Browsed by
Category: Ferðalög

Museo del Prado ?>

Museo del Prado

Gerdist menningarlegur og skellti mér á Prado safnid. Thar voru saman komnir margir af helstu málurum Spánar — Goya, Velázquez, El Greco, Ribera, Zurbarán, o.fl. Thad er med Prado eins og önnur söfn af sömu stærdargrádu ad thad er óds manns ædi ad reyna ad gera theim skil á einum og sama deginum. Ég lét mér nægja ad rölta um í um tvo og hálfan tíma. Eftir safnid tók ég upp thrádinn frá thví í gær og hélt áfram stefnulausu…

Read More Read More

Sevilla — Madrid ?>

Sevilla — Madrid

Himininn var blár og sólin brosti sínu breidasta thegar ég gekk út úr andyri hótelsins í Sevilla. Ég ákvad ad njóta vedurblídunnar og halda gangandi í áttina ad Santa Justa lestarsödinni. Ég thræddi thröngar götur midbæjarins og naut thess ad láta sólina thurrka fötin sem voru heldur rök eftir látlausa rigningu sídustu daga. Ég sökkti mér í eina jólabókina á medan lestin geystist í áttina til höfudborgarinnar — 250 kílómetra á klukkustund. Himininn skipti litum. Úr bláum í hvítan. Úr…

Read More Read More

Sevilla og appelsínur ?>

Sevilla og appelsínur

Ég ákvad ad sofa út í morgun. Thegar ég gekk út í rigningarúdann klukkan korter yfir tíu velti ég thví fyrir mér ad kannski væri ég med heldur óhefdbundinn skilning á hugtakinu ,,ad sofa út.“ Ég rölti í gegnum rigningarúdann í áttina ad dómkirkjunni. Á leidinni dádist ég enn einu sinni ad appelsínutrjánum sem vaxa á næstum hverju torgi hér um slódir. Ég hélt adáuninni áfram yfir morgunmatnum sem innihélt medal annars nýpressadan appelsínusafa. Eftir morgunmatinn hélt ég áfram göngu…

Read More Read More

Granada — Sevilla ?>

Granada — Sevilla

Hann hangir thurr er ég rölti eftir Gran Vía de Colón í átt ad lestarstöd Granada. Ég kaupi mér mida til Sevilla og kved Granada. Lestin mjakar sér til vesturs milli hæda og hóla framhjá grænum ólífutrjánum. Sólin gerir af og til heidarlega tilraun til thess ad brjótast í gegnum skýjahuluna. Skýin eru hins vegar fljót ad loka hverri glufu. Ödru hverju taka brúnir akrar vid af trjánum og einstaka sinnum eru their grænir. Í fjarska má sjá vindmyllur hamast…

Read More Read More

Alhambra ?>

Alhambra

Thad rættist heldur betur úr vedrinu í Granada. Í dag var himinn heidur og sól skein glatt. Ég notadi tækifærid og skodadi mig um í Alhambra. Ég thrammadi fram og til baka innan virkisveggjanna og naut íslamsks arkitektúrs í bland vid sól og bláan himinn. Thegar ég hafdi fengid nóg af thramminu skellti ég mér aftur inn í bæinn og thrammadi á milli tapas bara og fékk mér næringu. Thegar ég hafdi fengid meira en nóg af thramminu fékk ég…

Read More Read More

Rigning og skeggjadir arabar ?>

Rigning og skeggjadir arabar

Hann var heldur blautur annar dagurinn minn hér í Granada. Morgunskúrin var frekar léttvæg. Ég klæddi mig thví í pollagallann og fékk mér göngu um Albayzín hverfid. Thegar leid á morguninn vard rigningin théttari. Ég flúdi thví inn á kaffihús og sat thar med kaffi í annarri og bók í hinni. Um kvöldid skellti ég mér á Marokóskan veitingastad í Albayzín hverfinu. Thetta var notalegur stadur med arabísku yfirbragdi. Arabísk tónlist streymdi úr hátölurunum. Aljazeera var á skjánum. Stadurinn var…

Read More Read More

Granada ?>

Granada

Lennti í Granada rétt eftir ellefu. Thratt fyrir blauta spá thá var bara ágætis vedur — skýjad en thurrt. Ég ákvad thví ad nota thurrkinn og skellti mér í göngutúr eftir ad hafa skutlad farangrinum upp á hótelherbergi. Ég gekk um midbæinn og nágrenni dómkirkjunnar uns thad var kominn tími á middegismat. Ég settist thví inn á lítinn og cosy veitingastad. Á medan ég gæddi mér á matnum rættist úr vedurspánni. Thad fór ad rigna. Ég ákvad thví ad ílengjast…

Read More Read More

Myndir frá Peking ?>

Myndir frá Peking

Ég lauk undir lok síðustu viku við það að hlaða upp á flickr síðuna mína myndunum sem ég tók í Peking. Ég bjó einnig til tvær yfirlits síður yfir myndirnar: Myndir frá Peking Myndir frá Forboðnu Borginni Ástæða þess að Forboðna Borgin fékk sér síðu var sú að ég tók einfaldlega allt of margar myndir þar. Annars leit á tímabili illa út fyrir myndatökur í ferðinni. Á laugardeginum eftir ráðstefnuna fór ég í rútuferð með nokkrum vinnufélögum. Ferðinni var heitið…

Read More Read More

Tapað — fundið — tapað — fundið ?>

Tapað — fundið — tapað — fundið

Ég beið í gærkvöldi spenntur eftir því að Air China myndi færa mér farangurinn minn sem týndist á  leiðinni hingað til Pekíng. Ég hafði hringt fyrr um kvöldið og fengið þær fréttir að farangurinn væri fundinn og kominn til Pekíng. Honum yrði skutlað á hótelið um það bil á miðnætti. Rétt eftir ellefu er hringt úr hótel afgreiðslunni og mér tilkynnt að farangurinn væri á leiðinni upp á herbergi. Húrra! Stuttu síðar er bankað. Hótelstarfsmaður er mættur með farangur herbergisfélaga…

Read More Read More

Blautur í forboðinni borg ?>

Blautur í forboðinni borg

Vaknaði tiltölulega snemma í morgun eftir afar langþráðan svefn. Úti var hellirigning. Eftir morgunmatinn hélt ég til Forboðnu Borgarinnar ásamt fimm öðrum ráðstefnugestum. Hópurinn skiptist þó strax í tvo þriggja manna hópa vegna þess að leigubílstjórarnir óku okkur hvor að sínum inngangi. Við röltum því þrjú saman um borgina forboðnu í grenjandi rigningunni — vopnuð regnhlífum og myndavélum. Þrátt fyrir að göngutúrinn hafi verið afar blautur þá var hann afar ánægjulegur. Þegar við höfðum fengið nóg af forboðnum borgum þá…

Read More Read More