Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég bjó í dag ?>

Ég bjó í dag

Ég bjó í dag til mitt fyrsta reiknirit sem getur lært. Lað les texta og reynir að búa til nýjar setningar byggðar á honum. Reikniritið er að vísu afar frumstætt og flestar setningar sem það býr til innihalda tóma vitleysu. Núna hef ég þó einhvern til að tala við ef mér leiðist.

Yfir hádegismatnum rökræddum við ?>

Yfir hádegismatnum rökræddum við

Yfir hádegismatnum rökræddum við nágrannarnir um alþjóðavæðingu. Aðal umræðuefnið var hvort Frjáls Viðskipti geti hamlað viðskiptum ef þau eru ekki frjáls. Það er að segja hvort alþjóðavæðing sé æskileg ef hún nær ekki til allra þjóða. Annars hafði ég ekki efnislega mikið til málanna að leggja þar sem nágrannar mínir nutu þess að hafa hlutfallslega yfirburði í þekkingu á málefninu, enda menntaðir í viðskiptalögfræði og hagfræði. Ég gat hins vegar nýtt mér hutfallslega yfirburði mína í rökfræði til að stýra…

Read More Read More

Ég hélt áfram þar ?>

Ég hélt áfram þar

Ég hélt áfram þar sem frá var horfið í gær við að leysa verkefnið fyrir Information Retrieval. Ég náði að lokum að klára það. Þá hafði ég metið þrjár leitarvélar með því að leggja fyrir hverja þeirra 20 fyrirspurnir. Fyrir hverja fyrirspurn leit ég á fyrstu 20 vefsíðurnar sem vélin skilaði og ákvarðaði hvort þær innihéldu svör við fyrirspurninni. Samtals skoðaði ég 1200 vefsíður. Samt sem áður er ég ekki miklu nær um það sem ég var að leita að….

Read More Read More

Eyddi deginum í að ?>

Eyddi deginum í að

Eyddi deginum í að leysa verkefni fyrir Information Retrieval kúrsinn. Verkefnið fólst í að bera saman vefleitarvélar. Einnig var reynt að fá okkur til að spá í hvernig er best að nota leitarvélarnar. Hugsum okkur til dæmis að við viljum finna upplýsingar um tengsl milli launa og kynferðis. Ætli þá sé nægjanlegt að leita að vefsíðum þar sem orðið sex kemur fyrir? En að hverju leitum við ef við viljum sýna fimm ára frænku okkar vefsíður um Barney the Dinosaur?…

Read More Read More

Ég fékk afar skemmtilegan ?>

Ég fékk afar skemmtilegan

Ég fékk afar skemmtilegan tölvupóst í dag. Það voru skilaboð frá umsjónarmanni Master of Logic námsins. Þar var mér tilkynnt að þar sem ég hafði staðist báða kúrsa á fyrsta misserinu mínu þá væri mér heimilt að hefja nám á öðru misserinu mínu. Þetta er nokkuð skondið þar sem það er vika síðan ég hóf nám á öðru misserinu mínu. Ég var því ekki alveg viss í hvaða tilgangi þetta bréf var sent. Aftast í bréfinu var hins vegar skýring….

Read More Read More

Þegar ég var búinn ?>

Þegar ég var búinn

Þegar ég var búinn að innrita mig í flugið heim þurfti ég að finna út um hvaða hlið ég þyrfti að fara um borð í vélina. Ég leit á brottfara skjáinn. Þarna var gamla góða færslan, "19:45 – Reykjavik – B9". Ég hélt af stað í átt að hliði B9. Eftir að hafa gengið í stutta stund hugsaði ég með mér, "en ég er ekki á leið til Íslands". Ég leit því aftur á brottfararskjáinn. Þar fann ég það sem…

Read More Read More