Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég skrapp eftir kvöldmatinn ?>

Ég skrapp eftir kvöldmatinn

Ég skrapp eftir kvöldmatinn með nokkrum nágrönnum mínum á hverfiskránna. Við ræddum yfir bjórglasi lífið og tilveruna. Umræðurnar voru afar skemmtilegar eins og gengur og gerist þegar allra þjóða kvikindi mætast. Að þessu sinni voru fulltrúar þriggja heimsálfa á staðnum, Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Það var tvennt sem vakti sérstaka athygli mína í umræðum kvöldsins. Annars vegar hversu refsiglöð singapúrsk stjórnvöld eru, þar tíðkast m.a. flengingar og hengingar. Hins vegar kom mér á óvart hversu lítið bjórdrykkjuþol Þjóðverjanna var….

Read More Read More

Þýskur nágranni minn varð ?>

Þýskur nágranni minn varð

Þýskur nágranni minn varð fyrir því óláni að skemma hjólið sitt. Hann þurfti því að kaupa sér nýtt. Bestu hjólakaupin hér í borg gerast á brú einni í miðbænum. Það safnast fyrir dópistar og selja þau hjól sem þeir stálu nóttina áður. Nágranninn fór því þangað til að kaupa hjól. Þegar dópistinn sem hann verslaði við uppgötvaði að nágranninn væri þjóðverji þá fór hann að telja upp alla þá staði þar sem hann hafði dvalist í Þýskalandi. Nánar tiltekið taldi…

Read More Read More

Ég og þýskur kunningi ?>

Ég og þýskur kunningi

Ég og þýskur kunningi minn ætluðum að skella okkur á fyrirlestrakvöld um gervigreind sem við höfðum séð auglýst niðri í skóla. Viðburðurinn bar nafnið The Future of Learning og Luc Steele, gervigreindarkall, var einn ræðumanna. Þegar á staðinn var komið reyndist viðburðurinn ekki vera það sem við hugðum. Um var að ræða kveðjuhátið fyrir rektor eins háskólans hér í borg. Þar sem við töldum næsta víst að fyrirlesararnir myndu eyða meiri tíma í að kveðja kallinn en í að tala…

Read More Read More

Ég eyddi deginum í ?>

Ég eyddi deginum í

Ég eyddi deginum í að rembast við að leysa Modal Logic heimadæmi sem ég hafði trassað að gera alla vikuna. Ég gaf mér þó tíma um hádegisleytið til að gerast 25 ára. Eftir kvöldmatinn hélt ég svo upp á afmælisdaginn með því að baka pönnukökur handa nágrönnunum. Þeir þökkuðu fyrir sig með því að gefa mér afmælisgjafir. Ég fékk nýsjálenskan upptakara, Kraftwerk geisladisk, súkkulaði og bjór.

Þar sem ég hafði ?>

Þar sem ég hafði

Þar sem ég hafði hugsað mér að baka kökur handa nágrönnum mínum á morgun þá skrapp ég í stórmarkaðinn til að kaupa hráefni. Svo virðist ekki vera að Hollendingar séu mikið fyrir að baka. Í stórmarkaðnum fékkst ekki lyftiduft. Því var ekki útlit gott fyrir kökubakstur. Ég keypti þó hráefni í pönnukökur. Fyrir tæpum níu vikum síðan hóf ég lestur á bókinni Atlas Shrugged eftir Ayn Rand. Nú, 1069 blaðsíðum síðar, hef ég lokið lestrinum. Bókin fjallar um manninn sem…

Read More Read More

Námsráðgjafinn minn er í ?>

Námsráðgjafinn minn er í

Námsráðgjafinn minn er í leyfi þetta misserið. Mér var því úthlutaður nýr ráðgjafi. Ég átti í dag fund með nýja námsráðgjafanum mínum. Við vorum sammála um að þar sem allt væri í stakasta lagi hjá mér þá hefðum við ekki um neitt að ræða. Við ræddum þó aðeins planið framundan. Ráðgjafanum fannst ég heldur bjartsýnn að áætla að skila inn lokaritgerðinni í lok apríl. Hann sagði það þó vera möguleg en afar strembið. Ég stend þó enn við mitt upprunalega…

Read More Read More

Mér þykir ekki mjög ?>

Mér þykir ekki mjög

Mér þykir ekki mjög skemmtilegt að bíða. Ég þurfti þó að gera heilan helling af því í dag. Ég fór í heimsókn til Kilroy í dag til að kaupa flugmiða til Íslands. Það var mikið að gera svo að ég þurfti að bíða í talsverðan tíma áður en ég fékk afgreiðslu. Sú bið tók þó enda og ég gat bókað og borgað far til Íslands 6.desember. Þegar kom að því að prenta út miðann minn þá kom babb í bátinn….

Read More Read More

Ég fékk afar leiðinlegt ?>

Ég fékk afar leiðinlegt

Ég fékk afar leiðinlegt bréf í tölvupósti í dag. Þar var sagt að það hafi fundist smá asbest í byggingunni við hliðina á skrifstofubyggingunni þar sem ég hef aðsetur. Af þeim sökum verða báðar byggingarnar lokaðar um helgina á meðan asbestið verður fjarlægt. Ég verð því að notast við Easy Everything til að komst í netsamband um helgina.

Ég sá í dag ?>

Ég sá í dag

Ég sá í dag auglýsingu frá Microsoft. Þar voru þeir að kynna nýja stýrikerfið sitt Windows xp. Í auglýsingunni var sýnt hvernig fólk getur svifið um loftin blá með því einu að nota xp. Ég geri ráð fyrir að hér sé líklega um líkingamál að ræða hjá hugbúnaðarrisanum. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þeir hafi hugsað þetta líkindamál til enda. Hvað ætli gerist ef einhver er á xp-flugi þegar Windows frýs? Stoppar sá hinn sami í loftinu eða fellur…

Read More Read More