Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Nú fer að styttast ?>

Nú fer að styttast

Nú fer að styttast í að ég fái smá frí frá skóla. Það er nefnilega þannig mál með vexti að í næstu viku eru endurtektarpróf fyrir hollenska sluksa. Í þeirri viku eru engir fyrirlestrar. Eiginlega er kominn smá fríhugur í mig. Ég skilaði af mér tvennum heimadæmum í dag og á ekki að skila neinum dæmum fyrr en 26.febrúar. Í tilefni þess sló ég deginum upp í kæruleysi og slappaði af.

Á neðstu hæðinni í ?>

Á neðstu hæðinni í

Á neðstu hæðinni í húsinu þar sem ég bý er stórt ónotað svæði. Það var þar sem áðurnefnt sundlaugarpartí var haldið (sjá föstudaginn 2. febrúar). Þegar ég kom heim seinnipartinn í dag var búið að opna kaffihús í þessu rými. Það voru nokkrir íbúar neðstu hæðarinnar sem höfðu borið þangað borð og stóla úr herbergjum sínum. Þeir seldu te, kaffi, léttvín og bjór. Til að kóróna myndarskapinn buðu þeir upp á lifandi tónlist. Um var að ræða trúbador sem söng…

Read More Read More

Fyrir utan bókasafn sem ?>

Fyrir utan bókasafn sem

Fyrir utan bókasafn sem er mikið sótt af stærðfræðingum og öðru rökfræði þenkjandi fólki er ekki gæfulegt að setja upp skilti sem segir: Bannað er að taka töskur, poka, mat og drykk inn á bókasafnið. þegar meiningin er að segja: Bannað er að taka töskur, poka, mat eða drykk inn á bókasafnið. Skilti af fyrri gerðinni var upphaflega sett upp fyrir utan raunvísinda bókasafn Universiteit van Amsterdam. Því skilti hefur verið breytt þannig að krotað var yfir "og"-ið og sett…

Read More Read More

Föstudagur til föndurs. Dagurinn ?>

Föstudagur til föndurs. Dagurinn

Föstudagur til föndurs. Dagurinn í dag var hálfgerður föndurdagur. Ég eyddi honum í að leysa verkefni fyrir kúrsinn Semantics of Computation (Setningafræðilegir eiginleikar útreikninga). Þetta voru aðferðafræðilega einföld verkefni en afar tímafrek. Það má að vissu leyti líkja þeim við það að finna nál í heystakki. Aðferðafræðilega afar einfalt: "Fjarlægið eitt strá í einu úr heystakknum uns öll stráin hafa verið fjarlægð. Þá er nálin auðfundin." Framkvæmd verksins getur hins vegar orðið talsvert tímafrek. Nokkurs konar föndur.

Var að skoða ibm.dk ?>

Var að skoða ibm.dk

Var að skoða ibm.dk og rakst á eftirfarandi upptalningu á þeim stöðum í Danmörku þar sem hægt er að kaupa ibm tölvur. Åbenrå … Esbjerg Færøerne Grønland Haderslev … Holbæk Island Kolding … Viby. Þessi síða hefur líklega ekki verið uppfærð eftir seinni heimsstyrjöld.

Á brú yfir eitt ?>

Á brú yfir eitt

Á brú yfir eitt síkjanna sá ég strákling með veiðistöng. Ég er ekki viss um að það sé mikið líf í síkjunum hér. Aftur á móti gæti ég trúað að þar séu ein gjöfulustu veiðisvæði stígvéla o.þ.h. Í þann mund er ég gekk framhjá stráknum á brúnni náði hann að landa 2ja punda tuskudruslu. Ég býst við að hún hafi verið jafn óæt og marhnúturinn sem ég veiddi niðri á höfn í Reykjavík hér um árið.

Fyrir tæpum tveimur vikum ?>

Fyrir tæpum tveimur vikum

Fyrir tæpum tveimur vikum lýsti ég yfir upphafi heilsuátaks. Ástæðan var sú að ég hafði drifið mig út að skokka. Ég endurtók leikinn í dag. Það sem í upphafi var heilsuátak hefur því umbreyst í heilsuátök. Svo er bara að vona að á morgun verði ég ekki með óbærilegar harðsperrur á helstu átakasvæðunum (þ.e. kálfunum og framanverðum lærunum).

Eftir að hafa rætt ?>

Eftir að hafa rætt

Eftir að hafa rætt við nokkra Finna hef ég tekið eftir að það er eitt sem þeir sakna allir frá heimalandinu. Þeir sakna þess að hafa ekki sauna. Það er svo sem engin furða því að næstum sérhvert finnskt heimili er útbúið slíku apparati. Ég fór að velta því fyrir mér hvað það fyrirbæri væri sem ég saknaði mest að heiman. Eftir talsverða íhugun komst ég að því að líklega væri ýsan það sem ég saknaði mest. Eini fiskurinn sem…

Read More Read More

Tók daginn heldur seint ?>

Tók daginn heldur seint

Tók daginn heldur seint vegna þreytu eftir gaman gærdagsins. Úr varð vel heppnaður hvíldardagur. Ákvað að kóróna hvíldina með því að skella mér út að borða í stað þess að elda sjálfur. Ég fann afar huggulegan portúgalskan stað í nágreninu. Fékk mér saltfisk að hætti Portúgala. Afar vel heppnuð máltíð.