Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Tærnar upp í loft. ?>

Tærnar upp í loft.

Tærnar upp í loft. Smá lærdómmur. Lag dagsins:"Hænurnar æptu gagaga, og vöktu þar með kisu, kisa sagði mjá mjá mjá og vakti með því gæsina, gæsin gaggaði gúgúgú …" Var látinn passa í kvöld. Það gekk bara vel. Enda kannski ekki mikið mál að passa sofandi barn.

Tærnar upp í loft. ?>

Tærnar upp í loft.

Tærnar upp í loft. Rattati gerðist lukkuhundur í varðstöð í Vilta Vestrinu. Lag dagsins: "Þú er bara að gabba okkur. Þú varst aldrei sjómaður. Í mesta lagi markmaður. Og hættu svo að ljúga. Segðu heldur eins og er. Þegar þú varst tekinn ber. Og amma gamla kasólétt og heyrði þessa frétt…"

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður ?>

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður

Vaknaði kl:5.00. Pakkaði niður nokkrum sokkum og hélt af stað út á lestarstöð. Tók þaðan lest til Schiphol. Frá Schiphol flaug ég til Kaupmannahafnar. Í flugvélinni las ég Berlinske á dönsku, hugsaði á íslensku og hlustaði á sessunauta mína tala á ensku. Þetta var talsvert ruglinslegt á köflum. Með nokkrum skrúfjárnstökum var móðurborði, örgjörva, minniskubbi, hörðum disk og kassa breytt í tölvu.

Ég hafði hugsað mér ?>

Ég hafði hugsað mér

Ég hafði hugsað mér að sofa lengi frameftir í morgun til að geta vakað lengi í kvöld og vaknað snemma í fyrramálið. Þau plön urðu að engu þegar dyrabjöllunni var hringt. Maðurinn sem hringdi sagðist vera með pakka handa mér. Þar sem ég átti von á skemmtilegum pakka að heiman varð ég ofsakátur og hentist niður stigann. Þegar niður var komið reyndist sendingin ekki vera að heiman, heldur frá bankanum mínum. Í pakkanum var einn sá allra fáránlegasti hlutur sem…

Read More Read More

Það var gott að ?>

Það var gott að

Það var gott að vakna í morgun við sólskin og blíðu. Það var að vísu ekki sérlega hlýtt en svo sannanlega ekki kalt. Þetta var svona veður sem fær mann til að kaupa flugmiða til Kaupmannahafnar. Það var einmitt það sem ég gerði í dag. Þegar ég var að borða hádegismatinn minn kom Nígerísk-ameríski nágranninn minn og bauð mér upp á hertan þorsk.