Browsed by
Category: Bækur

Lygalestur ?>

Lygalestur

Eftir misheppnaðan mars þá gekk það lygilega vel að standa við áætlun mína um að klára þrjár bækur í apríl mánuði. Þessi árangur skýrist að miklu leyti af því að hann er lygi. Þó ég sjái mig tilneyddan til þess að hagræða sannleikanum eilítið, þá er ég glaður yfir því að hafa náð markmiði mínum um að leggja þjár bækur til hliðar í apríl. Fyrsta bók mánaðarins var hljóðbókin In the Plex: How Google Thinks, Works, and Shapes Our Lives…

Read More Read More

Marslestur ?>

Marslestur

Eftir að hafa lokið við að lesa eða hlusta á þrjár bækur á mánuði í janúar og febrúar þá riðlaðist lestrarplanið í mars. Ég náði einungis að klára tvær bækur. Eina hljóðbók og eina kilju. Fyrri bók mánaðarins var hljóðbókarútgáfa Born to Run eftir Crhistopher McDougall. Eins og titillinn bendir til þá er megin þema bókarinnar að leiða að því rökum að mannfólkið sé fætt til þess að hlaupa. Eins og langhlaupurum sæmir þá fer Chris yfir víðan völl í…

Read More Read More

Febrúarbækur ?>

Febrúarbækur

Fyrir mánuði síðan kom ég út úr bókaskápnum, viðurkenndi lestrarleti mína, hleypti lestrarátaki af stokkunum og tilkynnti umheiminum frá því að ég stefndi að því að klára þrjár bækur í hverjum mánuði þessa árs. Nú er febrúar senn liðinn og rétt að greina frá því hvernig mér miðar áfram. Í síðustu færslu steig ég varlega til jarðar með því að skilgeina markmið mitt þannig að bók teldist með ef hún væri kláruð í mánuðinum, óháð því hvenær ég byrjaði á…

Read More Read More

Janúarlestur ?>

Janúarlestur

Ég hef verið óánægður með það undanfarið hversu óduglegur ég hef verið við bókalestur. Til þess að gera bragarbót í þeim efnum ákvað ég í ársbyrjun að hrinda af stað lestrarátaki og einsetja mér að klára að minnsta kosti þrjár bækur á mánuði út árið 2013. Til þess að halda sjálfum mér við efnið þá taldi ég best að hóta sjálfum mér refsingu ef ég stæði ekki við fyrirheitið. Eftir talsverða íhugun þá ályktaði ég að hæfileg refsing fyrir brot…

Read More Read More

Af áramótaheitum ?>

Af áramótaheitum

Það var í sjálfu sér ekki mikill metnaður í áramótaheitunum mínum fyrir síðasta ár. Ég hugðist einungis gera þrennt á árinu: gefa út bók, selja hana í nokkrum milljónum eintaka og setjast í helgan stein. Þar sem að annað heitið var byggt á því fyrsta og það þriðja lauslega byggt á því öðru þá ákvað ég að byrja á því að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og gefa út bók. Bókaútgáfan gekk bara nokkuð vel. Handritið var…

Read More Read More

Bókatíðindi ?>

Bókatíðindi

Betra er seint en aldrei í rassinn gripið segir máltækið kannski ekki alveg. Því er hins vegar ekki að neita að ég er heldur seinn að segja dagbókinni í lok október fréttir af því sem ég var að dunda mér við í sumar. Ég tók mér langt sumarfrí frá tölvuheiminum og lét gamlan draum rætast. Ég gaf út mína fyrstu bók. Bókin ber nafnið 999 Erlendis (999 Abroad á ensku) og er safn smásagna sem ég hef verið að dunda…

Read More Read More

Ekki alltaf jólin ?>

Ekki alltaf jólin

Það eru ekki alltaf jólin. Það má segja að jólunum hafi lokið formlega hjá mér í gær. Ég kláraði síðustu jólaskáldsöguna og borðaði síðasta molann af jólakonfektinu. Nú tekur við blákaldur hversdagsleikinn. Ég get þó ornað mér við það að ég á eina jólasögu eftir — mannkynssöguna. Seint kemur að mannkynssögulokum og endalaust hægt að glugga í hana. Hversdagsleikinn verður því ekki eins blákaldur og spálíkönin gerðu ráð fyrir. Hann verður hins vegar ekki eins sætur og jólin — en…

Read More Read More

Sagan öll ?>

Sagan öll

Í september í fyrra datt mér sú fásinna í hug að skrifa heila skáldsögu á einum mánuði. Á næstum hverjum morgni þann mánuðinn sat ég með tölvuna í kjöltunni og hamaðist við að skrifa. Í lok mánaðarins hafði ég lokið ætlunarverki mínu. Ég hafði skrifað yfir 50.000 orð á 30 dögum. Ég hafði skrifað mína fyrstu skáldsögu. Síðan í september hefur skáldsagan legið ein og yfirgefin ofan í skúffu. Enginn hefur veitt henni athygli. Hún hefur verið afar einmana. Fyrir…

Read More Read More

Ofsi ?>

Ofsi

Ég lauk í gærkvöldi við að lesa Ofsa eftir Einar Kárason. Bókin er skáldsaga byggð á Íslandssögunni. Sagan er sögð frá sjónarhorni leikenda og gerenda í þeirri atburðarás sem fór af stað eftir að Gissur Þorvaldsson kom heim frá Noregi og reyndi að binda endi á Sturlunga-ó-öldina. Mér fannst þessi saga afar skemmtileg lesning. Það var gaman að lesa Íslandssöguna út frá persónulegu sjónarhorni. Meðan á lestrinum stóð þá gleymdi ég því gersamlega að þetta væri skáldsaga og trúði því…

Read More Read More

Æskudraumur rætist ?>

Æskudraumur rætist

Það er ekki á hverjum degi sem æstkudraumar rætast. Til dæmis á ég ekkert sérstaklega von á því að nokkur slíkur rætist í dag. Hins vegar rættist einn slíkur í gærkvöldi. Í gær lauk ég við uppkast að minni fyrstu skáldsögu … eða réttara sagt þá lauk ég við mitt fyrsta uppkast að skáldsögu. Frá því að ég man eftir mér hefur mig dreymt um að skrifa skáldsögu. Í gegnum tíðina hef ég gert nokkrar tilraunir til þess að láta…

Read More Read More