Lygalestur
Eftir misheppnaðan mars þá gekk það lygilega vel að standa við áætlun mína um að klára þrjár bækur í apríl mánuði. Þessi árangur skýrist að miklu leyti af því að hann er lygi. Þó ég sjái mig tilneyddan til þess að hagræða sannleikanum eilítið, þá er ég glaður yfir því að hafa náð markmiði mínum um að leggja þjár bækur til hliðar í apríl. Fyrsta bók mánaðarins var hljóðbókin In the Plex: How Google Thinks, Works, and Shapes Our Lives…