Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég eyddi stórum hluta ?>

Ég eyddi stórum hluta

Ég eyddi stórum hluta dagsins í að lesa Modal Logic til að vera vel undirbúinn fyrir morgundaginn. Ég er nefnilega búinn að skipuleggja hinn fullkomna skóladag á morgun. Hann mun byrja á því að ég mæti klukkan níu vel undirbúinn í Modal Logic. Síðan mun ég nota tímann frá ellefu til fjögur til að lesa Model Theory. Klukkan fjögur mun ég svo mæta vel undirbúinn í Model Theory kennslustund.

Eftir kvöldmatinn bauð grískur ?>

Eftir kvöldmatinn bauð grískur

Eftir kvöldmatinn bauð grískur nágranni minn mér upp á þjóðardrykk Grikkja, ouzo. Yfir drykknum ræddum við um daginn og veginn. Það var ýmislegt athyglivert sem bar á góma í þeirri umræðu. Til dæmis fékk ég að vita að á Grikklandi er ouzo borið á góma barna þegar þau eru að taka tennur. Það á víst að lina kvalir þeirra.

Rökfræðideildin bauð upp á ?>

Rökfræðideildin bauð upp á

Rökfræðideildin bauð upp á bátsferð um borgina til að halda upp á að nýtt skólaár er gengið í garð. Boðið var upp á bjór, vín og snittur. Þegar allir meistaranemarnir höfðu klárað úr nokkrum glösum var tekin mynd af hverjum og einum til að setja á heimasíðu deildarinnar. Ég er ekki viss um hversu skynsamlegt það er að andlit deildarinnar út á við séu drukknir meistaranemar.

Í átta mánuði bjó ?>

Í átta mánuði bjó

Í átta mánuði bjó ég í Amsterdam án þess að eiga almennilega vekjaraklukku. Vekjarinn á úrinu mínu nægði til að koma mér á fætur. Frá áramótum hefur ónæmiskerfið mitt unnið dag og nótt við að finna upp móteitur gegn þeirri hringingu. Svo virðist sem því hafi tekist ætlunarverk sitt. Ég get núna slökkt á úrvekjaranum án þess að vakna. Ég fór því í dag á stúfana til að kaupa vekjaraklukku. Mér leiðast verslanir. Þess vegna fór ég inn í fyrstu…

Read More Read More

Ég skrapp í íþróttamiðstöð ?>

Ég skrapp í íþróttamiðstöð

Ég skrapp í íþróttamiðstöð háskólans og keypti mér aðgang að þreksalnum fyrir næstu mánuði. Eftir kaupin skellti ég mér í íþróttagallann, hjólaði á þrekhjóli og lyfti nokkrum lóðum. Að lokum ákvað ég að taka mér annan léttan þrekhjólatúr. Eftir að hafa stigið hjólið um stund var mér litið á sjónvarpsskjá fyrir framan mig. Á skjánum voru myndir sem fengu mig til að drífa mig heim til að kynna mér betur hvað væri á seyði handan Atlantsála.

Skólaárið byrjaði í dag. ?>

Skólaárið byrjaði í dag.

Skólaárið byrjaði í dag. Morgunninn byrjaði á Model Theory. Seinna um daginn fór ég í fyrsta tímann í Modal Logic. Báðir kúrsarnir eru frekar stærðfræðilegir. Þetta misseri verður því ágætis tilbreyting frá tölvunarfræðilegu rökfræðinni sem ég hef verið að taka undanfarið. Síðdegis skrapp ég út í bókabúð til að kaupa mér bók um Model Theory. Ég prílaði upp á sjöttu hæð til að líta á stærðfræðibækur. Því miður fann ég ekki það sem ég var að leita að. Ég þurfti…

Read More Read More

Þar sem ég hafði ?>

Þar sem ég hafði

Þar sem ég hafði ekkert að gera í dag þá fór ég niður í bæ og keypti bakarofn. Nú get ég loksins farið að baka kökur. Ofninn er að vísu svo lítill að ég get einungis bakað smákökur. Eftir kvöldmatinn kenndi ég nokkrum nágrönnum að spila drullu. Mér gekk afar vel framan af og var keisari eða aðstoðarkeisari næstum allt spilið. Hins vegar fipaðist mér flugið undir lokin og endaði sem drullan.

Ég hef undanfarið átt ?>

Ég hef undanfarið átt

Ég hef undanfarið átt í vandræðum með Bandaríkjamanninn sem býr hér á hæðinni. Hann á það til að spyrja í tíma og ótíma "Hey, what´s up?". Þar sem þetta er spurning þá geri ég ráð fyrir að hann vilji fá svar. Hins vegar veit ég ekki nákvæmlega um hvað hann er að spyrja. Þar af leiðandi veit ég ekki nákvæmlega hverju ég á að svara. Mér datt nokkur svör í hug. Til dæmis "Microsoft went up by a quarter of…

Read More Read More

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og ?>

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og

Börkur:Ég heiti Sigurbjörnsson og er hér til að sækja lykilinn að nýju skrifstofunni minni. Afgreiðslumaður:Hmm … þú þarft að borga 25 gyllini í tryggingu. B:Nei ég ætla að skila inn lyklinum af gömlu skrifstofunni og yfirfæra trygginguna fyrir honum yfir á nýja lykilinn [Börkur réttir fram gamla lykilinn] A:Hmm … en gamli lykillinn er alveg eins og sá nýi. B:Mig grunaði það því að ég gat opnað nýju skrifstofuna með gamla lyklinum. A:Af hverju ertu þá að skipta? B:Af því…

Read More Read More