Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Hjólaöryggi ?>

Hjólaöryggi

Að vanda brunaði ég á hjólinu niður Carrer del Torrent de les Flors í morgun á  leið minni í vinnuna.  Ég naut þess að láta ferskan morgun andvarann leika um hárið. Það var eitthvað dásamlega óvenjulega ferskt við andvarann. Eitthvað mjög undarlegt. Eitthvað grunsamlega undarlegt. Það var eitthvað eins og ekki átti að vera. Eftir nokkra sekúnda umhugsun rann það upp fyrir mér að ég hafði gleymt hjólahjálminum heima. Í fyrsta sinn síðan ég byrjaði að hjóla hér í Barcelona…

Read More Read More

Kína ?>

Kína

Ég skrapp í bókabúð á leiðinni heim úr vinnunni og keypti mér eitt stykki bók um Kína. Þar með hófst undirbúningur minn fyrir Kínaferð sem framundar er hjá mér. Leiðin liggur til Pekíng í lok apríl þar sem ég mun halda fyrirlestur á sautjándu alþjóðlegu veraldarvefsráðstefnunni (WWW’08). Ég geri ráð fyrir að túrhestast smá í nokkra daga fyrir og eftir ráðstefnuna. Áður ég held til Kína þá mun ég flakka smá um heiminn. Skelli mér til Kaliforníu í tvær vikur…

Read More Read More

Litlu jólin ?>

Litlu jólin

VIð héldum í dag upp á litlu jólin í vinnunni. Eins og er við hæfi á litlum jólum þá skiptumst við á gjöfum. Þar sem að við "Hollendingarnir" (fólk sem er með doktorsgráðu frá Hollandi) erum sterkur þrýstihópur í vinnunni þá varð það úr að haldið var upp á litlu jólin með hollenskri aðferð. Hver lagði til tvær gjafir sem hvor kostaði um fimm evrur. Gjöfunum var síðan útdeilt af handahófi þannig að hver þáttakandi byrjaði leikinn með tvær gjafir….

Read More Read More

MACBA ?>

MACBA

Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun. Draum sem var þó blákaldur veruleiki. Ég áttaði mig á því að ég hafði búið í næstum níu mánuði í Barcelona án þess að hafa skoðað helstu söfn borgarinnar. Til þess að reyna að bæta eilítið úr þeim málum þá skellti ég mér á nýlistasafnið í dag — Museu d’Art Contemporani de Barcelona (MACBA). Safnið er hið ágætasta nýlistasafn. Þar er tiltölulega mikið af abstrakt expressjónisma eftir m.a. Jackson Pollock, Mark Rothko,…

Read More Read More

He perdido un … uhh … ehh … filling ?>

He perdido un … uhh … ehh … filling

Ég varð fyrir því óláni að missa fyllingu úr tönn. Ég skellti mér því til tannlæknis í dag til þess að láta líta á málið. Þó svo að spænskunámskeiðið mitt gangi vel þá erum við ekki búin að fara í gegnum orðaforðann sem tengist tannviðgerðum. Það verður að ég held ekki fyrr en í þarnæstu viku — milli þess sem við lærum orðaforðann sem tengist mjaðmaliðsaðgerðum og því að skipta um neðri spindilkúlu vinstra megin í 1984 árgerð af Subaru…

Read More Read More

Sagan öll ?>

Sagan öll

Loksins hefur mér tekist að setja punktinn yfir i-ið í sögunni af Katalóníuhjólreiðunum. Síðustu tveir dagarnir eru komnir á netið. 22. september 2007:Olot — Figueres 23. september 2007: Figueres — Barcelona Bara að ég væri eins duglegur að blogga um nútíðina eins og þátíðina.

Garrotxa ?>

Garrotxa

Hér kemur næsti skammtur af ferða sögum. Lauk í dag við að koma öðrum áfanga á blað. Þar segir frá dvöl minni í Eldfjalla þjóðgarðinum í Garrotxa (Parc Natural de la Zona Volcanica de la Garrotxa). 19. september 2007: Montseny — Olot 20. september 2007: Olot 21. september 2007: Dagur Eldgíganna Nú á ég einungis lokakaflann eftir.

Sant Marcal de Montseny ?>

Sant Marcal de Montseny

Þá hef ég náð að vinna það stórvirki að skrá fyrsta hluta hjólaferðar minnar um Katalóníu. Sagan spannar — hvorki meira né minna — þrjá daga og lýsir dvöl minni í Montseny þjóðgarðinum. Sagan hefst á hjólaferðinni inn í þjóðgarðinn og lýsir svo tveimur fjallgöngum. 16. september 2007: Barcelona — Montseny 17. september 2007: Matagalls 18. september 2007: Les Agudes Auk þess hef ég sett nokkarar myndir frá Montseny á Flickr.

Hættur að borða súpu með gaffli ?>

Hættur að borða súpu með gaffli

Eftir átta mánaða óformleaga leit fann ég í gær búð hér í Barcelónu sem selur grænt karrí, kóskósmjólk og tælensk hrísgrjón. Í tilefni þessa fundar skrapp ég á markaðinn í dag og keypti ég mér smáhumar (langostino), græna- og rauða papriku og bauaspírur. Útkoman úr þessum verslunarferðum var dásamlegur hádegismatur í dag — smáhumar í grænu karrí. Í sömu búð og ég keypti karríið græna keypti ég mér matarprjóna. Nú get ég loksins hætt þeim heldur hallærislega sið að borða…

Read More Read More

Dagbók færð aftur í tímann ?>

Dagbók færð aftur í tímann

Fyrir einum og hálfum mánuði síðan tók ég mér vikulangt sumarfrí. Ég skellti mér í vikulanga hjólaferð um Katalóníu. Áður en ég lagði af stað í ferðina lofaði ég nokkrum vandamönnum því að birta ferðasöguna á netinu. Ég stefni enn á það að standa við það loforð þó að skriftirnar gangi heldur hægt. Í dag náði ég þeim stórmerka áfanga að koma fyrsta sumarfríis deginum á netið Barcelona — Montserrat  (kort) auk þess sem ég skrifaði dagbókarfærslu sem er sjálfstætt…

Read More Read More