Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Ég kom heim úr ?>

Ég kom heim úr

  Ég kom heim úr skólanum um kvöldmatarleytið. Hitinn var ekki kominn í lag. Hitastigið í herberginu var rétt fyrir neðan níu gráðurnar. Ég velti því fyrir mér hvað ég gæti gert til að hita upp herbergið. Besta hugmyndin sem ég fékk var að taka óeinangraða stálhraðsuðuketilinn með mér inn í herbergið og sjóða vatn reglulega. Ég náði að með því að koma hitanum rétt upp fyrir tíu gráður. Ég er ekki viss um að hve miklu leyti hitaaukningin er…

Read More Read More

Það var heldur kalt ?>

Það var heldur kalt

  Það var heldur kalt í herberginu mínu þegar ég vaknaði í morgun. Ofninn var ískaldur. Það dugði ekki að hækka upp í ofninum. Miðstöðvarkyndingin var í ólagi. Ég vissi að leigusalinn minn yrði ekki heima í byrjun árs en vissi ekki nákvæmelga hversu langt væri í að hann kæmi. Ég skrifaði honum því bréf og bað hann um að koma kyndingunni í lag við fyrsta tækifæri.

Ég snéri til Amsterdam ?>

Ég snéri til Amsterdam

  Ég snéri til Amsterdam í dag eftir tveggja vikna jólafrí á Íslandi. Borgin tók á móti mér með dæmigerðu Amsterdam veðri, grenjandi rigningu. Við farmiðasjálfsalana á Schiphol voru dópistar að selja lestarmiða til Amsterdam á kostnaðarverði. Ég afþakkað boðið því að sjálfsalarnir selja líka miða á kostnaðarverði. Ég hef ekki enn fundið út hvað þeir græða á þessu.

Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er ?>

Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er

  Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er bönnuð börnum. Jólagjafakaup Nú er tími til að kaupa jólagjafir. Ég ákvað að kaupa flíkur handa börnum systkina minna og vina. Þetta var þónokkuð djörf ákvörðun hjá mér ef tekið er tillit til þess að ég hef litla reynslu í að kaupa krakkaföt. Ég vissi þó að það var ekki hægt að kaupa "one size fits all"-flíkur handa tveggja til átta ára börnum. Ég vann því heimavinnuna mína og aflaði mér upplýsinga um tengsl aldurs…

Read More Read More

Illa uppfærð dagbók ?>

Illa uppfærð dagbók

  Ég hef einhvern tímann áður kvartað yfir því hversu lélegir kerfisstjórarnir eru hér við Amsterdamháskóla. Til þess að þurfa ekki að hugsa mikið um öryggismál þá banna þeir nettengingu tölva sem þeir hafa ekki sett upp sjálfir. Þetta þýðir að ég fæ ekki að tengja fartölvuna mína inn á netið. Ég þarf því að notast við diskettur til að flytja vefsíðurnar mínar út á vefinn. Núna virkar ekki diskettudrifið á tölvunni í skólanum. Það er því ekki hlaupið að…

Read More Read More

Nú er ég kominn ?>

Nú er ég kominn

  Nú er ég kominn til baka í borgarmenninguna og get farið að skrifa í dagbókina á ný. Nýtt vefsnið Sumarið 2001 byrjaði ég á því að færa vefinn minn af HTML sniði yfir á almennara XML snið. Fyrir þá sem ekki vita þá er best að skýra aðeins muninn á HTML og XML. HTML snið notað til að lýsa útliti texta. XML er e.k. alhæfing HTML, þ.e.a.s. XML er almennt snið til að lýsa hvaða eiginleikum texta sem er…

Read More Read More

Ég fór út í ?>

Ég fór út í

  Ég fór út í búð til að kaupa mér buxur, vesti, brók og skó; eða a.m.k. buxur. Mig minnti að ég hafði séð HogM í verslunargötu í nágrenninu. Þegar betur var að gáð þá reyndist það vera vitleysa í mér. Ég ákvað því að fresta buxnakaupum um sinn og halda heim á leið. Áður en heim var komið varð mér á að líta inn um glugga á myndavélabúð. Þar sá ég svolítið sem ég hafði í talsverðan tíma verið…

Read More Read More

Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan ?>

Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan

  Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan hálfsex í morgun hugsaði ég með mér ,,blaaah". Þetta voru nú ekki sérlega djúpar pælingar en kannski ekki við öðru búast svona snemma morguns. Ég skreið fram úr og bjó mig undir að halda til Leuven í Belgíu til að sitja 3rd Dutch-Belgian Information Retrieval Workshop. Á slaginu sex var ég mættur út á gangstétt og beið þess að vinnufélagi minn kæmi og sótti mig. Klukkan tuttuguogfimm mínútur yfir sex hringdi síminn. Vinnufélaginn sagðist hafa…

Read More Read More

Í fréttunum í dag ?>

Í fréttunum í dag

  Í fréttunum í dag kom fram að lögreglurannsókn hefði leitt í ljós að sprengjurnar sem plantað var í IKEA verslunum hér í Hollandi voru verk glæpamanna en ekki hriðjuverkamanna. Ég veit hins vegar ekki hversu mikið þessi uppgötvun mun hjálpa framhaldi rannsóknarinnar. Nú getur lögreglan kannski afboðað fundi með öllum hriðjuverkamönnunum sem þeir voru búnir að boða til yfirheyrslu.