Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Í dag gerði smá ?>

Í dag gerði smá

Í dag gerði smá hlé á vorhretinu. Sólin skein og hitastigið var ekki svo lágt. Ég nýtti tækifærið til að viðra mig. Ég fékk mér langan göngutúr um borgina. Ég rölti í gegnum Vondelpark, stærsta almenningsgarðinn hér í borg. Þar er stór og tilkomumikill rósagarður sem verður þó vafalítið tilkomumeiri þegar rósirnar hafa blómstrað. Fleirum en mér hafði dottið í hug að skreppa út. Margir lögðu leið sína í garðinn. Á síkjunum og ánni Amstel mátti sjá marga róðrarbáta. Í…

Read More Read More

Ég hafði heyrt að ?>

Ég hafði heyrt að

Ég hafði heyrt að í gærkveldi hafði farið að bera á mjólkurskorti í Hollandi. Ástæðan er sú að ekki þykir skynsamlegt að flytja mjólk á milli staða vegna hættu á útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Það kom mér því skemmtilega á óvart að þó mjólkur deildin í stórmarkaðinum væri vissulega tómleg þá var samt sem áður til nokkir pottar af mjólk. Ég gat því byrgt mig upp af mjólk og jógúrti.

Í dag var heldur ?>

Í dag var heldur

Í dag var heldur meiri dugur í vorhretinu sem hefur legið yfir borginni síðustu daga. Um tíma var á gangstéttum allt að 5mm jafnfallinn snjór. Eftir að hafa eytt lunga dagsins í lærdóm byrjaði ég á endurhönnun heimasíðunnar minnar. Vonandi mun breytt heimasíða birtast umheiminum skömmu eftir næstu mánaðamót.

Nú þegar átök hafa ?>

Nú þegar átök hafa

Nú þegar átök hafa blossað upp að nýju á Balkanskaga birtast óhugnanlegar fréttir á cnn. Myndir af hermönnum að störfum. Eldar brenna og skilja eftir sig sviðna jörð. Stjórnin hefur sagt óvininum stríð á hendur. Saklausum er slátrað fyrir það eitt að vera af sama sauðahúsi og óvinurinn. Fréttirnar eru frá Bretlandi þar sem herinn berst nú við útbreiðslu gin og klaufaveiki. Sjálfur er ég orðinn frekar þreyttur á þessum fréttum. En öðrum vil ég benda á www.cnn.com/footandmouth.

Þegar ég vaknaði í ?>

Þegar ég vaknaði í

Þegar ég vaknaði í morgun var mér litið út um gluggann. Ég hugsaði með mér hversu mikið ég hlakkaði til að fara út í sólskinið. Þegar ég hafði klætt mig í sokkana og burstað tennurnar var mér aftur litið út um gluggann. Ég hugsaði með mér hversu mikið ég kveið fyrir að þurfa að fara út í snjóbylinn (snjór í vindi). Eftir að hafa ætt í gegnum snjóstorminn (raunar nær því að vera snjóstinnigsgola) tókst mér að komast á skrifstofuna….

Read More Read More

Vaknaði um hálfáttaleytið, hitaði ?>

Vaknaði um hálfáttaleytið, hitaði

Vaknaði um hálfáttaleytið, hitaði kaffi og eldaði grjónagraut. Klukkan átta settist ég svo fyrir framan sjónvarpið til að horfa á beina útsendingu frá Malasíukappakstrinum. Hollensku þulirnir voru afar kátir því að hollenska ökumanninum Jos Verstappen gekk allt í haginn. Því miður náði hann ekki að næla sér í stig en stóð sig samt vel. Ég kíkti á nokkrar vefsíður um Alpagöngur. Á einni þeirra var verið að kynna ævintýraferðir í Ölpunum. Mér leist vel á síðuna þar til farið var…

Read More Read More

Líkt og með gærdaginn ?>

Líkt og með gærdaginn

Líkt og með gærdaginn ákvað ég að eyða deginum í lestur. Ég las skáldsöguna Sjö bræður eftir finnska rithöfundinn Aleksis Kivi. Sagan segir frá lífi sjö bræðra í Finnlandi. Ég gaf mér þó tíma til að líta upp úr bókinni til sjá sýnt frá tímatöku fyrir Malasíukappaksturinn.

Þar sem ég var ?>

Þar sem ég var

Þar sem ég var kvefaður og úti var rigning þá ákavað ég tileinka þennan dag lestri. Ég las skáldsöguna Fáfræðina eftir Milan Kundera. Bókin fjallar um tvo Tékka sem snúa til baka til Bæheims eftir tuttugu ára fjarveru. Mér finnst eins og það sé stanslaus rigning í þessarri borg. Ég minntist þess ekki að það rigndi nærri því eins mikið í Reykjavík. Við nánari athugun kom í ljós að ársúrkoma er tvöfalt meiri í Reykjavík en í Amsterdam.

Það að sjóða egg ?>

Það að sjóða egg

Það að sjóða egg er oft talin lágmarkskunnátta í matseld. Þegar ætlaði að sjóða egg til að setja í túnfisksalatið mitt áttaði ég mig á að ég hafði aldrei á ævinni soðið egg í potti. Ég hafði alltaf notað hátækni eggjasjóðarann sem var til heima á Íslandi. Ég hafði þó grun um að suða eggja fælist í að láta þau liggja í sjóðandi vatni í ákveðinn tíma. Það hugboð mitt reyndist rétt því sú aðferð dugði. Ég fékk því egg…

Read More Read More