Browsed by
Author: Börkur Sigurbjörnsson

Hjólatúr norður af Amsterdam ?>

Hjólatúr norður af Amsterdam

  Í dag var hæð yfir Hollandi. Veðrið var því afar gott. Sjö stiga hiti og sólin skein glatt. Ég notaði góða veðrið til að fá mér hjólatúr. Ferðinni var heitið til Marken. Marken var einu sinni raunveruleg eyja en var tengd við land með vegi árið 1957. Marken liggur í IJsselmeer. IJsselmer var einu sinni flói inn af Norðursjó en var lokaður af með vegi árið 1932. Fyrst lá leiðin yfir Het IJ, skipaskurð sem sker Amsterdam (og Noord…

Read More Read More

Rússnesk stafsetning ?>

Rússnesk stafsetning

  Rússneskur vinnufélagi minn sagði skemmtilega sögu yfir hádegismatnum. Hann hafði einu sinni orðið vitni að því þegar landi hans gerði fimm stafsetningarvillur þegar hann reyndi að skrifa þriggja stafa orð. Þ.e.a.s. hann skrifaði fimm stafi á blað en enginn þeirra var réttur. Íslensk stafsetning Þessi saga minnti mig á aðra sögu. Ég átti einu sinni minningabók. Þar átti meðal annars að fylla inn í eyðuna í setningunni "Ég stend mig verst í _______". Einn kunningi minn skrifaði tvisvar í…

Read More Read More

Heppnaður dæmatími ?>

Heppnaður dæmatími

  Þar sem að dæmatíminn sem ég átti að kenna í síðustu viku féll niður vegna misskilnings þá var ákveðið að reyna aftur í dag. Ég undirbjó því nýja sýnikennslu í notkun "Model Checker"-a. Sýnikennslan tókst bara þokkalega. Ég var að minsta kosti spurður gáfulegra spurninga svo að ég álykta að einhverjir nemendanna hafi skilið það sem ég var að segja. Fyrsta greinin komin í prentun… …eða þar um bil. UvA XML upplýsingaleitarflokkurinn skilaði af sér grein í dag. Greinin…

Read More Read More

Pakki á tröppunum ?>

Pakki á tröppunum

  Fyrir framan útidyrahurðina heima hjá mér er dálítið innskot til þess að verja fólk fyrir regninu meðan það er að leita að lyklunum. Þetta sama innskot myndi einnig henta þeim sem vilja skilja munaðarlaus börn í körfu fyrir framan dyrnar, eins og gert er í bíómyndunum. Það var þó ekki sofandi barn í körfu sem beið mín þegar ég yfirgaf húsið í morgun. Á tröppunum svaf hins vegar fullvaxin vera undir tepppi. Ég kunni ekki við að vekja manneskjuna…

Read More Read More

Doktorsvörn ?>

Doktorsvörn

  Ég var í dag viðstaddur doktorsvörn vinnufélaga míns. Þetta var svaka formleg og flott athöfn. Athöfnin fór fram í kirkju háskólans. Verjandinn, klæddur í kjólföt, byrjaði á að gefa stutta lýsingu á verkefninu sínu. Þetta var ein sú áhugaverðasta ræða sem ég hef heyrt flutta við altari. Að fyrirlestrinum loknum heyrðist bjölluhljómur og allir risu úr sætum. Inn eftir kirkjugólfinu gengu dómararnir, klæddir í skikkjur. Á undan þeim gekk stjórnandi athafnarinnar, skikkjuklædd kona sem hélt á priki með bjöllum….

Read More Read More

Gamall kunningi ?>

Gamall kunningi

  Í dag kveikti ég á fartölvunni minni í fyrsta sinn frá því fyrir jól. Það var kominn tími til enda hefur hún ekki staðið ónotuð í svo langan tíma áður. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki notað tölvuna upp á síðkastið er að ég er kominn með fína tölvu í vinnunni. Ég nota hana í allt sem ég þarf að gera, og meira til. Ég vorkenni samt fartölvunni minni svolítið af því að vera lítið notuð. Hún er…

Read More Read More

Loksins snjór ?>

Loksins snjór

  Í dag snjóaði hér Amsterdam. Fyrir mig var þetta kærkomið vetrarveður. Ég hafði ekki séð almennilegan snjó síðan um jólin 2001, ef frá er talinn snjórinn sem ég lék mér í uppi á Skarðsheiði síðasta sumar. Ég hafði hlakkað mikið til að sjá snjó á Íslandi um jólin en eins og alkunna er þá lét hann ekki sjá sig. Ég reyndi að nota tækifærið eins vel og ég gat. Ég fékk mér langan göngutúr í snjókomunni. Leiðin lá í…

Read More Read More

Þvottavél kemur ?>

Þvottavél kemur

  Um miðjan nóvember flutti meðleigjandi minn þvottavélina sína inn í íbúðina. Það var mikill munur að þurfa ekki að fara út úr húsi til að þvo þvott. Húseiandinn var hins vegar ekki eins ánægður með þessa ráðstöfun. Honum fannst þvottavéllin of gömul og hávaðasöm. En í stað þess að banna okkur að nota þvottavél þá ákvað hann að kaupa nýja vél handa okkur. Þvottavél fer Nýja vélin kom í lok nóvember. Samkvæmt samkomulagi áttu mennirnir sem komu með vélina…

Read More Read More