Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Eftir hádegismatinn pakkaði ég ?>

Eftir hádegismatinn pakkaði ég

Eftir hádegismatinn pakkaði ég nokkrum sokkum niður í tösku og hélt af stað út á lestarstöð. Þegar þangað var komið fékk ég að vita að lestarstarfsmenn væru í verkfalli. Til að draga út mætti verkfallsins höfu lestarstarfsmenn ákveðið að halda uppi samgöngum milli borgarinnar og Schiphol. Ég komst því klakklaust út á flugvöll. Þegar komið var á flugvöllinn var byrjað á að gegnumlýsa allan farangurinn minn til að athuga hvort ég væri nokkuð að flytja út gin eða klaufir. Þar…

Read More Read More

Í dag fór ég ?>

Í dag fór ég

Í dag fór ég í fyrstu tímana í nýju kúrsunum mínum. Fyrst var það Autonomous Learning Systems (ALS). Kennarinn byrjaði á að spyrja (á hollensku) hvort það væri einhver í stofunni sem ekki skildi hollensku. Sem betur fer skildum við sem ekki skiljum hollensku hvað hann var að segja og gátum svarað spurningunni játandi. Námskeiðið verður því kennt á ensku. Áður en kennarinn fór að kenna baðst hann afsökunnar á klæðaburði sínum. Hann væri nefnilega að fara á fund á…

Read More Read More

Ég fékk mér langa ?>

Ég fékk mér langa

Ég fékk mér langa sunnudagsgöngu í dag. Þegar ég hélt af stað var ætlunin að kíkja rétt aðeins á ólympíuhverfið í Amsterdam. Eftir að hafa gengið í nokkurn tíma áttaði ég mig á því að ég var ekki með borgarkortið nógu vel í kollinum og vissi því ekki í hvaða átt ég ætti að fara til að finna hverfið. Þar sem ég vissi að ég væri í nágrenni árinnar Amstel ákvað ég að ganga meðfram henni. Nánar tiltekið ákvað ég…

Read More Read More

Fékk heimsókn frá Vottum ?>

Fékk heimsókn frá Vottum

Fékk heimsókn frá Vottum Jehóva í dag. Sem betur fer var ég að borða hádegismatinn og þeir sögðust ekki vilja trufla mig. Þeir héldu nú samt ræðu um það hvernig heimurinn gæti verið betri ef allir bara læsu Biblíuna. Í dag skiptust á skin og haglél. Ég var nokkrum sinnum næstum farinn út í sólina. Þegar svo næsta hrina af hagli kom þá var ég feginn að ég hafði ekki látið verða að því.

Finnski nágranninn minn hélt ?>

Finnski nágranninn minn hélt

Finnski nágranninn minn hélt heim á leið í dag. Það var eitt og annað sem hann hugðist ekki taka með sér heim. Þeim hlutum ákvað hann að skipta á milli okkar nágrannanna. Í minn hlut kom jurtin Katarína, motta og blómavasi. Herbergið mitt er nú mun heimilislegra. Nú er bara að muna eftir að vökva jurtina.

Nú er það nokkuð ?>

Nú er það nokkuð

Nú er það nokkuð ljóst hvaða kúrsa ég ætla að taka á næsta misseri. Ég er að spá í að skella mér á tvo tölvunafræðilega kúrsa. Annar ber nafnið "Introduction to Information Retreval". Hann fjallar um fræðin sem liggja að baki leitarvélum. Hinn kúrsinn nefnist "Autonomous Learning Systems". Hann fjallar um það hvernig hægt er að fá tölvur til að læra. Eftir að hafa tekið þessa tvo kúrsa ætti ég ekki að þurfa að mæta í skólann framar. Ég bý…

Read More Read More