Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Pekíng ?>

Pekíng

Lennti í Pekíng rétt eftir eitt síðdegis að staðartíma í dag — laugardag 19.apríl — fjórum tímum á eftir áætlun. Ferðinni var heitið á 17. alþjóðlegu veraldarvefs ráðstefnuna (WWW’08). Ferðalagið hófst á lestarstöðinni í Barcelona rétt eftir 11 á föstudags morgni — að staðartíma. Ég lagði af stað við þriðja mann af stað til Kína. Ferðalagið gekk ágætlega til að byrja með. Það er að segja lestin renndi inn á lestarstöðina á réttum tíma. Þegar að innritunarborðinu kom fengum við…

Read More Read More

Spænsk biðraðafræði ?>

Spænsk biðraðafræði

Á undanförnum mánuðum hef ég eytt all nokkrum klukkutímum í hinum og þessum biðröðum á Spáni. Þó að biðraðirnar séu jafn misjafnar eins og þær eru margar þá er eitt forvintilegt mynstur sem er sameiginleg með mörgum biðraðanna. Mynstrið lýsir sér þannig að tvær biðraðir myndast fyrir utan dyr hálftíma til klukkutíma áður en dyrnar opnast. Fyrir utan dyrnar eru engar leiðbeiningar sem gefa til kynna að tvær biðraðir skulu myndast. Því síður eru nokkrar leiðbeiningar sem gefa til kynna…

Read More Read More

Cursa Bombers 2008 ?>

Cursa Bombers 2008

Klukkan hálf tíu var ég mættur á ráslínu tíunda slökkviliðsmanna hlaups Barcelona — Cursa Bombers 2008. Ég mætti snemma til að ná góðri stöðu á ráslínunni og þar með sleppa við hvað mestu traffíkina í byrjun hlaups. Markmiðið var að hlaupa kílómetrana tíu á fimmtíu mínútum. Fimmtíu mínútur er fínn tími til að stefna á. Sér í lagi vegna þess hversu fimm sinnum taflan er auðveld. Það er því tiltölulega auðvelt að reikna út við hvert kílómetra skilti hvernig hlaupinu…

Read More Read More

Æfingabúðir ?>

Æfingabúðir

Til þess að undirbúa mig sem best fyrir hlaup morgundagsins þá skrapp ég í tveggja daga æfingabúðir til Andorra. Þar tók ég þátt í stöngu prógrammi til þess að búa mig sem best undir hlaupið. Undirbúningurinn fólst að mestu leyti í því að borða góðan mat til þess að fylla vöðvana af orku. Auk þess gætti ég mig vel á því að drekka nóg af rauðvíni til þess að halda vöðvunum mjúkum.  Á milli mála hlustaði ég á fyrirlestra um…

Read More Read More

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum ?>

Hlaupið með sauðsvörtum almúganum

Ég skrapp í dag og náði í skráningargögnin mín fyrir Cursa Bombers 2008. Eitt af því sem mér líkar vel við þetta hlaup er að það eru engin skráningarnúmer sem maður þarf að næla á sig. Þess í stað fær hver þáttakandi ekta Nike Fit Dry hlaupabol með áprenntuðu skráningarnúmeri. Þegar ég sótti bolinn minn og örflöguna þá áttaði ég mig á því að ég gerði svakaleg mistök. Ég gleymdi að taka með mér sönnun þess að ég hefði hlaupið…

Read More Read More

Tibidabo ?>

Tibidabo

Eftir að hafa um síðustu helgi ráðist á garðinn þar sem hann er hvað lægstur og hjólað um flatlendi þá var kominn tími á að lyfta hjólreiðunum á hærra plan. Ég skrapp því í dag ásamt vinnufélaga mínum upp á Tibidabo (512m). Eftir að hafa hjólað upp á toppinn settumst við niður og fengum okkur kaffi og croissant. Eftir kaffið fannst okkur of snemmt að snúa til baka til Barcelona. Við renndum okkur niður fjallið hinum megin — niður til…

Read More Read More

Páskahjól ?>

Páskahjól

Páskadagur er tilvalinn til þess að liggja í leti uppi í sófa og borða páskaegg. Þar sem að ég átti ekkert páskaegg þá ákvað ég þess í stað að skella mér í hjólatúr. Ég hjólaði norður frá Barcelona meðfram ánni Besós. Fyrsti hluti ferðarinnar lá í gegnum ægifagurt landslag — nema ef svo einkennilega vildi til að fólk teldi brotajárnshauga, múrsteinaverksmiðjur og geymslusvæði ekki til einstakra náttúruperla. Smám saman varð léttiðnaðurinn léttari og léttari og trjánum fjölgaði. Eftir að hafa…

Read More Read More

Síðasta vika ?>

Síðasta vika

Eftir atburði síðustu viku get ég hiklaust mælt með … … að skella sér á Camp Nou og sjá Barça spila. Það er ekki amalegt að sjá leikmann með íslenskt blóð í æðum koma inn á sem varamaður og skora sigumark leiksins. Og þó. Nema kannski ef íslenska blóðið er rækilega útþynnt í líkama Jon Dahl Tomasson sem skorar sigurmark Villarreal á móti Barça. … að sjá The Cure spila á tónleikum í Palau Sant Jordi ásamt 20.000 öðrum áhagendum….

Read More Read More

Santa Clara ?>

Santa Clara

Vaknaði klukkan hálf átta í morgun í Santa Clara, CA (PST). Mér finnst nokkuð vel af sér vikið þar sem að ég vaknaði einig klukkan hálf átta í gærmorgun í Barcelona, ES (CET). Það sem bjargaði mér frá því að vera ekki á fótur fyrir allar aldir í morgun var að ég náði að halda mér vakandi fram eftir miðnætti í gærkvöldi.Ég var þó orðinn talsvert þreyttur undir lokin eftir að hafa verið vakandi í um 26 tíma. Í dag…

Read More Read More

Myndasúpa ?>

Myndasúpa

Þó að ég starfi sem vísindamaður þá er ekki þar með sagt að ég sé alla daga að fást við einhver geimvísindi. Já sæll! Eigum við að ræða það eitthvað eða? Í gær leit dagsins ljós myndasúpan — mitt fyrsta opinberlega framlag til vísindanna sem starfmaður Yahoo! Research. Um er að ræða leik sem við nokkrir vinnufélagarnir settum saman á hakkdegi (e. hack day) Yahoo! fyrr í vetur. Það er að segja, við höfðum 24 tíma til þess að búa…

Read More Read More