Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Æskudraumur rætist ?>

Æskudraumur rætist

Það er ekki á hverjum degi sem æstkudraumar rætast. Til dæmis á ég ekkert sérstaklega von á því að nokkur slíkur rætist í dag. Hins vegar rættist einn slíkur í gærkvöldi. Í gær lauk ég við uppkast að minni fyrstu skáldsögu … eða réttara sagt þá lauk ég við mitt fyrsta uppkast að skáldsögu. Frá því að ég man eftir mér hefur mig dreymt um að skrifa skáldsögu. Í gegnum tíðina hef ég gert nokkrar tilraunir til þess að láta…

Read More Read More

Cursa de la Mercè 2008 ?>

Cursa de la Mercè 2008

Ég tók í dag þátt í þrítugasta Merce hlaupinu. Hlaupnir voru tíu kílómetrar um götur Barcelona. Ég hafði sett mér það markmið að bæta minn besta árangur um rúma mínútu og hlaupa á innan við 48 mínútum. Þar sem ég er búinn að vera óvenjulega duglegur við að hlaupa undanfarinn mánuð þá taldi ég þetta raunhæft markmið. Á fimmtudaginn komust hins vegar öll mín plön í uppnám. Eiginkona aðal halupafélaga míns spurði mig hvort ég stefndi enn á að hlaupa…

Read More Read More

Hvenær er best að finna hluti? ?>

Hvenær er best að finna hluti?

Fram til dagsins í dag hef ég verið á þeirri skoðun að eftir að hlutir týnast þá er jafnan nytsamlegt að finna þá aftur. Það gerðist í sjálfu sér ekkert í dag sem breytti þessari skoðun minni. Hins vegar komst ég að því í dag að til eru nytsamlegri atburðir en að finna hluti eftir að þeir týnast. Til dæmis er mun nytsamlegra að finna hluti áður en þeir týnast. Með því að finna hluti áður en þeir týnast er…

Read More Read More

Hjól og sól ?>

Hjól og sól

Undanfarna viku hef ég fylgst spenntur með veðurspánni fyrir daginn í dag. Mig langaði nefnilega að skella mér í hjólatúr. Veðurspáin breyttist reglulega. Fyrst var spáð þrumuveðri. Seinna var spáð skúrum. Sólskin fylgdi í kjölfarið en breyttist svo í hálfskýjað. Í morgun bar spánum síðan ekki saman. Ein spáði sól en önnur rigningu. Ég tók meðaltalið af þessum tveimur spám og gerði ráð fyrir skýjuðu en þurru veðri. Þó svo að sólin hafi skinið í morgun þá ákvað því að…

Read More Read More

Lambakjöt með kvöldsólinni ?>

Lambakjöt með kvöldsólinni

Foreldrarnir komu til Barcelónu í gærkveldi með veislu í farangrinum. Ég bauð því í kvöld upp á grillaðar íslenskar lambalundir með sveppa-baunaspíru-kryddosts-rjómasósu. Með þessu var drukkin kvöldsól — húsavískt berjavín. Nammi, nammi, nammi, namm. Það eina sem vantaði var alvöru kvöldsól — það gekk nefnilega á með skúrum seinni partinn.

Óstöðug rithönd ?>

Óstöðug rithönd

Þrátt fyrir að það séu all nokkur ár síðan ég lærði að skrifa þá hef ég aldrei náð að þróa með mér sérstaklega stöðuga rithönd. Rithöndin breytist frá degi til dags. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á rithöndina. Það skiptir máli á hvernig pappír ég rita, hvers konar skriffæri ég hef í hönd, hvers konar undilag er til staðar, og þar fram eftir götunum. Síðast en ekki síst skiptir máli í hvernig skapi ég er — hvort ég…

Read More Read More

La 30a Cursa El Corte Inglés! ?>

La 30a Cursa El Corte Inglés!

Tók daginn snemma — miðað við að það var Sunnudagur — og var mættur niður á Katalóníu torg um níuleytið. Tilbúinn að taka þátt í Þrítugasta Kapphlaupi Ensku Hirðarinnar ásamt um það bil fimmtíu þúsund öðrum hlaupurum. La Cursa Corte Inglés er um margt sérkennilegt hlaup. Í fyrsta lagi er hlaupið ellefu kílómetrar — sem er heldur óvenjuleg vegalengd. Sér í lagi ef haft er í huga að hlaupið er ætlað sem skemmtiskokk. Í öðru lagi þá liggur hlaupið um…

Read More Read More

Myndir frá Peking ?>

Myndir frá Peking

Ég lauk undir lok síðustu viku við það að hlaða upp á flickr síðuna mína myndunum sem ég tók í Peking. Ég bjó einnig til tvær yfirlits síður yfir myndirnar: Myndir frá Peking Myndir frá Forboðnu Borginni Ástæða þess að Forboðna Borgin fékk sér síðu var sú að ég tók einfaldlega allt of margar myndir þar. Annars leit á tímabili illa út fyrir myndatökur í ferðinni. Á laugardeginum eftir ráðstefnuna fór ég í rútuferð með nokkrum vinnufélögum. Ferðinni var heitið…

Read More Read More

Tapað — fundið — tapað — fundið ?>

Tapað — fundið — tapað — fundið

Ég beið í gærkvöldi spenntur eftir því að Air China myndi færa mér farangurinn minn sem týndist á  leiðinni hingað til Pekíng. Ég hafði hringt fyrr um kvöldið og fengið þær fréttir að farangurinn væri fundinn og kominn til Pekíng. Honum yrði skutlað á hótelið um það bil á miðnætti. Rétt eftir ellefu er hringt úr hótel afgreiðslunni og mér tilkynnt að farangurinn væri á leiðinni upp á herbergi. Húrra! Stuttu síðar er bankað. Hótelstarfsmaður er mættur með farangur herbergisfélaga…

Read More Read More

Blautur í forboðinni borg ?>

Blautur í forboðinni borg

Vaknaði tiltölulega snemma í morgun eftir afar langþráðan svefn. Úti var hellirigning. Eftir morgunmatinn hélt ég til Forboðnu Borgarinnar ásamt fimm öðrum ráðstefnugestum. Hópurinn skiptist þó strax í tvo þriggja manna hópa vegna þess að leigubílstjórarnir óku okkur hvor að sínum inngangi. Við röltum því þrjú saman um borgina forboðnu í grenjandi rigningunni — vopnuð regnhlífum og myndavélum. Þrátt fyrir að göngutúrinn hafi verið afar blautur þá var hann afar ánægjulegur. Þegar við höfðum fengið nóg af forboðnum borgum þá…

Read More Read More