Hjólatúr norður af Amsterdam
Í dag var hæð yfir Hollandi. Veðrið var því afar gott. Sjö stiga hiti og sólin skein glatt. Ég notaði góða veðrið til að fá mér hjólatúr. Ferðinni var heitið til Marken. Marken var einu sinni raunveruleg eyja en var tengd við land með vegi árið 1957. Marken liggur í IJsselmeer. IJsselmer var einu sinni flói inn af Norðursjó en var lokaður af með vegi árið 1932. Fyrst lá leiðin yfir Het IJ, skipaskurð sem sker Amsterdam (og Noord…