Hjólaöryggi
Að vanda brunaði ég á hjólinu niður Carrer del Torrent de les Flors í morgun á leið minni í vinnuna. Ég naut þess að láta ferskan morgun andvarann leika um hárið. Það var eitthvað dásamlega óvenjulega ferskt við andvarann. Eitthvað mjög undarlegt. Eitthvað grunsamlega undarlegt. Það var eitthvað eins og ekki átti að vera. Eftir nokkra sekúnda umhugsun rann það upp fyrir mér að ég hafði gleymt hjólahjálminum heima. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að hjóla hér í Barcelona…