgina verð ég fluttur yfir í byggingu upplýsingatæknistofnunar Amsterdamháskóla. Ég þarf því að fara að læra að rata á nýjan stað í borginni. Og þó. Það væri líklega réttara að segja að ég þarf að læra að rata á nýjan stað utan borgarinnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að þeir starfsmenn sem fá skrifstofu með útsýni í vestur, geta í fjarlægð séð glytta í austurhluta borgarinnar. Á móti…

Read More Read More

Keisaraskurðgröfustjóri ?>

Keisaraskurðgröfustjóri

Þegar mamma og pabbi komu heim úr göngutúr dagsins sagðist móðir mín, ljósmóðirin, aldrei á ævinni hafa gengið eftir eins löngum keisaraskurði (h. Keizersgracht). Ég legg til að næst þegar ég verð vændur um brenglaða kímnigáfu þá taki fólk tillit til hvernig uppeldi ég fékk. Það er ekki auðvelt líf að vera kominn af aulahúmoristum í báða ættliði.

Lambið mitt ?>

Lambið mitt

Mikið er íslenskt lambakjöt gott. Mikið íslenskt lambakjöt er gott. Ég fékk foreldrana í heimsókn í vikunni. Síðan er ég búinn að smatta á lambi, reiktu og fersku; reyktum laxi; harðfisk; og risa ópal. Það var kominn tími á það að foreldrarnir kæmu til að sjá um að ég borðaði almennilega. Það þýðir að ég þarf að ég þarf að elda almennilega. Foreldrarnir hafa því séð um að lappa aðeins upp á eldhúsáhöldin.

Um tímann og rúmið ?>

Um tímann og rúmið

Í rúmlega þrjú ár hef ég búið hér í Amsterdam án þess að eiga rúm. Enda er rúmlega ekki megin viðfangsefni mitt hér í borg. Fyrsta eina og hálfa árið leigði ég að vísu herbergi með rúmi. Síðar leigði ég herbergi sem hafði ekki rúm fyrir rúm. Í íbúðinni sem ég leigi í dag er nægjanlegt rúm. En hins vegar ekkert rúm. Í dag fannst mér því kominn tími á rúm. Ég skrapp því í IKEA og leysti úr mínum…

Read More Read More

Aprílgabb ?>

Aprílgabb

Það er við hæfi að gabba smá á fyrsta degi aprílmánaðar. Fyrsti apríl er góður dagur til að rifja upp kynni við sinn inni prakkara. Passa verður þó að fara ekki yfir strikið. Prakkarastrikið. Eins og suma hefur vafalítið grunað þá leyndist smá gabb í dagbókarfærslu minni frá því í gær. Gabbið var þó afar smávægileg og ekki líklegt til að fá fólk til að hlaupa langt. Í mesta lagi í gönur. Gabbið fólst í því að það var nokkuð…

Read More Read More

Upphaf rökleysu ?>

Upphaf rökleysu

Í gær síðasti dagur minn sem doktorsnemi við Rök-, mál- og reiknifræði stofnun Amsterdamháskóla. Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að ég yfirgæfi stofnunina, enda er ég hvorki rökréttur né málgefinn. Hvað þá heldur útreiknanlegur. Hvað ég tek mér fyrir hendur í dag er ekki ljóst enda sjaldnast allt sem sýnist á fyrsta degi aprílmánaðar. Það er þó ljóst að dagurinn mun einkennast af rökleysu, málhelti og reiknivillum.

Heimasíðuleit á íslensku ?>

Heimasíðuleit á íslensku

Leitarvélin google er prýðisgott tól til að leita að íslenskum heimasíðum. Leitarvélin finnur nánst alltaf það sem leitað er að. Það skiptir þó máli hvernig fyrirspurnin er orðuð. Í janúarbyrjun 2004 framkvæmdi ég smá tilraun til að kanna hversu vel leitarvélin stendur sig í að finna íslenskar síður. Vituð ér enn eða hvað?

Hvenær fer maður á safn og hvenær fer maður ekki á safn ?>

Hvenær fer maður á safn og hvenær fer maður ekki á safn

Ég fór ekki á þrjú söfn í dag. Þar að auki fór ég á eitt safn. Ég tók daginn snemma og fór ekki á Hermitage safnið í Amsterdam. Það var löng biðröð inn á safnið. Ég nennti ekki að bíða og hélt því heim á leið. Á leiðinni heim kom ég ekki við á tveimur söfnum. Ég fór hvorki á Andspyrnusafnið né á Verkalýðssafnið. Það var ekki mikill útúrdúr fyrir mig að fara ekki á þessi söfn því að þau…

Read More Read More

Lærdómsrík helgi ?>

Lærdómsrík helgi

Þetta er búin að vera afar lærdómsrík helgi. Ég eyddi henni í að búa til heimaverkefni fyrir nemendur mína í gangasafnsfræði. Verkefnið felst í að gramsa í XML skjali með aðstoð XSLT. Fyrir helgina hafði ég ekki mikla reynslu í notkun XSLT. Ef ég hefði byggt heimaverkefnið á þeirri reynslu þá hefði það orðið allt of auðvelt. Ég varð því að vinna heimavinnuna mína áður en að ég gæti unnið við heimavinnu annarra. Eftir lærdóm helgarinnar var ég fær um…

Read More Read More