Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég reyndi að múta ?>

Ég reyndi að múta

Ég reyndi að múta nágrönnum mínum til að fá þá til að vaska upp. Ég sagðist ætla að baka handa þeim pönnukökur í dag ef það tækist að halda vaskinum í eldhúsinu án óhreins leirtaus yfir heila helgi. Því miður virkaði þetta ekki. Vaskurinn var fullur sem aldrei fyrr. Ég þarf því að reyna að finna önnur meðul til að fá fólk í uppvask.

Brenndi mig á bjórflösku. ?>

Brenndi mig á bjórflösku.

Brenndi mig á bjórflösku. Það er nú ekki svo að Amstelinn hér sé svo volgur að hann valdi brunasárum. Ég nota bjórflöskur sem kertastjaka. Þegar ég ætlaði að setja nýtt kerti í stjakann brenndi ég mig á stútnum sem hafði hitnað þegar fyrra kertið brann upp. Fékk lánað sjónvarp. Sá á BBC sýnt frá leik Leicester og Liverpool þar sem Lauksson (skrifað Gunnlaugsson) lagði upp seinna mark Leicester. Aðalástæðan fyrir því að ég fékk sjónvarpið lánað var til að geta…

Read More Read More

Í kvöld var samkoma ?>

Í kvöld var samkoma

Í kvöld var samkoma hjá röfræði deildinni (ILLC). Dagskráin var nokkuð athyglisverð og má segja að ég hafi orðið fyrir fyrsta kúltúrsjokki mínu hér. Kaffi og kökur Ný rannsóknarverkefni Kynning á nýjum rannsóknarverkefnum sem hafa hlotið styrk. Töframaður Töframaðurinn sýndi töfrabrögð sem á einhvern hátt tengdust rökfræði. Matur ILLC og iðnaðurinn Þrír aðilar komu frá iðnaðinum og kynntu sínar hugmyndir um það hvernig mætti tengja ILLC og iðnaðinn. Eftir að þetta fólk hafði kynnt sínar hugmyndir stuttlega var komið að…

Read More Read More

Hvernig er vinnupallur færður ?>

Hvernig er vinnupallur færður

Hvernig er vinnupallur færður fimm metra til hliðar? Bátnum er bara siglt fimm metra eftir síkinu. Það er búin að vera mikil umræða um BSE (kúariðu) hér á meginlandinu undanfarið. Umræðan kemur upp á ótrúlegustu stöðum. Hér á eftir birtist hluti af lausn kunningja míns á heimadæmi í Semantics of Computation. Höfum gefna forritssetningu (statement) S. Hún samanstendur af gildisveitingu (assignment) A og while-lykkju W. Látum {B} vera forskilyrði A og {C} vera eftirskilyrði A. Látum {C} vera forskilyrði W…

Read More Read More

Hvernig er u.þ.b. 15 ?>

Hvernig er u.þ.b. 15

Hvernig er u.þ.b. 15 metra hár vinnupallur reistur við húsvegg sem snýr að síki? Jú, bát er lagt upp að veggnum og pallurinn reistur ofan á bátnum. Ég lærði nýtt orð í gær. Nei, ekki hollenskt orð (hollenska hvað er nú það?). Ég var að vaska upp þegar ég var spurður hvort ég teldi það bera vott um "extravagancy" að koma föður sínum á óvart með því að heimsækja hann þegar hann er á ferðalagi í Lundúnum. Eftir að hafa…

Read More Read More

Ég ætlaði að vakna ?>

Ég ætlaði að vakna

Ég ætlaði að vakna snemma til að geta lokið við dæmin í Semantics of Computation, sem ég átti að skila klukkan ellefu. Hins vegar vaknaði ég ekki fyrr en klukkan tíu. Ég skrópaði því í S.o.C. til að geta klárað dæmin. Eftir mikinn hamagang tókst mér að klára þau. Ég skilaði þeim klukkan 12.30. Seinna frétti ég að skilafrestur hafði verið framlengdur til föstudags.

Við Dísa skruppum í ?>

Við Dísa skruppum í

Við Dísa skruppum í dýragarðinn í Köln. Það er nokkuð skondið að fara í dýragarð að vetri til, þegar allir birninir eru í hýði. Nú get ég státað af því að hafa komist í návígi við ljón. Það voru aðeins um 10cm (og öryggisgler) sem skildu okkur að. Annars voru flest dýrin frekar þunglynd. Það var einna mesta lífið í steingerða fornaldar fisknum. Við misstum af því þegar Piranafiskarnir voru fóðraðir en sáum hins vegar hnakkana á fólki sem sá…

Read More Read More

Vaknaði snemma, pakkaði niður ?>

Vaknaði snemma, pakkaði niður

Vaknaði snemma, pakkaði niður nokkrum sokkum og fór niður á aðalbrautarstöð. Þar beið mín lestin sem átti að flytja mig til kölnar. Eftir um stundar ferðalag var kominn tími á kaffi. í veitingavagninum var mér tjáð að vegna rafmagsleysis væri kaffivélin óvirk. Kaffivélin er sú vél sem knýr mig áfram. Líklega er það önnur vél sem knýr lestir áfram því að lestin hélt áfram ferðinni. Eða hvað? Smám saman tók lestin að hægja á sér uns hún stoppaði. Það tók…

Read More Read More

Flaug frá kaupmannahöfn til ?>

Flaug frá kaupmannahöfn til

Flaug frá kaupmannahöfn til Amasterdam. Það er gott að fljúga með SAS. Það er traust flugfélag og hægt er að bóka áfallalausa ferð. Hægt er að halla sér aftur í sætinu og lesa Berlinske Tidende. Á blaðsíðu tvö var frétt með fyrirsögninni: "SAS-fly nødlander i Kastrup". Fékk gefins gömul hljómflutningstæki. Nauðsynlegt að geta hlustað á einhverja tónlist til að geta afmáð af heilanum barnalögin sem ég er búinn að vera að hlusta á alla síðustu viku. Fór á aðalbrautarstöðina til…

Read More Read More