Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég fékk það staðfest ?>

Ég fékk það staðfest

  Ég fékk það staðfest í dag að ég fæ að fara tvisvar til útlanda á næstu dögum. Á föstudaginn verður mér vísað á DIR, Dutch-Belgian Information Retrieval Workshop. Ráðstefnan er haldin í Leuven í Belgíu. Á sunnudaginn fer ég svo til Dagstuhl í Þýskalandi og verð þar fram á miðvikudag. Þar verður haldin ráðstefna á vegum INEX, Initiative for Evaluating XML Retrieval.

Í dag var komið ?>

Í dag var komið

  Í dag var komið að því að borga leigu í fyrsta sinn eftir að ég flutti í nýja húsnæðið. Ég var með bankareikningsnúmer húseigandans undir höndum svo að greiðslan ætti að vera einföld. En raunin var önnur. Málið er að ég stunda bankaviðskipti við Postbank sem er í eigu hollesku póstþjónustunnar. Postbank er ekki með nein útibú fyrir viðskiptavini sína. Öll samskipti eru bréfleiðis, þetta er jú póstbanki. Ef ég vil eiga samskipti við bankann þá fer ég á…

Read More Read More

Ég byrjaði í dag ?>

Ég byrjaði í dag

  Ég byrjaði í dag aftur á þeirri vitleysu að halda dagbók á vefnum. Ég stefni að því að færa inn eitthvað á hverjum degi. Líklega mun ég þó ekki standa við þá áætlun og það munu koma dagar þar sem ég mun ekki færa inn nokkurn skapaðan hlut. Hvað hefur gerst síðan síðast? Nú er næstum ár síðan ég skrifaði síðustu færslu í dagbókina. Á þeim tíma sem liðinn er hefur svosem ýmislegt gerst. Það markverðasta er að ég…

Read More Read More

Tveir fyrir einn á klósettið ?>

Tveir fyrir einn á klósettið

  Ég skrapp á klósettið á lestarstöðinni í Saarbruecken. Klósettvörðurinn rukkaði mig samkvæmt gjaldskrá sem hékk á veggnum. Tuttuguogfimm sent fyrir afnot af pissuskál og tíu sent fyrir afnot af vaski. Samtals þrjátíuogfimm sent. Ætli það sé hægt að fá tveir fyrir einn tilboð ef að tveir pissa á sama tíma í sömu skálina?

Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir ?>

Heitt Genfarvatn og kakómalt, takk fyrir

  Ég skrapp inn á tehús í Genf með það fyrir augum að fá mér heitt kakó. Þó að ég hafi lært frönsku í fjögur ár þá átti ég í smá vandræðum með að gera mig skiljanlegan. Afgreiðslukonan kvartaði undan því að ég bæri heitt kakó ekki rétt fram. Ég veit nú samt ekki af hverju hún var að kvarta því að síðar kom í ljós að hún kunni barasta ekki heldur að bera fram heitt kakó. Annars vegar bar…

Read More Read More

Lausannebrekka ?>

Lausannebrekka

  Lausanne er byggð í brekku. Göturnar eru svo brattar að það krefst talsverðrar áreynslu að ganga um borgina. Í Lausanne skrapp ég inn í bílastæðahús. Ég gekk inn á jarðhæð. Ég tók svo lyftuna upp á fimmtu hæð. Þaðan gekk ég upp tröppur sem lágu upp á þak. Ég gekk svo fram af þakinu. Mér varð ekkert meint af þeirri framafgöngu því að líkt og jarðhæðin þá var þakið einnig í götuhæð. Það er því kannski ekki rétt að…

Read More Read More

Þvottahúsið ?>

Þvottahúsið

  Ég skrapp á almenningsþvottahús í Amsterdam til að þvo þvott. Inn kom ungur maður. Mér þótti undarlegt að hann hafði engan þvott meðferðis. Hann gekk að sjálfsalanum og keypti sér bakka af þvottadufti og skellti úr honum í sápuhólf einnar þvottavélarinnar. Hann tók að tína smáhluti upp úr vösunum. Upp komu farsími, lyklar, stuttbuxur o.fl. Ég varð steinhissa. Ég var að verða vitni að athöfn sem ég hélt að væri einungis framkvæmd í bíómyndum. Eftir að hafa tæmt vasa…

Read More Read More

Kennslustundin í LISP byrjaði ?>

Kennslustundin í LISP byrjaði

Kennslustundin í LISP byrjaði á því að við spiluðum Master Mind. Ég komst að því að ég hafði aldrei spilað það spil rétt. Það er að segja þegar ég spilaði leikinn í æsku þá var litlu svörtu og hvítu pinnunum raðað upp þannig að hver pinni var eyrnamerktur ákveðnum hluta ágiskunarinnar. Það er að segja fyrir hvern og einn pinna í ágiskunninni var sagt til um hvort um væri að ræða réttan lit á réttum stað, réttan lit á röngum…

Read More Read More

Það getur í sumum ?>

Það getur í sumum

Það getur í sumum tilfellum verið ágætt að eiga lata nágranna. Til dæmis ef nágranni er of latur til að elda, getur annar duglegri selt honum matarleifarnar sínar. Þessa helgina seldi ég matarleifar fyrir samtals sjö gyllini. Þetta er nú kannski ekki sérlega mikill peningur. Fyrir þennan pening get ég þó keypt mér sjö paprikur eða næstum kíló af sveppum. Sökum þess hve pönnukökubaksturinn gekk vel á síðasta sunnudag, þá ákváðum við að endurtaka leikinn í dag. Það er að…

Read More Read More

Ég fór á fyrirlestur ?>

Ég fór á fyrirlestur

Ég fór á fyrirlestur í dag um Logic Programming. Fyrirlesarinn var afar athygliverður. Hann var meira en lítið utan við sig. Hann talaði eins og hann væri að tala upphátt við sjálfan sig. Öðru hvoru stoppaði hann í miðri setningu, hugsaði sig um og tautaði síðan eitthvað í hálfum hljóðum sem ég geri ráð fyrir að hafi verið lok setningarinnar. Einnig var glærumeðferð hans athygliverð. Eins og gengur og gerist þá hafði hann pappír á milli glæranna sinna til að…

Read More Read More