Ég hitti í dag
Ég hitti í dag makedónskan kunningja minn. Hann er að læra stjórnmálafræði. Hann er að fara að byrja á lokaverkefninu sínu bráðlega. Efnið sem hann tekur fyrir er í meira lagi áhugavert. Ef mér skildist rétt þá ætlar hann að ræða lögsögu evrópuþingsins og framkvæmdastjórnar evrópusambandsins út frá hefðbundinni skilgreiningu lýðræðis. Ég er afar spenntur að vita að hvaða niðurstöðum hann kemst. Hugtakið lýðræði hefur nefnilega verið mér afar hulgeikið undanfarna daga. Ísland er talið vera lýðræðisríki. Það birtist meðal…