Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Í morgun þurftum við ?>

Í morgun þurftum við

Í morgun þurftum við að nema allt okkar hafurtask á brott úr eldhúsinu. Ræstitæknar gerðu innrás, þrifu og hentu öllu sem í vegi þeirra varð. Þetta var ágæt aðferð til að losna við allt draslið sem fyrrum íbúar hæðarinnar höfðu skilið eftir sig. Eftir að tæknarnir höfðu yfirgefið svæðið gátum við flutt aftur inn í eldhúsið. Við notuðu einnig tækifærið og hentum þeim eldhúsáhöldum sem okkur fannst ekki sérlega girnileg til matargerðar.

Wargames er bíómynd sem ?>

Wargames er bíómynd sem

Wargames er bíómynd sem fjallar um gervigreind. Þar er sagt frá því hvernig lærdómsreiknirit geta komið af stað kjarnorkustríði. Myndin minnti mig á það að ég á ennþá eftir að fá eikunn fyrir kúrsinn Autonomous Learning Systems sem ég tók á síðasta misseri. Ég vona að einkunnin berist áður en lærdómsreikniritin mín koma af stað stríði.

Nú er ég búinn ?>

Nú er ég búinn

Nú er ég búinn að kynnast næstum öllum nýju nágrönnunum mínum. Eins og áður verður fjölþjóðlegt andrúmsloft hér. Við höfum einn grískan Kanadabúa, tvo Þjóðverja, einn Síngapúrbúa, einn Bandaríkjamann, einn Hong Kong búa og einn Íslending (mig). Fagleg fjölbreytni er ekki eins mikil. Fjórir leggja stund á hagfræði, tveir á rökfræði og einn á líffræði. Áttunda íbúann hef ég ekki hitt og veit ekki þjóðerni hans. Þetta virðist við fyrstu sýn vera hið ágætasta fólk.

Eftir að hafa eytt ?>

Eftir að hafa eytt

Eftir að hafa eytt fyrri hluta dagsins í hollenskunám snéri ég mér að fótbolta. Fyrri leikur dagsins var í Dublin. Þar tóku Írar á móti Hollendingum. Í leikslok var ég frekar dapur og fann til með grey Hollendingum sem töpuðu leiknum. Eftir að hafa heyrt önnur úrslit dagsins kættist ég heldur betur. Seinni leikur dagsins var leikinn í Munchen. Þar tóku Þjóðverjar á móti Englendingum. Um leið og BBC þulurinn byrjaði á að lýsa leiknum áttaði ég mig á því…

Read More Read More

Ég ræddi í dag ?>

Ég ræddi í dag

Ég ræddi í dag við einn kennarann hér til að fá upplýsingar um það hvar væri best að byrja lesturinn til að kynnast Description Logics. Eftir að hafa bent mér á góðan upphafspunkt nefndi hann að einnig væri sniðugt fyrir mig að kynna mér fræði sem notuðu DL, s.s. Feature Interaction og Semantic Web.

Það er ýmislegt sem ?>

Það er ýmislegt sem

Það er ýmislegt sem ég þarf að ljúka af áður en ég byrja á að skrifa lokaritgerðina mína. Fyrst af öllu þarf ég að velja mér ritgerðarefni. Um daginn heyrði ég að það er til nokkuð sem heitir Description Logics. Ég varð strax yfir mig ástfanginn af þessum tveimur orðum. Í dag byrjaði ég á að leita að lesefni til að finna út hvað liggur á bak við þessi fögru orð. Fyrirfram býst ég við að í þeim felist formleg…

Read More Read More

Einn helsti ókostur við ?>

Einn helsti ókostur við

Einn helsti ókostur við að búa í Amsterdam er að það er hægt að lifa góðu lífi án þess að kunna stakt orð í hollensku. Hér tala allir góða ensku og eru stolltir af því. Borgarbúar vilja heldur eiga samskipti á ensku heldur en bjagaðri hollensku. Ég hef nú búið í Hollandi í átta mánuði án þess að hafa tekið miklum framförum í máli innfæddra. Satt best að segja finnst mér það afar leiðinlegt afrek. Þess vegna hóf ég í…

Read More Read More

Þó ég hafi skrifað ?>

Þó ég hafi skrifað

Þó ég hafi skrifað undir nýjan leigusamning og borgað leigu fyrir septembermánuð, þá er ekki öllu veseni vegna húsnæðismála lokið. Ég er nenfnilega að skipta um leigusala núna um mánaðamótin. Þess vegna þarf húsvörðurinn að skoða herbergið mitt til að athuga hvort ekki sé allt í lagi með það. Sú skoðun átti að fara fram á næsta föstudag einhvern tíman á bilinu 11:00 – 14:00. Ég hitti hins vegar húsvörðinn fyrir utan herbergið mitt í dag. Ég spurði hann hvort…

Read More Read More

Ég byrjaði daginn á ?>

Ég byrjaði daginn á

Ég byrjaði daginn á því að reyna að koma húsnæðis málum mínum á hreint. Eins og ég sagði frá um daginn þá fékk ég bréf þar sem mér var gert að yfirgefa herbergið mitt um næstu mánaðamót. Ég taldi mig hins vegar hafa samið um framlengingu á leigusamningnum. Eftir að hafa hlustað á mína lýsingu á málinu bað afgreiðslustúlkan mig um að bíða á meðan hún athugaði málið nánar. Þar sem ég taldi þetta einungis vera minniháttar misskilning bjóst ég…

Read More Read More

Nú um helgina eru ?>

Nú um helgina eru

Nú um helgina eru menningardagar hér í Amsterdam. Á togi í miðborginni hafa verið sett upp sölutjold þar sem allir helstu menningarveitur Hollands geta kynnt vetrardagskrána sína. Á torginu eru einnig svið þar sem tónlistarmenn troða upp til að skemmta menningarþyrstum almúganum. Ég gekk einn hring um svæðið og kynnti mér hvað verður að gerast á komandi vetri.