Browsed by
Category: Óflokkað

Gömul list á nýjum stað ?>

Gömul list á nýjum stað

Það er í tísku í Amsterdam að gera upp listasöfn. Eitt þeirra safna sem er í andlitslyftingu er Ríkislistasafnið. Í hliðarálmu safnsins hefur verið sett upp sýning á broti af því besta sem er í eigu safnsins. Ég fékk mér í dag morgungöngu um safnið. Hingað til hefur mér þótt Rembrant og lærisveinar hans afar leiðinlegir. Mér leiðast nefnilega portrait málverk. Í dag ákvað ég að reyna að horfa gersamlega framhjá þessum leiðinda myndum. Það tókst prýðisvel. Ég naut þeim…

Read More Read More

Ný list á nýjum stað ?>

Ný list á nýjum stað

Í tilefni þess að það var frídagur ákvað ég að hætta snemma í vinnunni og skella mér á nýlistasafnið. Það var fínt að taka sér smá frí frá greinarskrifum og góna á list. Safnið opnaði um síðustu helgi á ný eftir að hafa flutt í bráðabrigða húsnæði við aðalbrautarstöðina. Það á nefnilega að gera upp gamla húsnæðið. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það hversu lítið safnið var. Ég verð líklega að bíða með að sjá allt safnið í fullri…

Read More Read More

Burt með hóruungann ?>

Burt með hóruungann

Ég fékk í dag tölvubréf frá amerískri prentsmiðju sem er í þann mund að fara að prenta grein eftir okkur vinnufélagana. Ég var í bréfinu beðinn að fjarlægja hóruunga nokkurn (síðustu línu í efnisgrein, sem lenti efst á síðu og fyllti ekki línulengdina (sbr. Odda)), sem hreiðrað hafði um sig á síðu sex. Þeir eru hins vegar svo dannaðir í henni Ameríkunni að þeir nota orðið ekkja yfir sama fyrirbæri. Hóruunginn átti eftir að valda mér nokkrum vandræðum því að…

Read More Read More

Þrammað í sólinni ?>

Þrammað í sólinni

Kristján stoppaði í dag í Amsterdam á leið sinni frá Groningen til Íslands. Í tilefni dagsins var sól og blíða. Við þrömmuðum fram og til baka um borgina milli þess sem að við settumst niður og drukkum belgískt öl. Enginn var Amstelinn drukkinn volgur. Við börðum hins vegar ána Amstel augum. Eftir þrammið í sólinni voru andlitin rauð, í stíl við ljósin í borginni.

Hjónabandsmiðlun lífeyrissjóðanna ?>

Hjónabandsmiðlun lífeyrissjóðanna

Ég fékk í dag bréf frá lífeyrissjóðinum mínum. Þar var mér boðið að byrja að leggja peninga í makalífeyrissjóð. Sjóðurinn tekur fram í upphafi bréfsins að hann viti ekki betur en að ég sé makalaus. Þeir hvetja mig samt sem áður til að byrja að safna fyrir makann minn enda aldrei að vita nema að ég að ég muni á næstunni eignast einn slíkann. Bíddu nú hægur lífeyrissjóður góður. Veit sjóðurinn eitthvað sem ég veit ekki? Eða eru þeir að…

Read More Read More

Maður með manni ?>

Maður með manni

Í dag komst ég að því að ég er með Erdös tölu fjóra. Það er að segja, ég hef skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með manni sem hefur skrifað grein með Paul Erdös. Uppgötvun dagsins fólst að vísu ekki í að ég hafi skrifað grein með manni. Einnig vissi ég  að maður hafið skrifað grein með manni. Hins vegar vissi ég ekki að maður hefði skrifað grein með manni sem hafði…

Read More Read More

Vorklipping ?>

Vorklipping

Í dag var fyrsti vinnudagurinn á nýrri skrifstofu. Nýja skrifstofan er talsvert minni en sú gamla. Á móti kemur að þar er opnanlegur gluggi og því möguleiki á fersku lofti. Einnig er útsýnið skemmtilegra. Í stað þess að horfa á stigagang í fjölbýlishúsi þá horfi ég nú út í smá trjágarð. Það er þó spurning hversu miklu máli útsýnið skiptir því að mest allan daginn glápi ég á tölvuskjáinn. Þó skrifstofan sé ekki of stór þá er hún svo sem…

Read More Read More

Ávallt úti að aka ?>

Ávallt úti að aka

Hvað er ávalt úti að aka? Egg í bíltúr. Þó að ég sé ávallt úti að aka þá er ég ekki í sérlega góðri æfingu í að aka bíl. Það er því ekki frá því að ég sé útkeyrður eftir vikuna. Rúmlega sextánhundruð kílómetrar að baki.  Það er þó búið að vera afar gaman að rifja upp gömul kynni við bensíngjöfina. Hér á eftir kemur smá yfirlit yfir ferðalög vikunnar. Belgía Belgar hafa gaman að hringtorgum. Þó eru þeir ekki…

Read More Read More

Blóm ?>

Blóm

Við héldum í dag áfram bíltúr okkar um nágrenni Amsterdam. Í dag lá leiðin suður á bóginn. Til Lisse. Það skoðuðum við tuttuguogátta hektara blómabeð. Veðrið var ekki eins og best var á kosið. Ekki ósvipað dæmigerðu íslensku sumarveðri. Það vildi því vel til að hluti blómabeðsins var innandyra. Við skruppum því af og til inn í gróðraskúrana til að verja okkur fyrir gróðraskúrunum. Á mogun liggur leiðin til suður Belgíu. Þar bíður okkar sumarhús til leigu fram á föstudag.

Bíltúr ?>

Bíltúr

Við fórum í morgun feðgar og nældum okkur í bílaleigubíl. Eftir það fórum við og nældum okkur í mömmu og héldum af stað í bíltúr. Leiðin lá um nærsveitirnar norður af Amsterdam. Við ókum meðfram vesturströnd IJmeer. Leiðin lá fyrst úr í fyrrverandi eyjuna Marken sem liggur í fyrrverandi flóanum IJmeer. Á fyrrverandi eyjunni Marken er fyrrverandi fiskiþorpið Marken. Húsin í bænum eru nokkuð sérkennileg. Annars vegar er þéttbyggð þyrping húsa upp á sandhól. Nær ströndinni eru húsin byggð á…

Read More Read More