Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

19a Cursa CEC a Collserola ?>

19a Cursa CEC a Collserola

Ofan við Barcelona eru að öllu jöfnu hæðir. Í dag var þar fjall. Ég tók þátt í nítjánda fjallahlaupi Ferðafélags Katalóníu um Collserola fjallgarðinn. Undirbúningurinn fyrir hlaupið var heldur skrykkjóttur og lengi vel tvísýnt um þáttöku. Á þriðjudaginn í þarsíðustu viku reyndi ég að halda í við ofurmaraþonhlaupara og hljóp allt of hratt. Um síðustu helgi varð ég að láta mér stuttan hlaupasprett nægja því ég hafði ekki náð að jafna mig eftir þriðjudaginn. Ég ákvað því að taka það…

Read More Read More

Sagan öll ?>

Sagan öll

Í september í fyrra datt mér sú fásinna í hug að skrifa heila skáldsögu á einum mánuði. Á næstum hverjum morgni þann mánuðinn sat ég með tölvuna í kjöltunni og hamaðist við að skrifa. Í lok mánaðarins hafði ég lokið ætlunarverki mínu. Ég hafði skrifað yfir 50.000 orð á 30 dögum. Ég hafði skrifað mína fyrstu skáldsögu. Síðan í september hefur skáldsagan legið ein og yfirgefin ofan í skúffu. Enginn hefur veitt henni athygli. Hún hefur verið afar einmana. Fyrir…

Read More Read More

Tagamanent ?>

Tagamanent

Ég skrapp í dag í fjallgöngu. Fyrir valinu var fjallið Tagamanent (1059m) í Montseny þjóðgarðinum. Þetta var í annað sinn sem ég reyni við þetta fjall. Í fyrra skiptið var ég aðeins of utan við mig á göngunni og gleymdi að beygja til vinstri þegar ég átti að gera það. Úr varð að ég villtist í kjölfarið og varð að sætta við mig við að fá mér stefnulausan göngutúr um láglendi Montseny hálf sannfærður um að ég væri á rangri…

Read More Read More

Mulla’t i corre ?>

Mulla’t i corre

Mig hefur lengi dreymt um það að þeysa á ofsahraða eftri kappakstursbraut. Finna lyktina af brennandi gúmmíi. Finna vindinn leika um andlitið. Finna adrenalínið flæða um líkamann. Finna hjartað slá hraðar. Í dag lét ég drauminn rætast. Í dag vætti ég mig til styrktar MS sjúkdómnum. Ég tók þátt í hlaupinu Mulla’t i corre per l’esclerosi múltiple — Vættu þig og hlauptu til styrkar MS. Eftir því sem ég kemst næst tíðkast það hér í Katalóníunni að væta sig til…

Read More Read More

Cursa Bombers 2009 ?>

Cursa Bombers 2009

Á undanförnum árum hef ég verið að rannsaka hvernig skilyrði henta mér best til þess að ná árangri í langhlaupum. Niðurstöður rannsókna minna eru eftirfarandi. 1) Þjálfun er betri en þjálfunarleysi. 2) Mér finnst rigningin góð. 3) Auðveldara er að ná metnaðarlausum markmiðum heldur en metnaðarfullum markmiðum. Það er næsta víst að þessar niðurstöður muni valda straumhvörfum í íþróttaheiminum. Ég tók í dag þátt í hinu árlega Cursa Bombers hlaupi. Með það fyrir augum að hámarka árangur minn þá hagaði…

Read More Read More

Ofsi ?>

Ofsi

Ég lauk í gærkvöldi við að lesa Ofsa eftir Einar Kárason. Bókin er skáldsaga byggð á Íslandssögunni. Sagan er sögð frá sjónarhorni leikenda og gerenda í þeirri atburðarás sem fór af stað eftir að Gissur Þorvaldsson kom heim frá Noregi og reyndi að binda endi á Sturlunga-ó-öldina. Mér fannst þessi saga afar skemmtileg lesning. Það var gaman að lesa Íslandssöguna út frá persónulegu sjónarhorni. Meðan á lestrinum stóð þá gleymdi ég því gersamlega að þetta væri skáldsaga og trúði því…

Read More Read More

Minni-hluta stjórn ?>

Minni-hluta stjórn

Ég get ekki sagt að ég sé mikill stuðningsmaður ríkisins. Mér finnst afar leiðinlegt að sjá hvernig ríkið virðist með engu móti geta staðist að vera með puttana í öllum sköpuðum — og vansköpuðum — hlutum. Oft er um að ræða afar stóra hluti eins og ríkisstyrktar risavirkjanir, rándýrar tónlistarhallir, mikilfenglegar sendiráðsbyggingr, rausnarlega félagslega aðstoð við hátekjufólk, kostnaðarsöm framboð í öryggisráð og svo framvegis. Það er mér því til mikillar gleði að loksins sé komin minni-hluta stjórn á Íslandi. Ég…

Read More Read More

Áramótaheit ?>

Áramótaheit

Þar sem tveir púkar koma saman, þar er áramót. Slík mót fara einatt fram djúpt í iðrum jarðar og eru því í hlýrra lagi — áramótaheit. Um áramótin síðustu hét ég mér því að á þessu ári yrði ég duglegri við það að skrifa í dagbókina en ég var á síðasta ári. Ég hélt það yrði heldur fáfengilegt verkefni enda var ég sértaklega latur við dagbókarskrif á síðasta ári. Raunin hefur hins vegar verið önnur. Eða öllu heldur hafa raunirnar…

Read More Read More

XXIX Mitja marató L’Espirall ?>

XXIX Mitja marató L’Espirall

Ég fékk mér í dag hlaupatúr um vínhéraðið Penedés. Það er að segja ég tók þátt í XXIX Mitja marató L’Espirall — Espirall hálf maraþoninu. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi viðrað mjög vel … allavegna til vínræktar. Að minnsta kosti skrælnaði vínviðurinn ekkert sökum mikilla þurrka. Af reynslu minni hingað til hefur mér fundist spænskir veðurspámenn heldur svartsýnir. Þeir eiga það til að spá oftar rigningu heldur en þörf er á. Mynstrið er oftast…

Read More Read More

25a Mitja Marató Sant Cugat ?>

25a Mitja Marató Sant Cugat

Fyrir um það bil ári síðan gerði ég merkilega tilraun sem — þvert á mínar væntingar — sýndi fram á að það borgar sig að þjálfa líkamann áður en reynt er að setja persónuleg met í langhlaupum (sjá nánar hér). Ég mætti því í morgun í Sant Cugat hálf-maraþonið með rúmlega mánaðar langt þjálfunar tímabil á bakinu. Markmiðið var hið sama og í fyrra — bæta minn besta tíma (sem var þá einnig minn versti tími). Það var hins vegar…

Read More Read More