Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Það sem af er ?>

Það sem af er

Það sem af er þessu misseri hef ég verið að taka tvö námskeið. Vinnuálagið í þessum tveimur kúrsum er það mikið að ég eyði næstum öllum mínum tíma í að læra fyrir þá. Ég vildi reyna að létta aðeins á álaginu. Þess vegna gerði ég í dag hið eina rökrétta í stöðunni. Ég bætti við mig þriðja kúrsinum. Einingakerfi UvA er að vissu leyti svipað og annars staðar. Vinnuálag í námskeiði fer eftir einingafjölda sem fæst fyrir það (eða einingafjöldi…

Read More Read More

Á leiðinni inn í ?>

Á leiðinni inn í

Á leiðinni inn í eldhús mætti ég einum húsvarðanna. "Góðan daginn, ert þú Börkur?" "Já" "Börkur sem teiknaði myndasöguna sem er inni í eldhúsi?" "Já" "Má ég fá hana lánaða, mig langar nefnilega að ljósrita hana og hengja eitt eintak upp í hverju einasta eldhúsi á stúdentagörðunum" "Gjörðu svo vel" "Takk, ég held að myndasagan muni hjálpa mikið í baráttunni við óhreint leirtau" Umrædda myndasögu gerði ég síðasta vetur þegar ég var hvað pirraðastur á fólkinu sem ekki nennti að…

Read More Read More

Yfir kvöldmatnum spiluðum við ?>

Yfir kvöldmatnum spiluðum við

Yfir kvöldmatnum spiluðum við nágrannarnir hinn stórskemmtilega leik "Hver er höfuðborgin?". Að vanda bar ég höfuð og herðar yfir andstæðinga mína í þeim leik. Smám saman snérist leikurinn út í almennan spurningaleik um gagnslitlar staðreyndir. Að lokum náði einn nágranninn í tölvuna sína og við spiluðum spurningaleik sem fylgir með Microsoft Encarta 2001. Ég náði því að innbyrða mikið magn upplýsinga þetta kvöld.

Þýskur nágranni minn (sá ?>

Þýskur nágranni minn (sá

Þýskur nágranni minn (sá sem deilir með mér baðherbergi) fékk pabba sinn í heimsókn í dag. Pabbinn kom færandi hendi með ýmislegt dót að heiman. Þar sem ég er svo góður nágranni ákvað ég að hjálpa þeim við að bera skáp upp stigann. Sem betur fer var þetta lítill skápur. Ég hefði ekki viljað burðast með stóran skáp upp á fimmtu hæð. Umræddur nágranni hefur ekki verið til stórræðanna í eldhúsinu það sem af er vetri. Flóknasta eldamennska hans hingað…

Read More Read More

Eftir langan og strangan ?>

Eftir langan og strangan

Eftir langan og strangan lærdómsdag ákvað ég að eyða kvöldinu í að spila Risk í tölvunni og hlusta á Sálina. Í upphafi spilsins átti ég í mestu vandræðum með slembitölugjafa forritsins. Ég tapaði nánast öllum orrustum. Þegar leið á spilið jafnaðist sigurlíkindadreifingin út. Þá fékk herkænsku snilld mín að njóta sín og ég vann spilið með miklum yfirburðum.

Ég náði í dag ?>

Ég náði í dag

Ég náði í dag að klára síðasta dæmið í Modal Logic heimaprófinu. Ég gat því skilað inn öllum lausnunum, LaTeX-uðum og með handteiknuðum litmyndum. Tvímælalaust flottustu heimadæmi sem ég hef nokkru sinni skilað. Ég vona einnig að lausnirnar séu réttar.

Skilafrestur fyrir lausnir í ?>

Skilafrestur fyrir lausnir í

Skilafrestur fyrir lausnir í heimaprófi í Modal Logic er á morgun. Ég eyddi deginum í að reyna að klára dæmin. Í upphafi dags hafði ég eingöngu lokið við fjögur dæmi af átta. Eftir mikið puð tókst mér að leysa þrjú dæmi í viðbót. Í dagslok átti ég því lausnir við sjö dæmum af átta. Síðasta dæmið bíður til morguns. Ég þarf ekki að skila inn lausnunum fyrr en klukkan fjögur. Mér ætti því að gefast tími til að klára verkið….

Read More Read More

Í sumar gerði ég ?>

Í sumar gerði ég

Í sumar gerði ég smá breytingar á vefnum mínum. Það er að segja ég umbreytti öllum html kóðanum mínum yfir í xml kóða. Ég bjó síðan til forrit sem breytti xml kóðanum til baka yfir í html kóða. Eftir þessi umskipti er mun auðveldara að viðhalda vefnum. Þar sem xml kóðinn minn inniheldur talsverðar merkingarfræðilegar upplýsingar þá ætti einnig að verða auðveldara að laga hann að næstu kynslóð vefjarins, The Semantic Web (Hvenær sem hún mun svosem líta dagsins ljós)….

Read More Read More

Ég skrapp ásamt nágranna ?>

Ég skrapp ásamt nágranna

Ég skrapp ásamt nágranna mínum út á myndbandaleigu með það fyrir augum að leigja bjarta gamanmynd. Eftir að hafa leitað án árangurs um stund ákváðum við að biðja afgreiðslumanninn um aðstoð. Hann sagðist hafa horft á myndina Catch 22 í gær. Hún hafði verið afar skemmtileg og mjög björt. Við sannfærðumst um að þetta væri einmitt myndin sem við værum að leita að. Úr varð skemmtilegt myndbandskvöld með engum dökkum senum og þar af leiðandi hljóði allan tímann.

Ég hafði hugsað mér ?>

Ég hafði hugsað mér

Ég hafði hugsað mér að eyða kvöldinu í góðra vina hóp í stúdentakjallaranum. Ég var ekki sá eini sem hafði fengið þá hugdettu. Kjallarinn var fullur af fólki. Raunar var svo troðið þar inni að ég ákvað að flýja af vettvangi ásamt kunningjum mínum. Úr varð að ég eyddi kvöldinu í góðra vina hóp heima í eldhúsinu.