Foz do Iguaçu
Um miðjan morgun renndi rútan inn á umferðarmiðstöðina í Foz do Iguaçu og ég gerðist aftur ferðamaður eftir að hafa verið í fjögurra daga brúðkaupsveislu í borginni Campo Grande í Brasilíu. Rútuferðin frá Campo Grande hafði tekið 14 tíma — sem ég svaf af mér all flesta þó svefninn hafi hvorki verið djúpur né samfelldur. Réttara sagt þá svaf ég fyrri hluta rútuferðarinnar og einnig seinasta hlutann. Um miðbik ferðarinnar var ég andvaka sökum óvissu. Skömmu eftir að rútuferðin hófst…