Browsed by
Category: Óflokkað

Nýtt ár … gamlar gjörðir ?>

Nýtt ár … gamlar gjörðir

Í upphafi nýs árs er ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt. Á þessum nýársdegi ákvað ég hins vegar að prófa eitthvað gamalt. Eitthvað gamalt sem ég hafði ekki prófað um all langt skeið. Það brann á mér að prófa að skrifa í dagbókina mína. Tilgangurinn var að sýna sjálfum mér fram á að það væri ekkert sérlega mikið mál að hrista svo sem eina dagbókarfærslu fram úr erminni öðru hvoru. Þó það væri ekki nema til þess að deila…

Read More Read More

Tíu ára útivera ?>

Tíu ára útivera

Á þessum degi fyrir tíu árum pakkaði ég nokkrum sokkum, nokkrum bókum, og fleiru niður í ferðatösku. Ég yfirgaf litla Ísland og hélt á vit ævintýranna úti í hinum stóra heimi. Ég tók flugið til Amsterdam þar sem ég hugðist læra rökfræði. Á þessum tímamótum er því við hæfi að líta um öxl og líta yfir farinn veg. Þó svo að rökfræði hafi orðið fyir valinu þá beitti ég ekki mikilli rökfræði við valið. Ég hafði verið að lesa bók…

Read More Read More

Hornalínustrætið ?>

Hornalínustrætið

Ég skokkaði í morgun fram og til baka eftir efri hluta Avinguda Diagonal — Hornarlínustrætinu — sem liggur skáhallt í gegnum annars vandlega rúðustrikað Eixample hverfið. Diagonal strætið er um margt sérkennilegt fyrirbæri. Þrátt fyrir að vera ein af helstu umferðaræðum Barcelona þá er hún einnig talsvert vinsælt útivistarsvæði meðal skokkara, hjólreiðafólks og línuskautara. Það sem mér finnst sérkennilegast við götuna er hins vegar skipulagsleysi — eða réttara sagt fjölbreyni í skipulagi. Engir tveir hlutar götunnar eru eins og á…

Read More Read More

Heimkoma ?>

Heimkoma

Þó ég hafi gaman að ferðalögum þá finnst mér alltaf gott að koma heim. Þannig var því einnig háttað í gær. Þó ég hefði gert góða reisu um suðurlandið þá naut ég þess að koma heim. Það má þó segja að aðkoman hafi að vissu leyti verið heldur hrottaleg. Allt var slétt og fellt í stofunni en hrottinn beið mín í svefnherberginu. Uppi í hillu voru tvær íslenskar glæpasögur sem ég hafði fengið í jólagjöf. Ég beið ekki boðanna, greip…

Read More Read More

Jóladagsmorgunn ?>

Jóladagsmorgunn

Jóladagsmorgnar eru ad öllu jöfnu tilvaldir til thess ad sofa út. Í morgun tók ég thó daginn snemma. Ég átti nefnilega bókad morgunflug til Granada. Ég hafdi ekki sofid lengi thegar vekjarinn hringdi. Ég hafdi farid seint ad sofa eftir vel heppnad adfangadagskvöld í vinahópi. Mitt framlag til jólaveislunnar vakti mikla lukku. Jólagrauturinn var vel lidinn og mõndlugjöfin ekki sídur. Ég var ekki sá eini sem lagdi eftirrétt til veislunnar. Vid satum thví ad bordum lengi frameftir kvöldi og gæddum…

Read More Read More

Jólahefðir ?>

Jólahefðir

Þó ég hafi búið erlendis í næstum níu ár þá eru framundan fyrstu jólin sem ég mun halda utan Íslands. Það er því næsta víst að jólin verða ekki sérlega hefðbundin. Ég hef þó ákveðið að reyna að halda í einhverjar hefðir. Ein af þeim hefðum sem ég hef tileinkað mér í gegnum árin er að borða ekki kæsta skötu á Þorláksmessu. Ég einsetti mér því að reyna mitt besta til þess að halda í þá hefð í dag. Ég…

Read More Read More

Símadagbók ?>

Símadagbók

Fyrir nokkrum dögum fékk ég í hendur nýja vinnuvél. Vélin kallast htc magic og er svaka galdratól. Vélin er svo öflug ad hún getur fengid mig til thess ad skrifa í dagbókina mína — og tharf nú talsverd vélabrögd til thess arna. Eini gallinn er ad ég get hvorki skrifad d né th — og verd thví ad skrifa d og th í stadinn. Eda thannig.

Áramótaheit ?>

Áramótaheit

Þar sem tveir púkar koma saman, þar er áramót. Slík mót fara einatt fram djúpt í iðrum jarðar og eru því í hlýrra lagi — áramótaheit. Um áramótin síðustu hét ég mér því að á þessu ári yrði ég duglegri við það að skrifa í dagbókina en ég var á síðasta ári. Ég hélt það yrði heldur fáfengilegt verkefni enda var ég sértaklega latur við dagbókarskrif á síðasta ári. Raunin hefur hins vegar verið önnur. Eða öllu heldur hafa raunirnar…

Read More Read More

Lambakjöt með kvöldsólinni ?>

Lambakjöt með kvöldsólinni

Foreldrarnir komu til Barcelónu í gærkveldi með veislu í farangrinum. Ég bauð því í kvöld upp á grillaðar íslenskar lambalundir með sveppa-baunaspíru-kryddosts-rjómasósu. Með þessu var drukkin kvöldsól — húsavískt berjavín. Nammi, nammi, nammi, namm. Það eina sem vantaði var alvöru kvöldsól — það gekk nefnilega á með skúrum seinni partinn.

Óstöðug rithönd ?>

Óstöðug rithönd

Þrátt fyrir að það séu all nokkur ár síðan ég lærði að skrifa þá hef ég aldrei náð að þróa með mér sérstaklega stöðuga rithönd. Rithöndin breytist frá degi til dags. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á rithöndina. Það skiptir máli á hvernig pappír ég rita, hvers konar skriffæri ég hef í hönd, hvers konar undilag er til staðar, og þar fram eftir götunum. Síðast en ekki síst skiptir máli í hvernig skapi ég er — hvort ég…

Read More Read More