Browsed by
Category: Ferðalög

Montseny — Olot ?>

Montseny — Olot

Rétt fyrir sex settist ég niður á Placa Major í Olot. Búinn að hjóla annan áfanga Katalóníu hjólreiðanna, bóka mig inn á hótel og fá mér síestu. Ég pantaði mér kaffi með mjólk og eplaböku. Eplabakan var vel þegin enda hafði ég ekki haft orku til þess að fá mér miðdegismat þegar ég kom í bæinn. Ákvað þess í stað að fara beint í síestu. Ég var afar ánægður með hjólaferð dagsins. Líkt og á sunnudaginn var ferðin á mörkum…

Read More Read More

Les Agudes ?>

Les Agudes

Á seinni degi mínum í Montseny þjóðgarðinum ákvað ég að ganga eftir sömu slóð og á þeim fyrri. Þó ekki í sömu stefnu. Ég fylgdi GR 5.2 í hina áttina, meðfram Les Agudes í áttina til Turó de l’Home — hæsta tinds Montseny. Raunar eru tindarnir tveir jafn háir samkvæmt kortinu — 1706 metrar — en einhverra hluta vegna fær Turó de l’Home alltaf heiðurinn af því að vera talinn hærri. Eins og fyrri daginn lá göngustígurinn í gegnum skóglendi….

Read More Read More

Matagalls ?>

Matagalls

Ég vaknaði heldur hissa í morgun. Hissa yfir því að vera laus við harðsperrur þrátt fyir langan og erfiðan hjólatúr gærdagsins. Dagurinn virtist því tilvalinn fyrir fjallgöngu. Eftir vel útilátinn morgunmat setti ég stefnuna á Matagalls (1697m) — einn af hærri tindum í Montseny þjóðgarðinum. Leiðin lá í gegnum skóglendi upp sæmilega bratta hlíð. Hlíðin var að minnsta kosti nógu brött til þess að taka aðeins í kálfana og lærin. Ég fann það fljótt að jafnvel þótt ég væri laus…

Read More Read More

Barcelona — Montseny ?>

Barcelona — Montseny

Ég vaknaði snemma á öðrum degi í sumarfríi. Ég fékk mér kaffi og smá morgunmat áður en ég kláraði að pakka niður nokkrum flíkum og útbúa nesti. Klukkan sjö var ég kominn út á götu með hjólið mitt tilbúinn að leggja af staði í fríið. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum norðurhluta Barcelona í átt að þjóðvegi BV-5001. Ég hafði ekki nennt að taka með mér borgarkort af Barcelona og varð því að þræða göturnar eftir minni. Ég hafði aldrei…

Read More Read More

Montserrat ?>

Montserrat

Í tilefni þess að foreldrar eru í heimsókn þá var farið í smá ferðalag. Leiðin lá til Montserrat, fjallagarðs í nágrenni Barcelona. Í 700 metra hæð yfir sjávarmáli er Santa María de Montserrat, munkaklaustur Benediktusar munka. Klaustur þetta telst vera einn heilagasti staður Katalóníu. Mesti dýrgripur klaustursins er líkneski meyarinnar Maríu. Til þess að berja líkneskið augum þarf að ganga inn eftir hliðarskipi kirkjunnar og upp á loft yfir altarinu. Þar gengum við túrhestarnir í halarófu. Í kikjunni sjálfri fór…

Read More Read More