Browsed by
Category: Menning

Alta Gracia ?>

Alta Gracia

Ég skrapp ásamt gestgjöfum mínum til bæjarins Alta Gracia sem er um þjátíu kílómetrum sunnan við Córdoba. Bærinn er aðallega þekktur fyrir tvennt. Annars vegar er þar gamalt klaustur jesúíta sem hefur verið breytt í safn. Hins vegar er það æskuheimili Ernesto ,,Che´´ Guevara sem hefur einnig verið breytt í safn. Jesúíta klaustrið hafði til sýnis samsafn af munum frá tímum jesúítanna á sautjándu og átjándu öld, auk muna frá hefðarfólki sem breytti klaustrinu í híbýli sín síðar. Á æskuheimili…

Read More Read More

Córdoba ?>

Córdoba

Rútan renndi inn á umferðarmiðstöðina í Córdoba um hálf-tíu leytið — einum og hálfum tíma á eftir áætlun — tæpum sólarhring eftir að lagt var af stað frá Puerto Iguazú. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið löng þá leið tíminn hratt þar sem ég hafði ýmislegt fyrir stafni. Milli þess sem ég blundaði þá las ég í Ógnarmána Elí Freyssonar, skrifaði dagbókarfærslur fyrir dvöl mína við Iguazú fossana og rabbaði af og til við sessunaut minn. Sessunautur minn var frá…

Read More Read More

São Paulo Tvíæringurinn ?>

São Paulo Tvíæringurinn

Fyrsti morguninn minn í São Paulo hófst á því að heilsa upp á gamla kunningja. Melónu og papaya. Það var einmitt í Brasilíu fyrir sjö árum síðan, í Lençois þjóðgarðinum vestan við Salvador de Bahia, sem ég sannfærðist um ágæti þess að borða ávexti í morgunmat. Eftir morgunmatinn hófst ég handa (eða réttara sagt fóta) við að endurnýja kynni mín af borginni. Ég rölti, í gegnum rigningarúðann, niður Avenida Paulista og alla leið að Parque do Ibirapuera, sem er almenningsgarður…

Read More Read More

Museo del Prado ?>

Museo del Prado

Gerdist menningarlegur og skellti mér á Prado safnid. Thar voru saman komnir margir af helstu málurum Spánar — Goya, Velázquez, El Greco, Ribera, Zurbarán, o.fl. Thad er med Prado eins og önnur söfn af sömu stærdargrádu ad thad er óds manns ædi ad reyna ad gera theim skil á einum og sama deginum. Ég lét mér nægja ad rölta um í um tvo og hálfan tíma. Eftir safnid tók ég upp thrádinn frá thví í gær og hélt áfram stefnulausu…

Read More Read More

Alhambra ?>

Alhambra

Thad rættist heldur betur úr vedrinu í Granada. Í dag var himinn heidur og sól skein glatt. Ég notadi tækifærid og skodadi mig um í Alhambra. Ég thrammadi fram og til baka innan virkisveggjanna og naut íslamsks arkitektúrs í bland vid sól og bláan himinn. Thegar ég hafdi fengid nóg af thramminu skellti ég mér aftur inn í bæinn og thrammadi á milli tapas bara og fékk mér næringu. Thegar ég hafdi fengid meira en nóg af thramminu fékk ég…

Read More Read More

Síðasta vika ?>

Síðasta vika

Eftir atburði síðustu viku get ég hiklaust mælt með … … að skella sér á Camp Nou og sjá Barça spila. Það er ekki amalegt að sjá leikmann með íslenskt blóð í æðum koma inn á sem varamaður og skora sigumark leiksins. Og þó. Nema kannski ef íslenska blóðið er rækilega útþynnt í líkama Jon Dahl Tomasson sem skorar sigurmark Villarreal á móti Barça. … að sjá The Cure spila á tónleikum í Palau Sant Jordi ásamt 20.000 öðrum áhagendum….

Read More Read More

Litlu jólin ?>

Litlu jólin

VIð héldum í dag upp á litlu jólin í vinnunni. Eins og er við hæfi á litlum jólum þá skiptumst við á gjöfum. Þar sem að við "Hollendingarnir" (fólk sem er með doktorsgráðu frá Hollandi) erum sterkur þrýstihópur í vinnunni þá varð það úr að haldið var upp á litlu jólin með hollenskri aðferð. Hver lagði til tvær gjafir sem hvor kostaði um fimm evrur. Gjöfunum var síðan útdeilt af handahófi þannig að hver þáttakandi byrjaði leikinn með tvær gjafir….

Read More Read More

MACBA ?>

MACBA

Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun. Draum sem var þó blákaldur veruleiki. Ég áttaði mig á því að ég hafði búið í næstum níu mánuði í Barcelona án þess að hafa skoðað helstu söfn borgarinnar. Til þess að reyna að bæta eilítið úr þeim málum þá skellti ég mér á nýlistasafnið í dag — Museu d’Art Contemporani de Barcelona (MACBA). Safnið er hið ágætasta nýlistasafn. Þar er tiltölulega mikið af abstrakt expressjónisma eftir m.a. Jackson Pollock, Mark Rothko,…

Read More Read More