Browsed by
Category: Ferðalög

Foz do Iguaçu ?>

Foz do Iguaçu

Um miðjan morgun renndi rútan inn á umferðarmiðstöðina í Foz do Iguaçu og ég gerðist aftur ferðamaður eftir að hafa verið í fjögurra daga brúðkaupsveislu í borginni Campo Grande í Brasilíu. Rútuferðin frá Campo Grande hafði tekið 14 tíma — sem ég svaf af mér all flesta þó svefninn hafi hvorki verið djúpur né samfelldur. Réttara sagt þá svaf ég fyrri hluta rútuferðarinnar og einnig seinasta hlutann. Um miðbik ferðarinnar var ég andvaka sökum óvissu. Skömmu eftir að rútuferðin hófst…

Read More Read More

Hestar og köngulær ?>

Hestar og köngulær

Eftir að hafa eytt tveimur morgnum með villtum dýrum þá var í morgun kominn tími á að kynnast betur húsdýrum staðarins. Við skelltum okkur í útreiðartúr á nokkrum hestum búgarðsins. Við riðum þrettán kílómetra hring um svæðið sem tilheyrir búgarðinum. Mestur hluti túrsins var farinn í hægagandi en af og til hleyptum við hestunum á trott og gallop. Ég er ekki meiri hestamaður en það að ég hef ekki nokkra hugmynd um það hvaða gangtegundum íslenska hestsins trott og gallop…

Read More Read More

Piranha fiskar og vampíru leðurblökur ?>

Piranha fiskar og vampíru leðurblökur

Líkt og í gær var dagurinn í dag tekinn snemma. Klukkan fimm árdegis lögðum við af stað akandi með kanóa í eftirdragi. Um það bil tíu kílómetrum ofan við Barranco Alto búgarðinn renndum við kanóunum út í Svartá og héldum af stað niður ánna. Það var svolítið sérstök tilfinning að róa niður kaffibrúna ánna með smá krókódíla svamlandi í kring og vitandi af piranha fiskum syndandi undir yfirborðinu. Þó svo að bæði krókódilar og piranha fiskar séu tannbeittar skepnur þá…

Read More Read More

Smá krókódílar og risa mauraætur ?>

Smá krókódílar og risa mauraætur

Ég stökk á fætur þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan hálf-sex og gerði mig klárann fyrir fyrsta daginn í Pantanal náttúruverndarsvæðinu. Eftir morgunmatinn var haldið í bátsferð á Svartá (Río Negro) — ánna sem liggur um lendur búgarðsins Barranco Alto. Við ánna er blómlegt dýralíf. Það er allt morandi í cayman smá krókódílum og fuglum í öllum stærðum, litum og gerðum. Við sáum einnig heilmikið af capybara, stærsta nagdýri heims. Á gönguferð skammt frá árbakkanum sáum við fersk spor eftir cacareco, brasilískan…

Read More Read More

Afmæli í Brasilíu ?>

Afmæli í Brasilíu

Ég var í skýjunum með það að halda upp á afmælið mitt í Brasilíu. Þess vegna ákvað ég að halda upp á það að nokkru leyti í skýjunum. Ég byrjaði daginn á því að pakka saman föggum mínum og halda út á fugvöllinn í São Paulo. þar sem ég hafði mælt mér mót við vinafólk mitt sem komu með flugi frá Þýskalandi fyrr um daginn. Við flugum saman í vestur til borgarinnar Campo Grande sem er ekki ýkja langt frá…

Read More Read More

São Paulo Tvíæringurinn ?>

São Paulo Tvíæringurinn

Fyrsti morguninn minn í São Paulo hófst á því að heilsa upp á gamla kunningja. Melónu og papaya. Það var einmitt í Brasilíu fyrir sjö árum síðan, í Lençois þjóðgarðinum vestan við Salvador de Bahia, sem ég sannfærðist um ágæti þess að borða ávexti í morgunmat. Eftir morgunmatinn hófst ég handa (eða réttara sagt fóta) við að endurnýja kynni mín af borginni. Ég rölti, í gegnum rigningarúðann, niður Avenida Paulista og alla leið að Parque do Ibirapuera, sem er almenningsgarður…

Read More Read More

Suður Ameríka ?>

Suður Ameríka

Lagði land undir væng í dag og ferðaðist u.þ.b. níuþúsund kílómetra í suðvestur. Eftir rúmlega ellefu tíma flug lennti ég á alþjóðaflugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu. Borgin er fyrsti viðkomustaður minn í mánaðarlöngu ferðalagi um Suður Ameríku. Þar sem þetta er í annað sinn sem ég heimsæki heimsálfuna, landið og borgina þá hefur umhverfið enn sem komið er komið kunnuglega fyrir sjónir. Það mun hjálpa mér við að laga mig að Suður Amerískum lífsstíl. Þegar ég stillti úrið mitt…

Read More Read More

Er stysta röðin ávallt best? ?>

Er stysta röðin ávallt best?

Ég flaug í dag frá Barcelónu til Madrídar. Líkt og fyrri daginn þá spurði ég mig áleitinnar spurningar við innritunarborðið. Að þessu sinni spurði ég mig hvort stysta röðin væri ávallt sú besta. Ég spurði mig þessarar spurningar eftir að hafa valið stystu röðina við innritunarborðin. Við borðið stóðu kona og lítil stúlka. Fyrir framan mig í röðinni var portúgalskt par. Það var allt og sumt. Það gekk hægt að rita inn konuna og stúlkuna. Konan sem vann við innritunarborðið…

Read More Read More

700 grömm af heilbrigðri skynsemi ?>

700 grömm af heilbrigðri skynsemi

Ég flaug um daginn með easyJet frá London til Barcelona. Sú flugferð fékk mig til þess að velta fyrir því vægi sem reglur hafa í okkar daglega lífi á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Við innritunarborðið var mér tjáð að ferðataskan mín væri of þung — 21,6 kíló — 1,6 kílóum yfir hámarksþyngd. Í stað þess að rukka mig þegar í stað þá spurði stafsmaðurinn við innritunarborðið hvort ég gæti ekki flutt eitthvað úr ferðatöskunni yfir í handfarangurinn minn. ,,Rúmt eitt og…

Read More Read More

Nýtt ár ?>

Nýtt ár

Ég sit nú í lest sem geysist í áttina til Barcelona. Ferdalag mitt um Spán er brátt á enda. Ég fagnadi nýju ári med nokkrum tugum thúsunda Spánverja á Puerta del Sol torginu í Madrid. Thad var Evrópuandi yfir hátídahöldunum í tilefni thess ad Spánn er nú í forsæti fyrir Evrópusambandid. Ég tók sídan fyrsta dag ársins rólega. Ég byrjadi á thví ad rölta um El Retiro gardinn en plantadi mér sídan nidur á bar eftir hádegismatinn med skáldsögu í…

Read More Read More