Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég skrapp með Makedónskum ?>

Ég skrapp með Makedónskum

Ég skrapp með Makedónskum nágranna mínum í mötuneyti háskólans til að komast að því hvernig ódýrt stúdentafæði bragðaðist. Þetta var nú ekki svo slæmur matur en fékk mig samt til að sannfærast enn frekar um ágæti minnar eigin matseldar. Yfir matnum bárum við saman hagkerfi Ísland og Makedóníu. Einnig fræddi hann mig um ástandið á Balkanskaga eins og það lítur út frá sjónarhóli Makedóna.

Námsráðgjafinn minn, sem jafnframt ?>

Námsráðgjafinn minn, sem jafnframt

Námsráðgjafinn minn, sem jafnframt kennir mér Semantics of Computation, var búinn að segjast ætla að lána mér bók um lamda calculus. Ég vildi nefnilega glöggva mig betur á efninu áður en ég gerði heimadæmin mín. Þegar ég mætti á skrifstofuna hans í morgun til að sækja bókina var komið annað hljóð í skrokkinn. Hann hafði áttað sig á að lausn á hluta heimadæmanna var gefin í bókinni. Þar af leiðandi vildi hann ekki lána mér bókina en benti mér á…

Read More Read More

Ég vaknaði klukkan 7:50 ?>

Ég vaknaði klukkan 7:50

Ég vaknaði klukkan 7:50 við að það var bankað á dyrnar hjá mér. Ég staulaðist fram úr og opnaði dyrnar. Fyrir utan stóð nágranni minn skömmustulegur og sagði: "Fyrirgefðu en ég hélt þú værir vaknaður. En gætirðu litið í heimsókn til mín áður en þú ferð í skólann og kennt mér að klippa og líma (cut and paste)." Ég sagði það vera sjálfsagt og fór aftur að sofa og svaf vært þar til vekjaraklukkan mín hringdi. Klukkan 8:00 hringdi vekjaraklukkan….

Read More Read More

Ég skellti mér í ?>

Ég skellti mér í

Ég skellti mér í pool með finnska nágrannanum mínum í kvöld. Við byrjuðum á að spila "eightball" (venjulegt pool). Ég reið ekki feitum hesti frá þeim viðureignum. Seinna skiptum við yfir í "nineball". Sá leikur er þannig að níu kúlur eru á borðinu og þeim er skotið niður í sömu röð og þær koma fyrir í lengstu keðju í röðuninni {{1,2,3,4,5,6,7,8,9},<}. Ér reið mun vænni gæðingi frá þeim viðureignum. Líklega vegna þess að sá sem skýtur flestum kúlum í gat…

Read More Read More

Ég var á leiðinni ?>

Ég var á leiðinni

Ég var á leiðinni í eldhúsið þegar ég heyrði kunnuglegt þunglyndispopp hljóma handan hurðarinnar inn í herbergið á móti eldhúsinu. Við nánari athugun fór ekki á milli mála að það var verið að spila Sigur Rós handan hurðarinnar. Eigandi disksins var grísk nágrannakona mín. Hún hefur mikinn áhuga á Íslandi, aðallega sökum þess að Björk er hennar uppáhald. Mér skilst að Sigur Rós sé núna "næst" uppáhaldið hennar. Það er gott að vita að orð íslenskrar tónlistar berst víða (þó…

Read More Read More

Nú er ég ordinn ?>

Nú er ég ordinn

Nú er ég ordinn tölvueigandi á ný. Í tilefni dagsins skrapp ég á djammið með nokkrum vinum mínum. Við fórum fyrst á "stúdentakjallarann" og fengum okkur bjór og röbbuðum. Þar hitti ég tvær bandarískar stelpur sem voru ad koma frá Bandaríkjunuym með viðkomu á Íslandi. Þær voru mjög glaðar að geta keypt Gling Gló diskinn hennar Bjarkar. Sá diskur ku vera illfáanlegur utan Íslands. Seinna um kvöldið skelltum við okkur á skemmtistaðinn Paradiso og dönsudum fram á nótt.

Um daginn pantaði ég ?>

Um daginn pantaði ég

Um daginn pantaði ég mér tölvu frá Dell. Síðan þá er ég búinn að vera að fylgjast með þróunarferli pöntunarinnar á netinu. Á heimasíðu Dell er valmynd þar sem hægt er að slá inn pöntunarnúmer. Þá birtast upplýsingar um hver staða pöntunarinnar er þ.e. "verið að ganga frá greiðslu", "pöntun í forvinnslu", "tölva í framleiðslu", "tölva i pökkun", "tölva í flutningum". Þegar tölvan er kominn út úr húsi hjá Dell er hægt að smella á tengingu við heimasíðu flutningafyrirtækisins og…

Read More Read More

Það lítur út fyrir ?>

Það lítur út fyrir

Það lítur út fyrir að í vor verði ég í 20% betra formi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þ.e.a.s. ef líkamsræktin verður með svipuðu móti og í dag. Ég valdi mér fína fimm kílómetra hlaupaleið og lagði af stað. Þar sem ég er ekkert sérlega góður í að rata þá villtist ég af leið og það tók mig um kílómetra að finna réttu leiðina á ný.

Ég er búinn að ?>

Ég er búinn að

Ég er búinn að komast að því að það er lítill munur á því að hafa eina eða tíu sjónvarpsstöðvar. Þó að tíu stöðvar séu vissulega fleiri en ein þá er úrvalið af skemmtilegu sjónvarpsefni ekkert meira hér en heima á Fróni. Það er svosem ekki slæmt því að það er margt skemmtilegra hægt að gera en að horfa á sjónvarp.