Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Nýtt ár … gamlar gjörðir ?>

Nýtt ár … gamlar gjörðir

Í upphafi nýs árs er ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt. Á þessum nýársdegi ákvað ég hins vegar að prófa eitthvað gamalt. Eitthvað gamalt sem ég hafði ekki prófað um all langt skeið. Það brann á mér að prófa að skrifa í dagbókina mína. Tilgangurinn var að sýna sjálfum mér fram á að það væri ekkert sérlega mikið mál að hrista svo sem eina dagbókarfærslu fram úr erminni öðru hvoru. Þó það væri ekki nema til þess að deila…

Read More Read More

Tíu ára útivera ?>

Tíu ára útivera

Á þessum degi fyrir tíu árum pakkaði ég nokkrum sokkum, nokkrum bókum, og fleiru niður í ferðatösku. Ég yfirgaf litla Ísland og hélt á vit ævintýranna úti í hinum stóra heimi. Ég tók flugið til Amsterdam þar sem ég hugðist læra rökfræði. Á þessum tímamótum er því við hæfi að líta um öxl og líta yfir farinn veg. Þó svo að rökfræði hafi orðið fyir valinu þá beitti ég ekki mikilli rökfræði við valið. Ég hafði verið að lesa bók…

Read More Read More

Heimamenn eða Mannheimamenn ?>

Heimamenn eða Mannheimamenn

Óli Stef og félagar Fyrstu mánuðina eftir að ég flutti hingað til Barcelona blundaði í mér sú hugmynd að það gæti værið gaman að skella sér á handboltaleik. Ég viðraði þessa hugmynd við nokkra vinnufélaga og aðra félaga með það fyrir augum að fá einhvern með mér á leik. Ég nennti ekki einn. Viðbrögðin sem ég fékk við þeirri hugmynd minni voru að jafnaði eitthvað á þessa leið: Handbolti, er það einhvers konar íþrótt? Það leið því ekki á löngu…

Read More Read More

Innrás spænska hersins ?>

Innrás spænska hersins

Götuskreyting í tilefni Festa Major de Gràcia. Ég horfði á skriðdrekann aka yfir engið. Spænski fáninn blakti við hún aftan við fallbyssuna. Sprengjudrunur rufu kyrrðina. Spænski herinn var að gera innrás. Ég opnaði augun og horfði upp í hvítmálað svefnherbergisloftið. Engið var horfið. Skriðdrekinn var horfinn. Sprengjudrunurnar lágu ennþá í loftinu. Ég leit á klukkuna. Hún var rétt rúmlega átta. Ég nuddaði stírurnar úr augunum. Hlutirnir voru smám saman að skýrast í kollinum á mér. Sprengjudrunurnar tengdust ekki innrás spænska…

Read More Read More

Fagnaðar(ó)læti ?>

Fagnaðar(ó)læti

Í gær varð Barça spænskur meistari annað árið í röð. Ég skrapp ásamt nokkrum kunningjum niður á Katalóníutorg til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Þúsundir stuðningsmanna Barça voru mættir á torgið til þess að fagna. Mestur fögnuðurinn var við „Las Canaletas“ — brunna efst á Römblunni. Fólk söng, hoppaði, veifaði fánum, kveikti á blysum og sprengdi púðurkerlingar meisturunum til heiðurs. Fagnaðarlætin fóru vel fram til þess að byrja með og ungir sem aldnir skemmtu sér vel. Eins og venja…

Read More Read More

Hornalínustrætið ?>

Hornalínustrætið

Ég skokkaði í morgun fram og til baka eftir efri hluta Avinguda Diagonal — Hornarlínustrætinu — sem liggur skáhallt í gegnum annars vandlega rúðustrikað Eixample hverfið. Diagonal strætið er um margt sérkennilegt fyrirbæri. Þrátt fyrir að vera ein af helstu umferðaræðum Barcelona þá er hún einnig talsvert vinsælt útivistarsvæði meðal skokkara, hjólreiðafólks og línuskautara. Það sem mér finnst sérkennilegast við götuna er hins vegar skipulagsleysi — eða réttara sagt fjölbreyni í skipulagi. Engir tveir hlutar götunnar eru eins og á…

Read More Read More

Skilgreining á grænmetisætu ?>

Skilgreining á grænmetisætu

Ég heyrði yfir hádegismatnum áhugaverða skilgreiningu á grænmetisætu: ,,Grænmetisæta er hver sá sem hefur sérþarfir varðandi mataræði — til dæmis sá sem ekki borðar grænmeti.'' Í fyrstu fannst mér skilgreiningin vera algerlega út í hött. Þegar ég var búinn að melta hana í smá tíma þá fannst mér hún líkjast sjálfum mér — hún var ekki eins vitlaus og hún leit út fyrir að vera. Við þekkjum öll grænmetisætur sem borða samt ávexti. Flest þekkjum við grænmetisætur sem borða samt…

Read More Read More

Ekki alltaf jólin ?>

Ekki alltaf jólin

Það eru ekki alltaf jólin. Það má segja að jólunum hafi lokið formlega hjá mér í gær. Ég kláraði síðustu jólaskáldsöguna og borðaði síðasta molann af jólakonfektinu. Nú tekur við blákaldur hversdagsleikinn. Ég get þó ornað mér við það að ég á eina jólasögu eftir — mannkynssöguna. Seint kemur að mannkynssögulokum og endalaust hægt að glugga í hana. Hversdagsleikinn verður því ekki eins blákaldur og spálíkönin gerðu ráð fyrir. Hann verður hins vegar ekki eins sætur og jólin — en…

Read More Read More

Heimkoma ?>

Heimkoma

Þó ég hafi gaman að ferðalögum þá finnst mér alltaf gott að koma heim. Þannig var því einnig háttað í gær. Þó ég hefði gert góða reisu um suðurlandið þá naut ég þess að koma heim. Það má þó segja að aðkoman hafi að vissu leyti verið heldur hrottaleg. Allt var slétt og fellt í stofunni en hrottinn beið mín í svefnherberginu. Uppi í hillu voru tvær íslenskar glæpasögur sem ég hafði fengið í jólagjöf. Ég beið ekki boðanna, greip…

Read More Read More

Nýtt ár ?>

Nýtt ár

Ég sit nú í lest sem geysist í áttina til Barcelona. Ferdalag mitt um Spán er brátt á enda. Ég fagnadi nýju ári med nokkrum tugum thúsunda Spánverja á Puerta del Sol torginu í Madrid. Thad var Evrópuandi yfir hátídahöldunum í tilefni thess ad Spánn er nú í forsæti fyrir Evrópusambandid. Ég tók sídan fyrsta dag ársins rólega. Ég byrjadi á thví ad rölta um El Retiro gardinn en plantadi mér sídan nidur á bar eftir hádegismatinn med skáldsögu í…

Read More Read More