Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Fékk mér langan göngutúr ?>

Fékk mér langan göngutúr

Fékk mér langan göngutúr um skóglendi Amsterdam. Amsterdamse Bos er stærsta útivistarsvæði Amstedambúa, skógur í nágrenni borgarinnar. Gönguferðin varði í u.þ.b. sex tíma. Sex tíma gönguferð í sólskininu, ekki slæm notkun á deginum. Eins og sönnum Íslendingi sæmir horfði ég á júróvísjón. Mér til fulltingis hafði ég makedónska nágrannann minn. Við horfðum á útsendingu BBC. Breski þulurinn var afar skemmtilegur. Hans athugasemd við íslenska lagið var eitthvað á þá leið: "Þetta lag mun ekki ná athygli nokkurrar dómnefndar, en mun…

Read More Read More

Enn einn dagurinn í ?>

Enn einn dagurinn í

Enn einn dagurinn í sólinni. Satt best að segja er rigning ofarlega á óskalistanum mínum þessa dagana. Hún myndi gefa mér tækifæri til að snúa mér að lærdómnum á ný. Annars hafa menn, kunnugir staðarháttum hér, bent mér á að njóta veðursins meðan það varir. Það er ekki víst að sólin muni láta sjá sig að ráði það sem eftir lifir sumars.

Í dag var fyrsti ?>

Í dag var fyrsti

Í dag var fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Logic Tea. Þar gefst doktorsnemum og starfsmönnum rökfræðideildarinnar tækifæri til að kynna rannsóknir sínar. Eftir fyrirlesturinn er síðan drukkið te. Í dag fékk þó tedrykkjan samkeppni. Um það leyti sem umsjónarmenn fyrirlestrarraðarinnar buðu upp á ókeypis te, fréttist að félag tölvunarfræðinema byði upp á ódýran bjór úti í sólinni. Ég fór ásamt nokkrum samnemendum mínum út og nýtti mér seinni kostinn. Í kvöld fór ég í mína fyrstu ökuferð í Amsterdam. Við stýrið…

Read More Read More

Síðustu dagar hafa verið ?>

Síðustu dagar hafa verið

Síðustu dagar hafa verið afar sólríkir og heitir. Sannkölluð rjómablíða. Persónulega finnst mér þetta eiginlega full mikið af hinu góða. Ég vona að Amsterdam sýni sitt rétta andlit á næstunni og það fari að rigna. Sólin má svo fara að skína á ný um miðjan júlí, þegar ég er kominn í sumarfrí. Um kvöldmatarleytið sat ég inni í eldhúsi og svitnaði yfir súpunni minni. Ég blótaði í hljóði góða veðrinu sem var að gera útaf við mig. Keníski nágranni minn…

Read More Read More

Mér var bent á ?>

Mér var bent á

Mér var bent á að Dell væri að innkalla rafhlöður vegna þess að þær eigi það til að ofhitna og valda eldsvoða. Ég þarf því að athuga hvort rafhlaðan í minni tölvu sé einn af þessum brennuvörgum. Ef svo er þarf ég að skipta henni út … eða setja eldvegg upp á tölvunni.

Ég átti í mestu ?>

Ég átti í mestu

Ég átti í mestu vandræðum með að umbera hitann í dag. Ég ákvað því að reyna að finna sundlaug svo ég gæti kælt mig niður. Eftir að hafa ráðfært mig við Gulu bókina valdi ég mér sundlaug sem leit vel út á pappírunum. Þegar þangað var komið sá ég að hún leit einnig vel út í raun. Ýmislegt var frábrugðið sundstöðunum á Íslandi. Til dæmis eru engir kranar við sturturnar. Þeim er stjórnað af ljósnemum. Það er því ekki hægt…

Read More Read More

Skellti mér upp um ?>

Skellti mér upp um

Skellti mér upp um þakgluggann frammi á gangi og fór í stutt sólbað uppi þaki. Til að komast út um gluggann þurfti ég að setja stól upp á borð og kifra út. Það hefði verið auðveldara að nota stigann ef hann hefði ekki verið læstur fastur við vegginn. Líklega er stiginn læstur svo að hann sé ekki notaður til að auðvelda sólbaðsferðir upp á þak. Annars er fínt útsýni ofan af þakinu en þakdúkurinn er frekar skítugur.

Skellti mér á skauta ?>

Skellti mér á skauta

Skellti mér á skauta eftir kvöldmatinn. Eins og áður gekk mér bærilega að standa í lappirnar, svo framarlega sem ég þurfti ekki að stoppa. Að stoppa kann ég alls ekki. Eftir að hafa skautað um stund án þess að þurfa að stoppa ákvað ég að segja þetta gott og halda heim á leið. Á leiðinni þurfti ég að fara niður smá brekku. Áður en ég kom að brekkunni hugsaði ég með mér hvort það væri nokkuð sniðugt að skauta niður…

Read More Read More