Browsed by
Category: Óflokkað

Íslandsferð ?>

Íslandsferð

Nú er ég kominn til baka til Amsterdam eftir vikuferð til Íslands. Þó að ferðin hafi verið frekar stutt þá tókst mér að koma einu og öðru í verk. Ég varð mér úti um vegabréf með strikamerki; Gekk á Vífilfell; Fékk mér menningargöngu um miðbæinn; Hlustaði á Ego; Fór á pöbbarölt; Var ruglað saman við Einar matreiðslumann; Gekk á Esjuna; Fór að sjá Rómeó, Júlíu og Lou Reed (réttara sagt fór ég að sjá Rómeó og Júlíu en fékk í…

Read More Read More

Preparazione al Ciclismo ?>

Preparazione al Ciclismo

Eftir að hafa lært að segja "un caffè e una pasta" þá skrapp ég í smá hjólatúr um nærsveitir Amsterdam. Ég ætla að nota fríið mitt á Sardiníu í að labba á fjöll og hjóla. Mér fannst því ekki úr vegi að æfa mig í að hjóla lengri vegalengd en til og frá vinnu. Ég hjólaði smá hring með viðkomu í þorpinu Marken. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og rúmlega tuttugu stiga hiti. Eftir að hafa…

Read More Read More

Italiensk for begyndere ?>

Italiensk for begyndere

Ég keypti mér í dag kennslubók í ítölsku fyrir byrjendur. Ég ætla að reyna að læra nokkur orð í málinu áður en að ég fer til Sardiníu í september. Ég las í gegnum fyrsta kafla bókarinnar og lærði að segja: "Buongiorno. Mi chiamo Mary Branson." Á morgun ætla ég að læra að biðja um að fá kaffi og kökusnúð. Ég rambaði inn á tungumálavef BBC. Við fyrstu sýn virðist þetta vera prýðisgóður vefur. Þar er meðal annars að finna stöðupróf…

Read More Read More

Hitabylgja ?>

Hitabylgja

Samkvæmt skilgreiningu hefur hitabylgja gengið yfir Holland. Fimm daga í röð hefur hitinn farið yfir tuttuguogfimm gráður og þar af hefur hitinn farið yfir þrjátíu gráður þrjá daga í röð. Mér finnst nú nóg komið af hitanum. Ég er ekki hannaður til að þola svona hita. Sem betur fer er bara einn heitur dagur eftir af bylgjunni. Á miðvikudag lofa veðurfræðingar rigningu og lægri hita. Sjaldan hef ég hlakkað eins mikið til rigningar.

Englandsför ?>

Englandsför

Ég kom í gærkveldi heim eftir rúmlega vikulanga útlegð á Englandi. Ég eyddi tæplega viku á upplýsingaleitar ráðstefnu í Sheffield. Helgina fyrir og helgina eftir ráðstefnuna var ég staddur í Liverpool. Ég get ekki sagt að Liverpool eða Sheffield séu á meðal áhugaverðustu borga í heimi. Stjarna Liverpool skein skærast á meðan  þrælar voru fluttir um borgina frá Afríku til Ameríku. Síðan bann við þrælasölu tók gildi hefur hallað undan fæti hjá borginni. Sheffield byggir einnig á fornri frægð. Borgin…

Read More Read More

Túr er súr ?>

Túr er súr

Yfir hádegismatnum tölum við vinnufélagarnir oft um íþróttir. Það var gaman á meðan EM stóð yfir. Þá var vart um annað talað en fótbolta. Þar sem að ég fylgdist með boltanum þá gat ég tekið þátt í umræðunni. Nú vill svo til að nokkrir vinnufélagar mínir eru af einhverjum ástæðum afar áhugasamir um túrinn. Í hádeginu er rætt um sérleið dagsins eða sérleið gærdagsins. Mér hefur umræðan um sérleiðir þótt sérlega leiðinleg. Það eina sem ég veit um hjólreiðar er…

Read More Read More

Ferðahugur ?>

Ferðahugur

Það er búið að vera skýjað og rigning undanfarna daga hér í Hollandi. Fréttir herma að  sala á sólarlandaferðum hafi aukist til mikilla muna í óveðrinu. Ég veit ekki hvort að veðrið hafi haft einhver áhrif á mig, en ég keypti óvenju marga flugmiða í dag. Allt í allt keypti ég sex flugmiða. Það er að segja þrjá framogtilbaka miða. Ég byrjaði á því að kaupa mér miða milli Luton og Cagliari. Svo áttaði ég mig á að ég bý…

Read More Read More

Líf á ystu nöf … eða næst ystu ?>

Líf á ystu nöf … eða næst ystu

Mér fannst um helgina nóg komið af hinu rólega og örugga lífi. Það var kominn tími til að taka áhættu og lifa lífinu á ystu nöf. Ég ákvað því að uppfæra stýrikerfið í tölvunni minni. Í stað þess að notast við "stable" útgáfu af Debian Linux þá skipti ég yfir í "testing" útgáfu af sama stýrikerfi. Ég verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum með uppfærsluna. Nánast ekkert fór úrskeyðis. Allt virkaði vel. Það var smá vesen með…

Read More Read More

Greitt fyrir ókeypis bók ?>

Greitt fyrir ókeypis bók

Fyrir nokkrum mánuðum síðan fékk ég skemmtilega bók ókeypis. Bókin fjallaði um notkun málmódela í upplýsingaleit. Þetta var góð gjöf enda er ég ekki síður áhugasamur um módel mála en mál módela. Eins og gengur og gerist með flesta ókeypis hluti þá þarf einhver einhvern tíman að borga fyrir þá einhvers staðar. Í dag var komið að skuldadögum. Ég lauk í dag við að skrifa ritdóm um bókina fyrir Jolla. Ég var mjög jákvæður í dómi mínum enda fannst mér…

Read More Read More