Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Skriffinsku dagur. ég notaði ?>

Skriffinsku dagur. ég notaði

Skriffinsku dagur. ég notaði daginn til að ganga frá þeirri formlegu pappírsvinnu sem ég átti eftir að ganga frá. ég byrjaði á að fara í bankann í næstu götu og til að stofna bankareikning. Þar sem ég hafði ekki meðferðis ljósrit af passanum mínum þá þurfti ég að fara í banka niðri í bæ til ad stofna reikninginn. ég fór því niður í bæ og stofnaði reikninginn. Þegar afgreiðslukonan hafði lokið vinnu sinnni lét hún mig hafa stafla af pappírum…

Read More Read More

Fór og gekk frá ?>

Fór og gekk frá

Fór og gekk frá skráningu í skólann og talaði vid umsjónarmann námsins míns. Ég er að gera tilraunir með hvernig er best að læra að rata. Ég skoðaði kort í smá tíma, fann út hvert ég átti að fara og lagði svo af stað, nokkurn veginn viss um í hvaða átt ég átti að fara en ekki með leiðina í kollinum. Einsetti mér svo að finna staðinn án þess að líta nokkru sinni á kort. Þetta gekk bara vel (a.m.k….

Read More Read More

Ég fagnaði nýrri öld ?>

Ég fagnaði nýrri öld

Ég fagnaði nýrri öld með því að vakna semma. Eftir að hafa morgunmatast tékkaði ég mig út og tók hótelskutluna út á flugvöll. Þaðan tók ég lest til Duivendrecht, skipti þar um lest og hélt á vit Amstel (þ.e. lestarstöðvarinnar Amstel). Þar steig ég af lestinni og gekk um hverfið með bakpoka á bakinu og ferðatösku í eftirdragi, í leit að staðnum þar sem ég átti að sækja lyklana að herberginu mínu. Það gekk nú bara vel enda ekki við…

Read More Read More

Þessi dagur er tilvalinn ?>

Þessi dagur er tilvalinn

Þessi dagur er tilvalinn til að lesa og horfa á sjónvarp. Enda var það nákvæmlega það sem ég gerði framan af degi. Eftir hádegið beið mín afar spennandi verkefni. Það var að pakka tíu kílóum af bókum og einum litlum bakpoka ofan í ferðatösku og stóran bakpoka. Þess má geta ad bæði ferðataskan og bakpokinn voru full áður en verkið hófst. En það sannaðist að það er full þörf á stigbreytingunni fullur/fyllri/fyllstur, því að mér tókst, með því að umraða…

Read More Read More

Klukkan fimm, eftir stuttan ?>

Klukkan fimm, eftir stuttan

Klukkan fimm, eftir stuttan svefn, fór ég á fætur til að klára að pakka niður. Ég komst fljótlega að því að ég hafði ekki pláss fyrir allt sem ég ætlaði að taka með mér. Ég stafladi því upp þeim hlutum sem ekki komust fyrir og bað pabba um að senda þá. Brátt var kominn tími til að leggja af stað. Suttu seinna tókst mér að klára að pakka og kveðja. Ferðin til Keflavíkur gekk bara vel. Þó að leyfileg hámarksþyngd…

Read More Read More