Browsed by
Category: Ferðalög

Pekíng ?>

Pekíng

Lennti í Pekíng rétt eftir eitt síðdegis að staðartíma í dag — laugardag 19.apríl — fjórum tímum á eftir áætlun. Ferðinni var heitið á 17. alþjóðlegu veraldarvefs ráðstefnuna (WWW’08). Ferðalagið hófst á lestarstöðinni í Barcelona rétt eftir 11 á föstudags morgni — að staðartíma. Ég lagði af stað við þriðja mann af stað til Kína. Ferðalagið gekk ágætlega til að byrja með. Það er að segja lestin renndi inn á lestarstöðina á réttum tíma. Þegar að innritunarborðinu kom fengum við…

Read More Read More

Santa Clara ?>

Santa Clara

Vaknaði klukkan hálf átta í morgun í Santa Clara, CA (PST). Mér finnst nokkuð vel af sér vikið þar sem að ég vaknaði einig klukkan hálf átta í gærmorgun í Barcelona, ES (CET). Það sem bjargaði mér frá því að vera ekki á fótur fyrir allar aldir í morgun var að ég náði að halda mér vakandi fram eftir miðnætti í gærkvöldi.Ég var þó orðinn talsvert þreyttur undir lokin eftir að hafa verið vakandi í um 26 tíma. Í dag…

Read More Read More

Kína ?>

Kína

Ég skrapp í bókabúð á leiðinni heim úr vinnunni og keypti mér eitt stykki bók um Kína. Þar með hófst undirbúningur minn fyrir Kínaferð sem framundar er hjá mér. Leiðin liggur til Pekíng í lok apríl þar sem ég mun halda fyrirlestur á sautjándu alþjóðlegu veraldarvefsráðstefnunni (WWW’08). Ég geri ráð fyrir að túrhestast smá í nokkra daga fyrir og eftir ráðstefnuna. Áður ég held til Kína þá mun ég flakka smá um heiminn. Skelli mér til Kaliforníu í tvær vikur…

Read More Read More

Garrotxa ?>

Garrotxa

Hér kemur næsti skammtur af ferða sögum. Lauk í dag við að koma öðrum áfanga á blað. Þar segir frá dvöl minni í Eldfjalla þjóðgarðinum í Garrotxa (Parc Natural de la Zona Volcanica de la Garrotxa). 19. september 2007: Montseny — Olot 20. september 2007: Olot 21. september 2007: Dagur Eldgíganna Nú á ég einungis lokakaflann eftir.

Sant Marcal de Montseny ?>

Sant Marcal de Montseny

Þá hef ég náð að vinna það stórvirki að skrá fyrsta hluta hjólaferðar minnar um Katalóníu. Sagan spannar — hvorki meira né minna — þrjá daga og lýsir dvöl minni í Montseny þjóðgarðinum. Sagan hefst á hjólaferðinni inn í þjóðgarðinn og lýsir svo tveimur fjallgöngum. 16. september 2007: Barcelona — Montseny 17. september 2007: Matagalls 18. september 2007: Les Agudes Auk þess hef ég sett nokkarar myndir frá Montseny á Flickr.

Dagbók færð aftur í tímann ?>

Dagbók færð aftur í tímann

Fyrir einum og hálfum mánuði síðan tók ég mér vikulangt sumarfrí. Ég skellti mér í vikulanga hjólaferð um Katalóníu. Áður en ég lagði af stað í ferðina lofaði ég nokkrum vandamönnum því að birta ferðasöguna á netinu. Ég stefni enn á það að standa við það loforð þó að skriftirnar gangi heldur hægt. Í dag náði ég þeim stórmerka áfanga að koma fyrsta sumarfríis deginum á netið Barcelona — Montserrat  (kort) auk þess sem ég skrifaði dagbókarfærslu sem er sjálfstætt…

Read More Read More

Figueres — Barcelona ?>

Figueres — Barcelona

Dagurinn í dag markaði endalok hjólaferðar minnar um Katalóníu. Í tilefni dagsins ákvað ég að hjóla hvorki meira né minna en tvær sérleiðir. Fyrri sérleiðin var á milli hótels og lestarstöðvar í Figueres. Sú seinni var á milli lestarstöðvar og heimilis í Barcelona. Þess á milli tók ég mér far með lest frá Figueres til Barcelona.

Olot — Figueres ?>

Olot — Figueres

Rétt eftir níu lagði ég af stað í síðasta eiginlega áfanga hjólaferðarinnar. Ferðinni var heitið til Figueres — heimabæjar Salvador Dalí. Samkvæmt planinu átti þetta að verða stysta og auðveldasta hjólaferðin. Það gekk eftir. Það voru engin meiriháttar fjöll á leiðinni — einungis smá hólar og hæðir, upp og niður. Mér gafst því bæði tækifæri til þess að reyna smá á kálfa og læri og til þess að bruna niður brekkur. Eftir því sem hólarnir og hæðirnar urðu fleiri fór…

Read More Read More

Dagur eldgíganna ?>

Dagur eldgíganna

Dagurinn var tileinkaður eldgígum. Hjólaði nokkra kílómetra til suðausturs frá Olot. Lagði þar hjólinu við bílastæði mitt á milli tveggja eldgíga — Volcà de la Santa Margarida og Volcà del Croscat. Byrjaði á því að rölta upp á Volcà de la Santa Margarida. Eldfjallið er talsvert ólíkt kollegum sínum á Íslandi. Það er skógi vaxið og í miðjum gígnum er kirkja og hross á beit. Rölti þvínæst yfir að næsta eldfjalli — Volcà del Croscat. Fjallið er merkilegt fyrir þær…

Read More Read More

Olot ?>

Olot

Tók því rólega í dag. Markmiðið var að safna kröftum fyrir seinustu daga ferðarinnar. Ég byrjaði daginn á eldfjalla safni Olot. Á safninu má kynnast jarðfræðinni á bak við (eða réttara sagt fyrir neðan) eldfjöll. Eldfjöllum nágrennisins eru að sjálfsögðu gerð sérstök skil. Olot er höfuðstaður Garroxta svæðisins og liggur á milli margra kulnaðra eldfjalla. Bærinn er innan þjóðgarðar sem kallast Zona Volcanica. Eftir að hafa gert eldfjöllunum skil skrapp ég á héraðs minja safnið. Safnið lýsir atvinnuháttum og listum…

Read More Read More