Borgarbarn í sjávarplássi
Dvöl mín hér í Norður Patagóníu hefur verið eilítið frábrugðin því sem ég lagði upp með þegar ég lagði af stað hingað suður eftir. Eftir tveggja daga göngu upp að Svartavatni tók við tveggja daga rigning og magakveisa. Í stað þess að ganga á fleiri fjöll og sigla á kayak um gljúfur þá svaf ég – slakaði á og tók mér far yfir landamærin frá Argentínu til Síle — frá Bariloche til Puerto Montt. Í dag var magakveisan að mestu…